Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt en landrisið undir Svartsengi er nú á svipuðum hraða og í byrjun árs. Þrettán til nítján milljónir rúmmetrar fóru úr kvikuhólfinu þegar eldgosið hófst 29. maí.
Miðað við núverandi innflæði verður kvikuhólfið undir Svartsengi komið í svipaða stöðu og fyrir síðasta eldgos eftir þrjár til sex vikur.
„Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat sem gildir að öllu óbreyttu til 9. júlí. Hættur tengdar hraunrennsli og gasmengun hefur verið lækkað en heildar hættumatið er óbreytt, fyrir utan tvö svæði. Hættustig innan svæðis 3 fer úr því að vera mikið (rautt) í það að vera töluvert (appelsínugult) og innan svæðis 5 úr því að vera töluvert (appelsínugult) í það að vera í nokkurt (gult),“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.