Hrædd um að hún mæti óvart í gömlu vinnuna í fyrramálið Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 30. júní 2024 22:06 Séra Guðrún Karls Helgudóttir messaði í síðasta skipti sem sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli í dag. Vísir Séra Guðrún Karls Helgudóttir, verðandi biskup Íslands, stýrði í dag sinni síðustu messu sem sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Guðrún tekur formlega við sem biskup á morgun. Fréttamaður hitti Guðrúnu í kvöld, en fullt var úr dyrum í kveðjumessunni hennar. Hún segir daginn hafa verið tilfinningaþrunginn. „Ég var hrærð. Ég á vart til orð yfir þessum degi. Það komu náttúrlega mjög margir, svona á miðju sumri, sem mér finnst einstakt og ég er ákaflega þakklát fyrir það,“ segir Guðrún. Hún hefur starfað í Grafarvogskirkju í sextán ár og segir einstakt að fá að þjóna í Grafarvogssöfnuði. „Þetta hefur verið svo stór hluti af mínu lífi svo lengi að ég er hrædd um að ég mæti óvart hingað í fyrramálið. Ef ég verð sein í vinnuna á morgun þá er það vegna þess að ég er hér,“ segir Guðrún glottandi. Hvernig lítur morgundagurinn út hjá þér? „Ég veit það ekki alveg. Ég mæti á nýjan vinnustað, á nýja skrifstofu. Ég mun hitta samstarfsfólkið verðandi. Einhver viðtöl bókuð. Annars veit ég það ekki.“ Þetta komi allt í ljós. „Þetta verður skrítið en ég er mjög bjartsýn og hlakka mikið til. Og ég finn svo mikinn meðbyr og gleði og kraft í kirkjunni núna og hlakka til að nýta hann til þess að halda áfram að vera sú sterka og góða kirkja sem við erum kölluð til að vera. “ Guðrún tekur við embætti biskups Íslands á morgun, 1. júlí, en verður vígð þann 1. september. „Þannig að ég verð í tvo mánuði biskup sem mun ekki vígja presta eða kirkjur eða svoleiðis. En annað mun ég geta gert.“ Röðin í altarisgönguna var löng.Vísir Í messunni var þétt setið.Vísir Kórinn söng.Vísir Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Fréttamaður hitti Guðrúnu í kvöld, en fullt var úr dyrum í kveðjumessunni hennar. Hún segir daginn hafa verið tilfinningaþrunginn. „Ég var hrærð. Ég á vart til orð yfir þessum degi. Það komu náttúrlega mjög margir, svona á miðju sumri, sem mér finnst einstakt og ég er ákaflega þakklát fyrir það,“ segir Guðrún. Hún hefur starfað í Grafarvogskirkju í sextán ár og segir einstakt að fá að þjóna í Grafarvogssöfnuði. „Þetta hefur verið svo stór hluti af mínu lífi svo lengi að ég er hrædd um að ég mæti óvart hingað í fyrramálið. Ef ég verð sein í vinnuna á morgun þá er það vegna þess að ég er hér,“ segir Guðrún glottandi. Hvernig lítur morgundagurinn út hjá þér? „Ég veit það ekki alveg. Ég mæti á nýjan vinnustað, á nýja skrifstofu. Ég mun hitta samstarfsfólkið verðandi. Einhver viðtöl bókuð. Annars veit ég það ekki.“ Þetta komi allt í ljós. „Þetta verður skrítið en ég er mjög bjartsýn og hlakka mikið til. Og ég finn svo mikinn meðbyr og gleði og kraft í kirkjunni núna og hlakka til að nýta hann til þess að halda áfram að vera sú sterka og góða kirkja sem við erum kölluð til að vera. “ Guðrún tekur við embætti biskups Íslands á morgun, 1. júlí, en verður vígð þann 1. september. „Þannig að ég verð í tvo mánuði biskup sem mun ekki vígja presta eða kirkjur eða svoleiðis. En annað mun ég geta gert.“ Röðin í altarisgönguna var löng.Vísir Í messunni var þétt setið.Vísir Kórinn söng.Vísir
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira