Full orkuskipti ríkisflota og samgönguþjónustu fyrir 2030 Sigurður Friðleifsson skrifar 1. júlí 2024 14:30 Í nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er að finna aðgerð sem nefnist Full orkuskipti ríkisflota og samgönguþjónustu fyrir 2030. Þessi aðgerð felur einfaldlega í sér að ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki klára orkuskipti í sínum flota fyrir árið 2030 þ.e. í flokki fólksbíla og sendibíla. Sem sagt að allar fólks- og sendibifreiðar í eigu og notkun ríkisins keyri að fullu á íslenskri, endurnýjanlegri orku í lok árs 2029. Einhverjum mun finnast þetta galið en þá má spyrja á móti hvort ekki væri galið ef íslenska ríkið myndi ekki velja íslenska orku á sínar bifreiðar. Einnig má spyrja hvort ekki sé galið að íslenska ríkið velji ekki samgöngutækni sem eru þrefalt orkunýtnari en bílar sem keyra á jarðefnaeldsneyti. Svo myndu einhverjir segja að það gæti verið galið að íslenska ríkið velji frekar bíla sem skila frá sér heilsuspillandi mengun frekar en bíla sem losa ekkert. Lykilatriði er svo einfaldlega að rafknúnar samgöngur eru að jafnaði hagkvæmari þegar kaup og rekstur er borin saman við bensín- og dísilbíla. Tæknilega mögulegt En er þetta tæknilega hægt? Aðgerðaráætlun var m.a. unnin í góðu samstarfi við Bílgreinasambandið sem eru samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum. Sérfræðingar þar töldu enga tæknilega annmarka á því að rafknúin ökutæki, í flokki fólks- og sendibíla, gætu tekið við jarðefnaeldsneytisbílum í starfsemi ríkisins á næstu sex árum. Ef einhverjir bílar henta ekki í dag þá mun það örugglega breytast á næstu sex árum með nýjum tegundum rafbíla. Til að skoða þetta nánar fóru Orkustofnun, Rafbílastöðin og Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) í greiningarverkefni á flota stofnunarinnar. HSN var sérstaklega valin sem stofnun sem rekur stóran flota, 40 bíla, sem þurfa að keyra á víðfeðmu svæði á Norðurlandi. Á þessu svæði eru innviðir einna styst á veg komnir á landsvísu og veðurfar er með þeim hætti að glíma þarf við kulda og snjó stóran hluta ársins. Greiningarbúnaður var settur í allar bifreiðar stofnunarinnar og aksturinn skráður nákvæmlega í heilt ár. Kerfið, sem Rafbílastöðin býður upp á, metur svo tæknilega rafbílahæfni hvers ökutækis þ.e. hvort rafbíll geti uppfyllt sömu þjónustu miðað við aksturstölur viðkomandi bensín- eða dísilbifreiðar. Einnig getur kerfið metið fjárhagslegan fýsileika þess að skipta yfir í sambærilegan rafbíl fyrir hvert og eitt ökutæki. Niðurstöður eftir eitt ár voru mjög nákvæmar og ítarlegar en til að gera langa sögu stutta þá kom í ljós að tæknilega var vel mögulegt að skipta öllum bílum út fyrir sambærilegan rafbíl. Þess má geta að veturinn var sá kaldasti á þessari öld. Það kom líka í ljós að það borgaði sig fjárhagslega að skipta í rafbíla fyrir allan flotann þegar kaup og rekstur voru tekin saman. Annað dæmi um krefjandi bifreiðanotkun þar sem rafbílavæðing er hafin er hjá lögreglunni á Vesturlandi. Þar hafa verið teknir í notkun rafbílar sem þurfa að dekka stórt athafnasvæði við erfiðar aðstæður. Rafbílarnir hafa reynst vel og sparað mikinn eldsneytis- og viðhaldskostnað. Bílaleigubílar og leigubílar Ríkið er líka að kaupa heilmikið af samgönguþjónustu í gegnum bílaleigur og leigubíla. Bílaleigur og leigubílafyrirtæki hafa nú komið sér upp dágóðum flota af rafbílum og ekkert því til fyrirstöðu eða festa rækilega í sessi kröfu á ríkisstofnanir og fyrirtæki að rafknúin ökutæki séu ávalt valin þegar slík samgönguþjónusta er keypt. Auðvitað geta komið upp útgildi eins og ef leigja þarf fjallabíl til jöklarannsókna þar sem innviðir eru ekki enn komnir. Það breytir ekki þeirri staðreynd að yfirgnæfandi meirihluta aðkeyptrar samgönguþjónustu er mögulegt að mæta með rafbílum. Áfram gakk Orkuskipti í samgöngum hjá ríkinu eru ekki á neinum byrjunarreit og stór hluti stofnana þegar byrjaður á þessari vegferð. Nú þurfa forstöðumenn ríkisstofnana, ef þeir eru ekki þegar búnir að því, að setja upp orkuskiptaáætlun til 2030 og festa í sessi reglur um kaup á samgönguþjónustu sem tryggir nýtingu á rafknúnum ökutækjum sem nota íslenska og mengunarlausa raforku. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkuskipti Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er að finna aðgerð sem nefnist Full orkuskipti ríkisflota og samgönguþjónustu fyrir 2030. Þessi aðgerð felur einfaldlega í sér að ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki klára orkuskipti í sínum flota fyrir árið 2030 þ.e. í flokki fólksbíla og sendibíla. Sem sagt að allar fólks- og sendibifreiðar í eigu og notkun ríkisins keyri að fullu á íslenskri, endurnýjanlegri orku í lok árs 2029. Einhverjum mun finnast þetta galið en þá má spyrja á móti hvort ekki væri galið ef íslenska ríkið myndi ekki velja íslenska orku á sínar bifreiðar. Einnig má spyrja hvort ekki sé galið að íslenska ríkið velji ekki samgöngutækni sem eru þrefalt orkunýtnari en bílar sem keyra á jarðefnaeldsneyti. Svo myndu einhverjir segja að það gæti verið galið að íslenska ríkið velji frekar bíla sem skila frá sér heilsuspillandi mengun frekar en bíla sem losa ekkert. Lykilatriði er svo einfaldlega að rafknúnar samgöngur eru að jafnaði hagkvæmari þegar kaup og rekstur er borin saman við bensín- og dísilbíla. Tæknilega mögulegt En er þetta tæknilega hægt? Aðgerðaráætlun var m.a. unnin í góðu samstarfi við Bílgreinasambandið sem eru samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum. Sérfræðingar þar töldu enga tæknilega annmarka á því að rafknúin ökutæki, í flokki fólks- og sendibíla, gætu tekið við jarðefnaeldsneytisbílum í starfsemi ríkisins á næstu sex árum. Ef einhverjir bílar henta ekki í dag þá mun það örugglega breytast á næstu sex árum með nýjum tegundum rafbíla. Til að skoða þetta nánar fóru Orkustofnun, Rafbílastöðin og Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) í greiningarverkefni á flota stofnunarinnar. HSN var sérstaklega valin sem stofnun sem rekur stóran flota, 40 bíla, sem þurfa að keyra á víðfeðmu svæði á Norðurlandi. Á þessu svæði eru innviðir einna styst á veg komnir á landsvísu og veðurfar er með þeim hætti að glíma þarf við kulda og snjó stóran hluta ársins. Greiningarbúnaður var settur í allar bifreiðar stofnunarinnar og aksturinn skráður nákvæmlega í heilt ár. Kerfið, sem Rafbílastöðin býður upp á, metur svo tæknilega rafbílahæfni hvers ökutækis þ.e. hvort rafbíll geti uppfyllt sömu þjónustu miðað við aksturstölur viðkomandi bensín- eða dísilbifreiðar. Einnig getur kerfið metið fjárhagslegan fýsileika þess að skipta yfir í sambærilegan rafbíl fyrir hvert og eitt ökutæki. Niðurstöður eftir eitt ár voru mjög nákvæmar og ítarlegar en til að gera langa sögu stutta þá kom í ljós að tæknilega var vel mögulegt að skipta öllum bílum út fyrir sambærilegan rafbíl. Þess má geta að veturinn var sá kaldasti á þessari öld. Það kom líka í ljós að það borgaði sig fjárhagslega að skipta í rafbíla fyrir allan flotann þegar kaup og rekstur voru tekin saman. Annað dæmi um krefjandi bifreiðanotkun þar sem rafbílavæðing er hafin er hjá lögreglunni á Vesturlandi. Þar hafa verið teknir í notkun rafbílar sem þurfa að dekka stórt athafnasvæði við erfiðar aðstæður. Rafbílarnir hafa reynst vel og sparað mikinn eldsneytis- og viðhaldskostnað. Bílaleigubílar og leigubílar Ríkið er líka að kaupa heilmikið af samgönguþjónustu í gegnum bílaleigur og leigubíla. Bílaleigur og leigubílafyrirtæki hafa nú komið sér upp dágóðum flota af rafbílum og ekkert því til fyrirstöðu eða festa rækilega í sessi kröfu á ríkisstofnanir og fyrirtæki að rafknúin ökutæki séu ávalt valin þegar slík samgönguþjónusta er keypt. Auðvitað geta komið upp útgildi eins og ef leigja þarf fjallabíl til jöklarannsókna þar sem innviðir eru ekki enn komnir. Það breytir ekki þeirri staðreynd að yfirgnæfandi meirihluta aðkeyptrar samgönguþjónustu er mögulegt að mæta með rafbílum. Áfram gakk Orkuskipti í samgöngum hjá ríkinu eru ekki á neinum byrjunarreit og stór hluti stofnana þegar byrjaður á þessari vegferð. Nú þurfa forstöðumenn ríkisstofnana, ef þeir eru ekki þegar búnir að því, að setja upp orkuskiptaáætlun til 2030 og festa í sessi reglur um kaup á samgönguþjónustu sem tryggir nýtingu á rafknúnum ökutækjum sem nota íslenska og mengunarlausa raforku. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun