Hefðbundið eftirlit vegna sjúkdóma bíði þar til í haust eða vor Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2024 19:30 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist vona að breytt fyrirkomulag sé komið til að vera. Vísir/Sigurjón Ekki er ætlast til að fólk í hefðbundnu eftirliti vegna sjúkdóma leiti á heilsugæsluna í sumar. Þar verður lögð áhersla á bráðaerindi þar til haustar. Árum saman hefur það fyrirkomulag verið við lýði á flestum heilsugæslustöðum höfuðborgarsvæðisins að hægt sé að mæta á svokallaða síðdegisvakt eftir klukkan 16 án þess að eiga bókaðan tíma og hitta lækni. Nú hefur fyrirkomulagið breyst þannig að nauðsynlegt er að hringja á undan sér og hjúkrunarfræðingur metur hvort erindið sé brýnt. Sé það metið sem svo fær fólk bókaðan tíma samdægurs eða daginn eftir. „Þetta er vonandi komið til að vera því við lítum á þetta sem miklu betri þjónustu,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þarna fær fólk faglega úrlausn, veit hvenær það á að mæta í staðinn fyrir að hrúgast inn á síðdegisvaktir þar sem var oft löng bið og mikill fjöldi af fólki sem jafnvel komst svo ekki að. Það var ekki góð þjónusta, ekki faglegt fannst okkur.“ Með breyttu verklagi á heilsugæslustöðvum verður reynt að sinna bráðum erindum á dagvinnutíma í stað þess að fólk mæti á síðdegisvakt eftir klukkan 16.Vísir/Sigurjón Með þessu breytta fyrirkomulagi segir Sigríður að í raun og veru sé verið að færa erindin sem rötuðu á síðdegisvaktina yfir á dagvinnutíma. Sumartíminn sé hinsvegar þungur þar sem mikið af starfsfólkinu fari í sumarfrí og minna um tímaframboð. „Við reynum að hafa gott aðgengi fyrir bráð erindi á daginn. En auðvitað þarf það sem er búið að bíða í marga mánuði að bíða aðeins lengur fram á haustið.“ Eftirlit bíði þar til í haust eða vor Sumar heilsugæslustöðvar bóka tíma viku eða jafnvel mánuð fram í tímann. Dæmi eru um á einhverjum stöðvum séu nú þegar allir tímar uppbókaðir í júlí. Því getur reynst erfitt fyrir fólk að komast að til læknis vegna erinda sem ekki eru metin sem bráðatilfelli. „Hver og ein stöð ræður sjálf hvernig hún hefur sína vinnu og gera það í krafti síns mannskaps og aðstæðna,“ segir Sigríður. Við erum ekki að smáatriðastýra stöðvunum okkar en leggjum línurnar í samræmi við þær. Á þessum árstíma er minna um umgangspestir og meira um frítímaslys og álagsmeiðs. „En við reynum að hafa það þannig að allir þessir stóru sjúkdómsflokkar sem við erum með í hefðbundnu eftirliti, að það fólk komi í haust eða vor. Að það fólk sé ekki að taka upp bráðatíma á sumrin.“ Aðspurð nánar um þá sem þurfi að bíða fram á haust nefnir Sigríður til dæmis sjúklinga með sykursýki, háþrýsting, stoðkerfisvandamál og þunglyndi. Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Árum saman hefur það fyrirkomulag verið við lýði á flestum heilsugæslustöðum höfuðborgarsvæðisins að hægt sé að mæta á svokallaða síðdegisvakt eftir klukkan 16 án þess að eiga bókaðan tíma og hitta lækni. Nú hefur fyrirkomulagið breyst þannig að nauðsynlegt er að hringja á undan sér og hjúkrunarfræðingur metur hvort erindið sé brýnt. Sé það metið sem svo fær fólk bókaðan tíma samdægurs eða daginn eftir. „Þetta er vonandi komið til að vera því við lítum á þetta sem miklu betri þjónustu,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þarna fær fólk faglega úrlausn, veit hvenær það á að mæta í staðinn fyrir að hrúgast inn á síðdegisvaktir þar sem var oft löng bið og mikill fjöldi af fólki sem jafnvel komst svo ekki að. Það var ekki góð þjónusta, ekki faglegt fannst okkur.“ Með breyttu verklagi á heilsugæslustöðvum verður reynt að sinna bráðum erindum á dagvinnutíma í stað þess að fólk mæti á síðdegisvakt eftir klukkan 16.Vísir/Sigurjón Með þessu breytta fyrirkomulagi segir Sigríður að í raun og veru sé verið að færa erindin sem rötuðu á síðdegisvaktina yfir á dagvinnutíma. Sumartíminn sé hinsvegar þungur þar sem mikið af starfsfólkinu fari í sumarfrí og minna um tímaframboð. „Við reynum að hafa gott aðgengi fyrir bráð erindi á daginn. En auðvitað þarf það sem er búið að bíða í marga mánuði að bíða aðeins lengur fram á haustið.“ Eftirlit bíði þar til í haust eða vor Sumar heilsugæslustöðvar bóka tíma viku eða jafnvel mánuð fram í tímann. Dæmi eru um á einhverjum stöðvum séu nú þegar allir tímar uppbókaðir í júlí. Því getur reynst erfitt fyrir fólk að komast að til læknis vegna erinda sem ekki eru metin sem bráðatilfelli. „Hver og ein stöð ræður sjálf hvernig hún hefur sína vinnu og gera það í krafti síns mannskaps og aðstæðna,“ segir Sigríður. Við erum ekki að smáatriðastýra stöðvunum okkar en leggjum línurnar í samræmi við þær. Á þessum árstíma er minna um umgangspestir og meira um frítímaslys og álagsmeiðs. „En við reynum að hafa það þannig að allir þessir stóru sjúkdómsflokkar sem við erum með í hefðbundnu eftirliti, að það fólk komi í haust eða vor. Að það fólk sé ekki að taka upp bráðatíma á sumrin.“ Aðspurð nánar um þá sem þurfi að bíða fram á haust nefnir Sigríður til dæmis sjúklinga með sykursýki, háþrýsting, stoðkerfisvandamál og þunglyndi.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira