Er paprikan mín kvenkyns? Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2024 21:00 Kynlífstækjaverslunareigandinn Gerður vill meina að kvenkyns paprikur séu safararíkastar en garðyrkjubóndinn Örn er á því að þær appelsínugulu séu bestar. Vísir/Sara Þegar fréttir bárust af kynjuðum skuldabréfum á dögunum veltu sumir fyrir sér hvað kæmi næst. Og hvað kom næst? Jú, kynjaðar paprikur. Eða hvað? Gerður Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, deildi uppskrift af girnilegu nautasalati á Instagram síðu sinni á dögunum. Uppskriftin vakti nokkra athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Gerður tók sérstaklega fram að nota ætti rauða, kvenkyns papriku í salatið. Þær væru miklu safaríkari og sætari á bragðið. Athygli fréttamanns var vakin og ljóst að þarna var komið mál sem þarfnaðist rannsóknar. Við stutta leit á internetinu kom í ljós að fleiri höfðu velt upp spurningunni hvort paprikur væru yfirleitt kynjaðar og þá hvort munur væri á þeim. Fólk um allan heim hefur lengi velt fyrir sér stóru spurningunni um kyn eða kynhlutleysi paprikna.Vísir/Sara Sagan segir að karlkyns paprikur séu með þrjá hnúða en kvenkyns fjóra. Líkt og Gerður, halda einhverjir því fram að þær kvenkyns séu sætari og betri ferskar og í salat en karkyns henti betur í eldamennsku eða til að grilla. Mýtan kveðin i kút? Við ákváðum að fá sérfræðing til að útkljá málið, og engin var betur til þess fallinn en Óli Finnsson sem rekur garðyrkjustöðina Heiðmörk í Laugarási. Sölufélag garðyrkjumanna útnefndi Óla og Ingu Sigríði, konu hans, sem „ræktendur ársins“ 2023. Auk þess að rækta ýmsar tegundir af salati og grænmeti hafa þau sett fjölda nýjunga á markað eins og eldpipar, sætar paprikur og snakkpaprikur. Óli er þó hógværðin uppmáluð og kveðst ekki vera mesti sérfræðingur landsins um paprikur. „En eins og ég skil þetta og eins og fræðin segja eru paprikublómin tvíkynja,“ segir hann. „Semsagt, þau frjóvga sig sjálf. Þannig að aldinið sem myndast er bæði frá karli og konu á sömu plöntu. Þannig ég get ekki skilið hvernig ætti að vera til karlkyns eða kvenkyns paprika.“ Ein kenning er þannig að paprika með fjóra hnúða sé kvenkyns en karlkyns með þrjá.Vísir/Sigurjón Paprikur séu allskonar og hnúðarnir þýði ekkert sérstakt. Frekar ætti að velja papriku eftir litarafbrigðum. Óli mælir með appelsínugulum paprikum í sumarsalatið. „Eins mikið og Íslendingar vilja alltaf rauðar, þá eru þær ekki alltaf sætastar. Ef maður ætlaði að fara í sætustu, stóru, venjulegu paprikurnar þá væru það appelsínugular og svo rauðu. Gulu eru yfirleitt aðeins bragðminni. Svo eru þessar grænu sem eru náttúrulega bara óþroskaðar, ekki komnar með lit, þær væru þá þær sem þú notar í matseld eða á pizzuna og gefa aðeins beiskara bragð.“ Þrátt fyrir að Óli segist ekki vita allt um paprikur veit hann sennilega meira en flestir.Vísir/Sigurjón Þannig stutta svarið við spurningunni hvort paprikur geti verið karlkyns eða kvenkyns.. er nei? „Ég held ég geti sagt nei.“ Matur Samfélagsmiðlar Neytendur Grænmetisréttir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Gerður Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, deildi uppskrift af girnilegu nautasalati á Instagram síðu sinni á dögunum. Uppskriftin vakti nokkra athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Gerður tók sérstaklega fram að nota ætti rauða, kvenkyns papriku í salatið. Þær væru miklu safaríkari og sætari á bragðið. Athygli fréttamanns var vakin og ljóst að þarna var komið mál sem þarfnaðist rannsóknar. Við stutta leit á internetinu kom í ljós að fleiri höfðu velt upp spurningunni hvort paprikur væru yfirleitt kynjaðar og þá hvort munur væri á þeim. Fólk um allan heim hefur lengi velt fyrir sér stóru spurningunni um kyn eða kynhlutleysi paprikna.Vísir/Sara Sagan segir að karlkyns paprikur séu með þrjá hnúða en kvenkyns fjóra. Líkt og Gerður, halda einhverjir því fram að þær kvenkyns séu sætari og betri ferskar og í salat en karkyns henti betur í eldamennsku eða til að grilla. Mýtan kveðin i kút? Við ákváðum að fá sérfræðing til að útkljá málið, og engin var betur til þess fallinn en Óli Finnsson sem rekur garðyrkjustöðina Heiðmörk í Laugarási. Sölufélag garðyrkjumanna útnefndi Óla og Ingu Sigríði, konu hans, sem „ræktendur ársins“ 2023. Auk þess að rækta ýmsar tegundir af salati og grænmeti hafa þau sett fjölda nýjunga á markað eins og eldpipar, sætar paprikur og snakkpaprikur. Óli er þó hógværðin uppmáluð og kveðst ekki vera mesti sérfræðingur landsins um paprikur. „En eins og ég skil þetta og eins og fræðin segja eru paprikublómin tvíkynja,“ segir hann. „Semsagt, þau frjóvga sig sjálf. Þannig að aldinið sem myndast er bæði frá karli og konu á sömu plöntu. Þannig ég get ekki skilið hvernig ætti að vera til karlkyns eða kvenkyns paprika.“ Ein kenning er þannig að paprika með fjóra hnúða sé kvenkyns en karlkyns með þrjá.Vísir/Sigurjón Paprikur séu allskonar og hnúðarnir þýði ekkert sérstakt. Frekar ætti að velja papriku eftir litarafbrigðum. Óli mælir með appelsínugulum paprikum í sumarsalatið. „Eins mikið og Íslendingar vilja alltaf rauðar, þá eru þær ekki alltaf sætastar. Ef maður ætlaði að fara í sætustu, stóru, venjulegu paprikurnar þá væru það appelsínugular og svo rauðu. Gulu eru yfirleitt aðeins bragðminni. Svo eru þessar grænu sem eru náttúrulega bara óþroskaðar, ekki komnar með lit, þær væru þá þær sem þú notar í matseld eða á pizzuna og gefa aðeins beiskara bragð.“ Þrátt fyrir að Óli segist ekki vita allt um paprikur veit hann sennilega meira en flestir.Vísir/Sigurjón Þannig stutta svarið við spurningunni hvort paprikur geti verið karlkyns eða kvenkyns.. er nei? „Ég held ég geti sagt nei.“
Matur Samfélagsmiðlar Neytendur Grænmetisréttir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira