Íslensku stelpurnar spila um sjöunda sætið eftir tap í spennuleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2024 17:36 Lilja Ágústsdóttir skoraði tólf mörk í leiknum í dag. Vísir/Anton Íslensku stelpurnar gáfust ekki upp þótt á móti blési á móti sterku liði Svía á HM í dag en urðu að lokum að sætta sig við tap eftir æsispennandi leik. Íslenska tuttugu ára landsliðs kvenna í handbolta tapaði sínum þriðja leik í röð á heimsmeistaramótinu í Norður Makedóníu og það því ljóst að þær spila um sjöunda sætinu á mótinu. Svíar unnu leikinn með tveimur mörkum, 33-31 og spila því um fimmta sætið. Lilja Ágústsdóttir fór áfram á kostum og skoraði tólf mörk úr tólfskotum. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fjögur mörk og þær Inga Dís Jóhannsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín voru allar með þrjú mörk hver. Íslenska liðið spilaði þennan mikilvægan leik á móti Svíum innan við sólarhring eftir rosalegan framlengdan leik á móti Ungverjalandi í átta liða úrslitunum. Liðið sýndi enn á ný karakter með að gefast ekki upp þótt liðið lenti undir. Íslenska liðið var tveimur mörkum yfir í upphafi leiks, 5-3, en Svíarnir skoruðu þá fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið í leiknum. Þær náðu þriggja marka forskoti og voru mest fjórum mörkum yfir í hálfleiknum. Íslenska liðið minnkaði muninn aftur og í hálfleik munaði tveimur mörkum, Svíar voru 17-15 yfir. Lilja Ágústsdóttir var með sex mörk úr sex skotum í fyrri hálfleiknum. Íslensku stelpurnar komu mjög grimmar inn í seinni hálfleikinn og voru komnar yfir í 23-22 þegar tíu mínútur voru liðnar. Þær komust seinna tveimur mörkum yfir en Svíar svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur frumkvæðinu. Íslenska liðið var þó aldrei langt undan og hélt sér inn í leiknum. Svíar voru einu marki yfir á lokamínútunni en með boltann. Þær nýttu síðustu sóknina og tryggðu sér sigurinn. Íslenska liðið vann fjóra fyrstu leiki sína á mótinu og tryggði sér með því sæti í átta liða úrslitunum. Síðan þá hefur íslenska liðið tapað þremur leikjum í röð á móti Portúgal, Ungverjalandi og nú Svíþjóð. Ekki beint endirinn á mótinu sem vonast var eftir en stelpurnar eru engu að síður meðal þeirra átta bestu í heimi í sínum aldursflokki. Handbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Íslenska tuttugu ára landsliðs kvenna í handbolta tapaði sínum þriðja leik í röð á heimsmeistaramótinu í Norður Makedóníu og það því ljóst að þær spila um sjöunda sætinu á mótinu. Svíar unnu leikinn með tveimur mörkum, 33-31 og spila því um fimmta sætið. Lilja Ágústsdóttir fór áfram á kostum og skoraði tólf mörk úr tólfskotum. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fjögur mörk og þær Inga Dís Jóhannsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín voru allar með þrjú mörk hver. Íslenska liðið spilaði þennan mikilvægan leik á móti Svíum innan við sólarhring eftir rosalegan framlengdan leik á móti Ungverjalandi í átta liða úrslitunum. Liðið sýndi enn á ný karakter með að gefast ekki upp þótt liðið lenti undir. Íslenska liðið var tveimur mörkum yfir í upphafi leiks, 5-3, en Svíarnir skoruðu þá fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið í leiknum. Þær náðu þriggja marka forskoti og voru mest fjórum mörkum yfir í hálfleiknum. Íslenska liðið minnkaði muninn aftur og í hálfleik munaði tveimur mörkum, Svíar voru 17-15 yfir. Lilja Ágústsdóttir var með sex mörk úr sex skotum í fyrri hálfleiknum. Íslensku stelpurnar komu mjög grimmar inn í seinni hálfleikinn og voru komnar yfir í 23-22 þegar tíu mínútur voru liðnar. Þær komust seinna tveimur mörkum yfir en Svíar svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur frumkvæðinu. Íslenska liðið var þó aldrei langt undan og hélt sér inn í leiknum. Svíar voru einu marki yfir á lokamínútunni en með boltann. Þær nýttu síðustu sóknina og tryggðu sér sigurinn. Íslenska liðið vann fjóra fyrstu leiki sína á mótinu og tryggði sér með því sæti í átta liða úrslitunum. Síðan þá hefur íslenska liðið tapað þremur leikjum í röð á móti Portúgal, Ungverjalandi og nú Svíþjóð. Ekki beint endirinn á mótinu sem vonast var eftir en stelpurnar eru engu að síður meðal þeirra átta bestu í heimi í sínum aldursflokki.
Handbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira