Er paprikan mín kvenkyns? Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2024 21:00 Kynlífstækjaverslunareigandinn Gerður vill meina að kvenkyns paprikur séu safararíkastar en garðyrkjubóndinn Örn er á því að þær appelsínugulu séu bestar. Vísir/Sara Þegar fréttir bárust af kynjuðum skuldabréfum á dögunum veltu sumir fyrir sér hvað kæmi næst. Og hvað kom næst? Jú, kynjaðar paprikur. Eða hvað? Gerður Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, deildi uppskrift af girnilegu nautasalati á Instagram síðu sinni á dögunum. Uppskriftin vakti nokkra athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Gerður tók sérstaklega fram að nota ætti rauða, kvenkyns papriku í salatið. Þær væru miklu safaríkari og sætari á bragðið. Athygli fréttamanns var vakin og ljóst að þarna var komið mál sem þarfnaðist rannsóknar. Við stutta leit á internetinu kom í ljós að fleiri höfðu velt upp spurningunni hvort paprikur væru yfirleitt kynjaðar og þá hvort munur væri á þeim. Fólk um allan heim hefur lengi velt fyrir sér stóru spurningunni um kyn eða kynhlutleysi paprikna.Vísir/Sara Sagan segir að karlkyns paprikur séu með þrjá hnúða en kvenkyns fjóra. Líkt og Gerður, halda einhverjir því fram að þær kvenkyns séu sætari og betri ferskar og í salat en karkyns henti betur í eldamennsku eða til að grilla. Mýtan kveðin i kút? Við ákváðum að fá sérfræðing til að útkljá málið, og engin var betur til þess fallinn en Óli Finnsson sem rekur garðyrkjustöðina Heiðmörk í Laugarási. Sölufélag garðyrkjumanna útnefndi Óla og Ingu Sigríði, konu hans, sem „ræktendur ársins“ 2023. Auk þess að rækta ýmsar tegundir af salati og grænmeti hafa þau sett fjölda nýjunga á markað eins og eldpipar, sætar paprikur og snakkpaprikur. Óli er þó hógværðin uppmáluð og kveðst ekki vera mesti sérfræðingur landsins um paprikur. „En eins og ég skil þetta og eins og fræðin segja eru paprikublómin tvíkynja,“ segir hann. „Semsagt, þau frjóvga sig sjálf. Þannig að aldinið sem myndast er bæði frá karli og konu á sömu plöntu. Þannig ég get ekki skilið hvernig ætti að vera til karlkyns eða kvenkyns paprika.“ Ein kenning er þannig að paprika með fjóra hnúða sé kvenkyns en karlkyns með þrjá.Vísir/Sigurjón Paprikur séu allskonar og hnúðarnir þýði ekkert sérstakt. Frekar ætti að velja papriku eftir litarafbrigðum. Óli mælir með appelsínugulum paprikum í sumarsalatið. „Eins mikið og Íslendingar vilja alltaf rauðar, þá eru þær ekki alltaf sætastar. Ef maður ætlaði að fara í sætustu, stóru, venjulegu paprikurnar þá væru það appelsínugular og svo rauðu. Gulu eru yfirleitt aðeins bragðminni. Svo eru þessar grænu sem eru náttúrulega bara óþroskaðar, ekki komnar með lit, þær væru þá þær sem þú notar í matseld eða á pizzuna og gefa aðeins beiskara bragð.“ Þrátt fyrir að Óli segist ekki vita allt um paprikur veit hann sennilega meira en flestir.Vísir/Sigurjón Þannig stutta svarið við spurningunni hvort paprikur geti verið karlkyns eða kvenkyns.. er nei? „Ég held ég geti sagt nei.“ Matur Samfélagsmiðlar Neytendur Grænmetisréttir Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Sjá meira
Gerður Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, deildi uppskrift af girnilegu nautasalati á Instagram síðu sinni á dögunum. Uppskriftin vakti nokkra athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Gerður tók sérstaklega fram að nota ætti rauða, kvenkyns papriku í salatið. Þær væru miklu safaríkari og sætari á bragðið. Athygli fréttamanns var vakin og ljóst að þarna var komið mál sem þarfnaðist rannsóknar. Við stutta leit á internetinu kom í ljós að fleiri höfðu velt upp spurningunni hvort paprikur væru yfirleitt kynjaðar og þá hvort munur væri á þeim. Fólk um allan heim hefur lengi velt fyrir sér stóru spurningunni um kyn eða kynhlutleysi paprikna.Vísir/Sara Sagan segir að karlkyns paprikur séu með þrjá hnúða en kvenkyns fjóra. Líkt og Gerður, halda einhverjir því fram að þær kvenkyns séu sætari og betri ferskar og í salat en karkyns henti betur í eldamennsku eða til að grilla. Mýtan kveðin i kút? Við ákváðum að fá sérfræðing til að útkljá málið, og engin var betur til þess fallinn en Óli Finnsson sem rekur garðyrkjustöðina Heiðmörk í Laugarási. Sölufélag garðyrkjumanna útnefndi Óla og Ingu Sigríði, konu hans, sem „ræktendur ársins“ 2023. Auk þess að rækta ýmsar tegundir af salati og grænmeti hafa þau sett fjölda nýjunga á markað eins og eldpipar, sætar paprikur og snakkpaprikur. Óli er þó hógværðin uppmáluð og kveðst ekki vera mesti sérfræðingur landsins um paprikur. „En eins og ég skil þetta og eins og fræðin segja eru paprikublómin tvíkynja,“ segir hann. „Semsagt, þau frjóvga sig sjálf. Þannig að aldinið sem myndast er bæði frá karli og konu á sömu plöntu. Þannig ég get ekki skilið hvernig ætti að vera til karlkyns eða kvenkyns paprika.“ Ein kenning er þannig að paprika með fjóra hnúða sé kvenkyns en karlkyns með þrjá.Vísir/Sigurjón Paprikur séu allskonar og hnúðarnir þýði ekkert sérstakt. Frekar ætti að velja papriku eftir litarafbrigðum. Óli mælir með appelsínugulum paprikum í sumarsalatið. „Eins mikið og Íslendingar vilja alltaf rauðar, þá eru þær ekki alltaf sætastar. Ef maður ætlaði að fara í sætustu, stóru, venjulegu paprikurnar þá væru það appelsínugular og svo rauðu. Gulu eru yfirleitt aðeins bragðminni. Svo eru þessar grænu sem eru náttúrulega bara óþroskaðar, ekki komnar með lit, þær væru þá þær sem þú notar í matseld eða á pizzuna og gefa aðeins beiskara bragð.“ Þrátt fyrir að Óli segist ekki vita allt um paprikur veit hann sennilega meira en flestir.Vísir/Sigurjón Þannig stutta svarið við spurningunni hvort paprikur geti verið karlkyns eða kvenkyns.. er nei? „Ég held ég geti sagt nei.“
Matur Samfélagsmiðlar Neytendur Grænmetisréttir Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Sjá meira