Býst ekki við nýju eldgosi Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2024 11:55 Þorvaldur Þórðarson er eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur telur meiri líkur en minni á að það hefjist ekki nýtt gos í Sundhnúksgígaröðinni á næstunni. Hægt hafi á flæði inn í dýpri kvikugeymsluna undir Svartsengi upp á síðkastið. Nokkrum dögum eftir að eldgosið þann 29. maí hófst fór land við Svartsengi að rísa á ný. Landrisið hefur haldist nokkuð stöðugt og verið um einn millimetri á sólarhring. Í gær tilkynnti Veðurstofan að hraði landrisins hefði aukist eftir að gosinu lauk fyrir viku síðan og það væri nú orðið hraðar en áður en gosið hófst. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ekkert í hans gögnum bendi til þess að hraðinn hafi aukist. „Málin standa þá þannig núna að ef þetta landris heldur áfram á þessum hraða sem það er búið að vera á, þá myndi svæðið vera komið í þá stöðu að geta fengið annað gos eftir svona þrjá mánuði. Í lok september,“ segir Þorvaldur. Það sé þó alls ekkert víst að það verði annað gos. Flæði í dýpri kvikugeymsluna undir svæðinu, sem hefur verið að dæla kviku inn í grynnri geymsluna, fari minnkandi. „Ef við reiknum með því að hraðinn á minnkuninni haldist sá sami í náinni framtíð, ættum við að vera komin í núllpunkt þar í lok ágúst, byrjun september. Ef það lokast fyrir flæði úr dýpra hólfinu áður en að grynnra hólfið nær þessum krítíska punkti að geta farið aftur í eldgos, þá auðvitað hætti þessi umbrot,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur telur að miðað hver staðan er sé líklegra að ekki komi til nýs eldgoss. Ef nýtt gos hefst verði það að öllum líkindum á sama svæði og þau fyrri. „Þannig það gæti vel verið að við sæjum bara mjög svipaða atburðarás eins og við höfum séð í undanförnum gosum. Að minnsta kosti síðustu tveimur gosum,“ segir Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Nokkrum dögum eftir að eldgosið þann 29. maí hófst fór land við Svartsengi að rísa á ný. Landrisið hefur haldist nokkuð stöðugt og verið um einn millimetri á sólarhring. Í gær tilkynnti Veðurstofan að hraði landrisins hefði aukist eftir að gosinu lauk fyrir viku síðan og það væri nú orðið hraðar en áður en gosið hófst. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ekkert í hans gögnum bendi til þess að hraðinn hafi aukist. „Málin standa þá þannig núna að ef þetta landris heldur áfram á þessum hraða sem það er búið að vera á, þá myndi svæðið vera komið í þá stöðu að geta fengið annað gos eftir svona þrjá mánuði. Í lok september,“ segir Þorvaldur. Það sé þó alls ekkert víst að það verði annað gos. Flæði í dýpri kvikugeymsluna undir svæðinu, sem hefur verið að dæla kviku inn í grynnri geymsluna, fari minnkandi. „Ef við reiknum með því að hraðinn á minnkuninni haldist sá sami í náinni framtíð, ættum við að vera komin í núllpunkt þar í lok ágúst, byrjun september. Ef það lokast fyrir flæði úr dýpra hólfinu áður en að grynnra hólfið nær þessum krítíska punkti að geta farið aftur í eldgos, þá auðvitað hætti þessi umbrot,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur telur að miðað hver staðan er sé líklegra að ekki komi til nýs eldgoss. Ef nýtt gos hefst verði það að öllum líkindum á sama svæði og þau fyrri. „Þannig það gæti vel verið að við sæjum bara mjög svipaða atburðarás eins og við höfum séð í undanförnum gosum. Að minnsta kosti síðustu tveimur gosum,“ segir Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira