Verst fyrir fámennustu ríkin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. júní 2024 10:00 Væntanlega getum við verið sammála um það að hálfur þingmaður á Alþingi væri ekki beinlínis ávísun á áhrif þar á bæ. Hvað þá einungis 5% af þingmanni. Þetta er engu að síður sambærilegt við það vægi sem Ísland myndi hafa annars vegar á þingi Evrópusambandsins og hins vegar allajafna í ráðherraráði þess kæmi til inngöngu landsins í sambandið. Vægi ríkja innan þess fer enda fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Hér er einfaldlega byggt á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Þetta eru þær tvær af meginstofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa. Hvað framkvæmdastjórn þess varðar er þeim sem þar sitja óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Þeir eru einfaldlega embættismenn sambandsins. Varðandi forseta þingsins eru þeir ekki fulltrúar heimalanda sinna heldur einungis þingflokksins sem þeir tilheyra. Við töku ákvarðana í ráðherraráði Evrópusambandsins var einróma samþykki ríkjanna áður reglan en heyrir nú til undantekninga. Telja má nær á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem það á enn við um. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegs- né orkumál sem skipta okkur miklu. Þetta hefur eðlilega komið sér verst fyrir fámennustu ríki sambandsins og sömuleiðis sífellt meiri tenging á vægi ríkjanna við íbúafjölda þeirra. Vaxandi uppgangur öfgaflokka Hið prýðilegasta tilefni til þess að rifja upp þessi meginatriði gafst með grein Oles Antons Bieltvedts á Vísir.is í gær. Þar mótmælir hann þeim raunar hvorki né hrekur en kýs í rökþroti sínu þess í stað að reyna að bendla mig við öfgaflokka, sem illu heilli hefur vaxið ásmegin innan Evrópusambandsins á liðnum árum og ekki sízt í þingkosningum þess nýverið, fyrir þá sök eina að vilja ekki að Ísland gangi í sambandið. Hitt er annað mál að á meðal þess sem mér þykir einmitt varhugavert varðandi þróun Evrópusambandsins eru vaxandi áhrif öfgaflokka innan þess. Bæði í ríkjum og stofnunum þess og sem skilgreindir eru bæði til hægri og vinstri. Gjarnan er raunar lítill eða óljós munur þar á. Ole Anton virðist hins vegar hafa veitt þeim syndaaflausn hvað sig varðar þar sem þeir séu flestir orðnir sammála honum varðandi sambandið. Franski öfgaflokkurinn Rassemblement National með Marine Le Pen í broddi fylkingar varð stærsti flokkur Frakklands, annars fjölmennasta ríkis sambandsins, á þinginu og búizt við að hann verði einnig stærstur á franska þinginu í þingkosningunum sem hefjast á morgun. Staðan er ekki mikið gæfulegri í Þýzkalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, og hið sama er að segja um ófá önnur ríki innan sambandsins. Til verði evrópskt sambandsríki Margt fleira er að mínu áliti varhugavert varðandi þróun Evrópusambandsins en sáralítið og minnandi vægi fámennari ríkja þess og vaxandi uppgangur öfgaflokka innan sambandsins sem gerir ekki inngöngu í það eftirsóknarverðari í mínum augum. Hið sama á ekki síður til að mynda við um markmið samrunans innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Væntanlega getum við verið sammála um það að hálfur þingmaður á Alþingi væri ekki beinlínis ávísun á áhrif þar á bæ. Hvað þá einungis 5% af þingmanni. Þetta er engu að síður sambærilegt við það vægi sem Ísland myndi hafa annars vegar á þingi Evrópusambandsins og hins vegar allajafna í ráðherraráði þess kæmi til inngöngu landsins í sambandið. Vægi ríkja innan þess fer enda fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Hér er einfaldlega byggt á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Þetta eru þær tvær af meginstofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa. Hvað framkvæmdastjórn þess varðar er þeim sem þar sitja óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Þeir eru einfaldlega embættismenn sambandsins. Varðandi forseta þingsins eru þeir ekki fulltrúar heimalanda sinna heldur einungis þingflokksins sem þeir tilheyra. Við töku ákvarðana í ráðherraráði Evrópusambandsins var einróma samþykki ríkjanna áður reglan en heyrir nú til undantekninga. Telja má nær á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem það á enn við um. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegs- né orkumál sem skipta okkur miklu. Þetta hefur eðlilega komið sér verst fyrir fámennustu ríki sambandsins og sömuleiðis sífellt meiri tenging á vægi ríkjanna við íbúafjölda þeirra. Vaxandi uppgangur öfgaflokka Hið prýðilegasta tilefni til þess að rifja upp þessi meginatriði gafst með grein Oles Antons Bieltvedts á Vísir.is í gær. Þar mótmælir hann þeim raunar hvorki né hrekur en kýs í rökþroti sínu þess í stað að reyna að bendla mig við öfgaflokka, sem illu heilli hefur vaxið ásmegin innan Evrópusambandsins á liðnum árum og ekki sízt í þingkosningum þess nýverið, fyrir þá sök eina að vilja ekki að Ísland gangi í sambandið. Hitt er annað mál að á meðal þess sem mér þykir einmitt varhugavert varðandi þróun Evrópusambandsins eru vaxandi áhrif öfgaflokka innan þess. Bæði í ríkjum og stofnunum þess og sem skilgreindir eru bæði til hægri og vinstri. Gjarnan er raunar lítill eða óljós munur þar á. Ole Anton virðist hins vegar hafa veitt þeim syndaaflausn hvað sig varðar þar sem þeir séu flestir orðnir sammála honum varðandi sambandið. Franski öfgaflokkurinn Rassemblement National með Marine Le Pen í broddi fylkingar varð stærsti flokkur Frakklands, annars fjölmennasta ríkis sambandsins, á þinginu og búizt við að hann verði einnig stærstur á franska þinginu í þingkosningunum sem hefjast á morgun. Staðan er ekki mikið gæfulegri í Þýzkalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, og hið sama er að segja um ófá önnur ríki innan sambandsins. Til verði evrópskt sambandsríki Margt fleira er að mínu áliti varhugavert varðandi þróun Evrópusambandsins en sáralítið og minnandi vægi fámennari ríkja þess og vaxandi uppgangur öfgaflokka innan sambandsins sem gerir ekki inngöngu í það eftirsóknarverðari í mínum augum. Hið sama á ekki síður til að mynda við um markmið samrunans innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun