Hrædd um að hún mæti óvart í gömlu vinnuna í fyrramálið Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 30. júní 2024 22:06 Séra Guðrún Karls Helgudóttir messaði í síðasta skipti sem sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli í dag. Vísir Séra Guðrún Karls Helgudóttir, verðandi biskup Íslands, stýrði í dag sinni síðustu messu sem sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Guðrún tekur formlega við sem biskup á morgun. Fréttamaður hitti Guðrúnu í kvöld, en fullt var úr dyrum í kveðjumessunni hennar. Hún segir daginn hafa verið tilfinningaþrunginn. „Ég var hrærð. Ég á vart til orð yfir þessum degi. Það komu náttúrlega mjög margir, svona á miðju sumri, sem mér finnst einstakt og ég er ákaflega þakklát fyrir það,“ segir Guðrún. Hún hefur starfað í Grafarvogskirkju í sextán ár og segir einstakt að fá að þjóna í Grafarvogssöfnuði. „Þetta hefur verið svo stór hluti af mínu lífi svo lengi að ég er hrædd um að ég mæti óvart hingað í fyrramálið. Ef ég verð sein í vinnuna á morgun þá er það vegna þess að ég er hér,“ segir Guðrún glottandi. Hvernig lítur morgundagurinn út hjá þér? „Ég veit það ekki alveg. Ég mæti á nýjan vinnustað, á nýja skrifstofu. Ég mun hitta samstarfsfólkið verðandi. Einhver viðtöl bókuð. Annars veit ég það ekki.“ Þetta komi allt í ljós. „Þetta verður skrítið en ég er mjög bjartsýn og hlakka mikið til. Og ég finn svo mikinn meðbyr og gleði og kraft í kirkjunni núna og hlakka til að nýta hann til þess að halda áfram að vera sú sterka og góða kirkja sem við erum kölluð til að vera. “ Guðrún tekur við embætti biskups Íslands á morgun, 1. júlí, en verður vígð þann 1. september. „Þannig að ég verð í tvo mánuði biskup sem mun ekki vígja presta eða kirkjur eða svoleiðis. En annað mun ég geta gert.“ Röðin í altarisgönguna var löng.Vísir Í messunni var þétt setið.Vísir Kórinn söng.Vísir Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Fréttamaður hitti Guðrúnu í kvöld, en fullt var úr dyrum í kveðjumessunni hennar. Hún segir daginn hafa verið tilfinningaþrunginn. „Ég var hrærð. Ég á vart til orð yfir þessum degi. Það komu náttúrlega mjög margir, svona á miðju sumri, sem mér finnst einstakt og ég er ákaflega þakklát fyrir það,“ segir Guðrún. Hún hefur starfað í Grafarvogskirkju í sextán ár og segir einstakt að fá að þjóna í Grafarvogssöfnuði. „Þetta hefur verið svo stór hluti af mínu lífi svo lengi að ég er hrædd um að ég mæti óvart hingað í fyrramálið. Ef ég verð sein í vinnuna á morgun þá er það vegna þess að ég er hér,“ segir Guðrún glottandi. Hvernig lítur morgundagurinn út hjá þér? „Ég veit það ekki alveg. Ég mæti á nýjan vinnustað, á nýja skrifstofu. Ég mun hitta samstarfsfólkið verðandi. Einhver viðtöl bókuð. Annars veit ég það ekki.“ Þetta komi allt í ljós. „Þetta verður skrítið en ég er mjög bjartsýn og hlakka mikið til. Og ég finn svo mikinn meðbyr og gleði og kraft í kirkjunni núna og hlakka til að nýta hann til þess að halda áfram að vera sú sterka og góða kirkja sem við erum kölluð til að vera. “ Guðrún tekur við embætti biskups Íslands á morgun, 1. júlí, en verður vígð þann 1. september. „Þannig að ég verð í tvo mánuði biskup sem mun ekki vígja presta eða kirkjur eða svoleiðis. En annað mun ég geta gert.“ Röðin í altarisgönguna var löng.Vísir Í messunni var þétt setið.Vísir Kórinn söng.Vísir
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira