Svekkjandi uppgjör og aðstoðarforstjórinn látinn róa Árni Sæberg skrifar 29. júní 2024 07:55 Stjórnendur Ölgerðinnar, sem fækkaði um einn í gær, hafa lækkað afkomuspá félagins. Vísir/Vilhelm Ölgerðin tilkynnti í gær að staða aðstoðarforstjóra hafi verið lögð niður og Gunnari B. Sigurgeirssyni, sem gegnt hefur þeirri stöðu, hafi verið sagt upp störfum. Daginn áður birti félagið ársfjórðungsuppgjör og lækkaði afkomuspá. Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að breytingar á skipuriti taki þegar gildi. „Gunnar hefur starfað hjá Ölgerðinni síðan 2008 og komið að þróun og uppbyggingu á flestum vörumerkjum Ölgerðarinnar. Ég þakka honum fyrir óeigingjarnt starf í gegnum árin og óska honum velfarnaðar í framtíðinni“, er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. Töluvert minni hagnaður Í fyrri tilkynningu félagsins segir að vörusala samstæðu Ölgerðarinnar hafi verið tvö prósent meiri á fyrsta ársfjórðungi 2024 en á sama tímabili 2023 og framlegð aukist um sjö prósent. EBITDA, hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir, hafi numið 1.055 milljónum króna samanborið við 1.157 milljónir króna á fyrsta árfjórðungi ársins 2023, sem jafngildi níu prósent lækkun milli ára. Hagnaður eftir skatta hafi verið 482 milljónir króna á ársfjórðungnum og lækki um helming frá fyrra ári. Sé leiðrétt fyrir einskiptishlutdeildartekjum frá sama tímabili í fyrra að upphæð 386 milljónum króna lækki hagnaður um 114 milljónir króna frá fyrra ári, eða nítján prósent. Eigið fé í lok fyrsta ársfjórðungs 2024 hafi numið 15,8 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall verið 48,2 prósent, samanborið við 49,1 prósent við lok síðasta fjárhagsárs. Collab hefur slæm áhrif á afkomuspá Í tilkynningunni segir að afkomuspá stjórnenda fyrir samstæðu Ölgerðarinnar geri ráð fyrir að EBITDA verði 5.100 til 5.500 milljónir króna í stað 5.500 til 5.900 milljóna króna afkomuspár við upphaf fjárhagsársins. Afkomuspá lækki aðallega vegna útlits um minnkandi tekjur af ferðamönnum vegna fækkunar gistinátta á þessu ári og minni neyslu. Af lækkun afkomuspár séu 100 milljónir króna vegna aukinnar markaðssóknar Collab erlendis. Í fyrri spá hafi verið gert ráð fyrir 200 milljóna króna neikvæðum áhrifum á EBITDA. Samtals sé því gert ráð fyrir 300 milljóna króna neikvæðum áhrifum vegna útflutnings á Collab. Neikvæð áhrif á EBITDA vegna Collab útflutnings hafi numið fimmtíu milljónum króna á ársfjórðungnum. Ölgerðin Gosdrykkir Vistaskipti Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að breytingar á skipuriti taki þegar gildi. „Gunnar hefur starfað hjá Ölgerðinni síðan 2008 og komið að þróun og uppbyggingu á flestum vörumerkjum Ölgerðarinnar. Ég þakka honum fyrir óeigingjarnt starf í gegnum árin og óska honum velfarnaðar í framtíðinni“, er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. Töluvert minni hagnaður Í fyrri tilkynningu félagsins segir að vörusala samstæðu Ölgerðarinnar hafi verið tvö prósent meiri á fyrsta ársfjórðungi 2024 en á sama tímabili 2023 og framlegð aukist um sjö prósent. EBITDA, hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir, hafi numið 1.055 milljónum króna samanborið við 1.157 milljónir króna á fyrsta árfjórðungi ársins 2023, sem jafngildi níu prósent lækkun milli ára. Hagnaður eftir skatta hafi verið 482 milljónir króna á ársfjórðungnum og lækki um helming frá fyrra ári. Sé leiðrétt fyrir einskiptishlutdeildartekjum frá sama tímabili í fyrra að upphæð 386 milljónum króna lækki hagnaður um 114 milljónir króna frá fyrra ári, eða nítján prósent. Eigið fé í lok fyrsta ársfjórðungs 2024 hafi numið 15,8 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall verið 48,2 prósent, samanborið við 49,1 prósent við lok síðasta fjárhagsárs. Collab hefur slæm áhrif á afkomuspá Í tilkynningunni segir að afkomuspá stjórnenda fyrir samstæðu Ölgerðarinnar geri ráð fyrir að EBITDA verði 5.100 til 5.500 milljónir króna í stað 5.500 til 5.900 milljóna króna afkomuspár við upphaf fjárhagsársins. Afkomuspá lækki aðallega vegna útlits um minnkandi tekjur af ferðamönnum vegna fækkunar gistinátta á þessu ári og minni neyslu. Af lækkun afkomuspár séu 100 milljónir króna vegna aukinnar markaðssóknar Collab erlendis. Í fyrri spá hafi verið gert ráð fyrir 200 milljóna króna neikvæðum áhrifum á EBITDA. Samtals sé því gert ráð fyrir 300 milljóna króna neikvæðum áhrifum vegna útflutnings á Collab. Neikvæð áhrif á EBITDA vegna Collab útflutnings hafi numið fimmtíu milljónum króna á ársfjórðungnum.
Ölgerðin Gosdrykkir Vistaskipti Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira