Ríkisstjórnin líði fyrir efnahagsástandið Heimir Már Pétursson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 2. júlí 2024 13:04 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir fylgistap flokksins ekki góð tíðindi og tekur fram að ríkisstjórnarflokkarnir líði fyrir háa verðbólgu og vaxtastig. Hann er vongóður um að fylgi flokksins aukist næsta vetur. Framsóknarflokkurinn tapaði mestu fylgi í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup og mældist einungis með 6,6 prósent fylgi. Spurður hvort að það séu einungis verðbólga og vextir sem valda minnkandi fylgi flokksins segir Sigurður: „Ég veit það auðvitað ekki. Það er alltaf erfitt að vega og meta það en það hefur án efa mjög stór áhrif. Að öðru leyti erum við að gera mjög marga góða hluti í ríkisstjórninni en þetta umlykur dálítið áhyggjur fólks frá einum degi til annars.“ Þenslan á hraðri niðurleið Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Seðlabankinn muni ekki lækka vexti í næsta mánuði en að hugsanlega hefjist vaxtalækkunarferli í október eða nóvember. Verðbólga mældist í júní í fyrsta sinn í tvö og hálft ár undir sex prósentustigum og var 5,8 prósent. Það bæti ekki stöðu ríkisstjórnarinnar en Sigurður tekur fram að það sjáist jákvæð teikn á lofti um að verðbólga þróist í rétta átt. „Við sjáum líka þegar að vaxtastigið er búið að vera svona hátt að það hefur tilhneigingu til að taka dálítinn tíma til að fara bíta. Það er augljóslega farið að bíta og þenslan er á hraðri niðurleið,“ segir hann og vonast til þess að Seðlabankinn taki tillit til þess. Ólga í samfélögum vegna stríða hafi áhrif Ekki komi til greina að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og boða til kosninga enn sem komið er. Ríkisstjórnin ætli að ljúka þeim verkefnum sem liggja fyrir. „Við sjáum líka, ekki síst í Evrópu, að stjórnvöld þar glíma við hið sama. Hluti af þessu er ekki bara efnahagsástand heldur líka þessi ólga sem er í samfélögum vegna stríðsástandi hingað og þangað og því óöryggi sem því fylgi. Ég held að öll stjórnvöld líði fyrir það og þar á meðal við.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn tapaði mestu fylgi í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup og mældist einungis með 6,6 prósent fylgi. Spurður hvort að það séu einungis verðbólga og vextir sem valda minnkandi fylgi flokksins segir Sigurður: „Ég veit það auðvitað ekki. Það er alltaf erfitt að vega og meta það en það hefur án efa mjög stór áhrif. Að öðru leyti erum við að gera mjög marga góða hluti í ríkisstjórninni en þetta umlykur dálítið áhyggjur fólks frá einum degi til annars.“ Þenslan á hraðri niðurleið Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Seðlabankinn muni ekki lækka vexti í næsta mánuði en að hugsanlega hefjist vaxtalækkunarferli í október eða nóvember. Verðbólga mældist í júní í fyrsta sinn í tvö og hálft ár undir sex prósentustigum og var 5,8 prósent. Það bæti ekki stöðu ríkisstjórnarinnar en Sigurður tekur fram að það sjáist jákvæð teikn á lofti um að verðbólga þróist í rétta átt. „Við sjáum líka þegar að vaxtastigið er búið að vera svona hátt að það hefur tilhneigingu til að taka dálítinn tíma til að fara bíta. Það er augljóslega farið að bíta og þenslan er á hraðri niðurleið,“ segir hann og vonast til þess að Seðlabankinn taki tillit til þess. Ólga í samfélögum vegna stríða hafi áhrif Ekki komi til greina að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og boða til kosninga enn sem komið er. Ríkisstjórnin ætli að ljúka þeim verkefnum sem liggja fyrir. „Við sjáum líka, ekki síst í Evrópu, að stjórnvöld þar glíma við hið sama. Hluti af þessu er ekki bara efnahagsástand heldur líka þessi ólga sem er í samfélögum vegna stríðsástandi hingað og þangað og því óöryggi sem því fylgi. Ég held að öll stjórnvöld líði fyrir það og þar á meðal við.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira