„Hefðbundið eftirlit er ekki viðhaft að ástæðulausu“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2024 12:30 Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands, segir boðaðar breytingar á heilsugæslustöðvum þróun að enn skertara aðgengi. Vísir/Arnar Formaður Læknafélags Íslands telur ekki að boðaðar breytingar á heilsugæslustöðvum muni draga úr álagi heldur þvert á móti. Hún hefur þungar áhyggjur af þróuninni og óttast að fólk veigri sér við að leita tímanlega til læknis. Í gær var greint frá því að með breyttu verklagi á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins yrði reynt að sinna erindum á dagvinnutíma í stað þess að fólk mætti á svokallaða síðdegisvakt eftir klukkan 16. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar sagði i kvöldfréttum Stöðvar 2 að reynt yrði að hafa gott aðgengi fyrir bráð erindi á daginn en annað gæti þurft að bíða. Steinunn Þórðardóttir, formaður læknafélags Íslands segir að eins og breytingarnar horfi við sér sé um að ræða þjónustuskerðingu. „Við höfum þungar áhyggjur af þessari þróun og við teljum þetta fyrst og fremst vera birtingarmynd manneklu. Að þarna sé verið að draga úr þjónustu á síðdegisvakt og færa þau mál yfir á dagvinnutíma. Það er ekki í þá átt sem við viljum vera að fara heldur þvert á móti.“ Hrædd um að fólk veigri sér við að leita til læknis Steinunn telur að breytingarnar muni hafi ruðningsáhrif og auka álag á læknavaktina og mögulega bráðamótttökuna. Þá er hún hrædd um að fólk veigri sér við að leita til læknis vegna erinda sem ekki eru talin bráð. Sigríður Dóra sagði í gær að reynt yrði að haga því þannig að fólk með sjúkdóma sem þörfnuðust hefðbundins eftirlits, svo sem sykursýki, háþrýsting, stoðkerfisvanda og þunglyndi, biði fram á haust. „Ég á erfitt með að sjá hvernig það á að ganga upp praktískt, þegar fólk mun væntanlega eiga erfitt með að fá tíma í hefðbundið eftirlit og heilsugæslan þá ekki að sinna sínu hlutverki hvað það varðar og hvað varðar forvarnir,“ segir Steinunn. Hefðbundið eftirlit er ekki viðhaft að ástæðulausu. Maður er hræddur um að mál sem ekki eru bráð muni breytast í bráð mál vegna þess að fólk kemst ekki að. Steinunn segir læknafélagið margoft hafa bent á úrræði til að bæta úr manneklunni sem gætu snúið þessari þróun við. „Það vantar tvöfalt fleiri heimilislækna en eru starfandi á landinu núna. Margir heimilislæknar eru í hlutastarfi og treysta sér ekki í fullt starf, meðal annars vegna álags. Við erum með heimilislækna sem vinna annarsstaðar í kerfinu og sem starfa erlendis. Við sem samfélag þurfum að sammælast um að gera stórátak þarna, og við læknar erum algjörlega til í þá vinnu. Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Í gær var greint frá því að með breyttu verklagi á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins yrði reynt að sinna erindum á dagvinnutíma í stað þess að fólk mætti á svokallaða síðdegisvakt eftir klukkan 16. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar sagði i kvöldfréttum Stöðvar 2 að reynt yrði að hafa gott aðgengi fyrir bráð erindi á daginn en annað gæti þurft að bíða. Steinunn Þórðardóttir, formaður læknafélags Íslands segir að eins og breytingarnar horfi við sér sé um að ræða þjónustuskerðingu. „Við höfum þungar áhyggjur af þessari þróun og við teljum þetta fyrst og fremst vera birtingarmynd manneklu. Að þarna sé verið að draga úr þjónustu á síðdegisvakt og færa þau mál yfir á dagvinnutíma. Það er ekki í þá átt sem við viljum vera að fara heldur þvert á móti.“ Hrædd um að fólk veigri sér við að leita til læknis Steinunn telur að breytingarnar muni hafi ruðningsáhrif og auka álag á læknavaktina og mögulega bráðamótttökuna. Þá er hún hrædd um að fólk veigri sér við að leita til læknis vegna erinda sem ekki eru talin bráð. Sigríður Dóra sagði í gær að reynt yrði að haga því þannig að fólk með sjúkdóma sem þörfnuðust hefðbundins eftirlits, svo sem sykursýki, háþrýsting, stoðkerfisvanda og þunglyndi, biði fram á haust. „Ég á erfitt með að sjá hvernig það á að ganga upp praktískt, þegar fólk mun væntanlega eiga erfitt með að fá tíma í hefðbundið eftirlit og heilsugæslan þá ekki að sinna sínu hlutverki hvað það varðar og hvað varðar forvarnir,“ segir Steinunn. Hefðbundið eftirlit er ekki viðhaft að ástæðulausu. Maður er hræddur um að mál sem ekki eru bráð muni breytast í bráð mál vegna þess að fólk kemst ekki að. Steinunn segir læknafélagið margoft hafa bent á úrræði til að bæta úr manneklunni sem gætu snúið þessari þróun við. „Það vantar tvöfalt fleiri heimilislækna en eru starfandi á landinu núna. Margir heimilislæknar eru í hlutastarfi og treysta sér ekki í fullt starf, meðal annars vegna álags. Við erum með heimilislækna sem vinna annarsstaðar í kerfinu og sem starfa erlendis. Við sem samfélag þurfum að sammælast um að gera stórátak þarna, og við læknar erum algjörlega til í þá vinnu.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent