„Stökk upp í rúm og sparkaði ítrekað í höfuðið á honum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. júní 2024 17:31 Maðurinn lést í íbúð Dagbjartar í Bátavogi. Vísir/Vilhelm Par sem var með Dagbjörtu Rúnarsdóttur og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sömu helgi og atvikið átti sér stað lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar hún stökk upp í rúm og sparkaði í höfuð mannsins þar sem hann lá stuttu áður en að maðurinn lést. Í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð Bátavogs málsins svokallaða en líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp en hún er grunuð um að hafa orðið sextugum manni að bana í íbúð sinni í Bátavogi í september á síðasta ári. Hinn látni hafi sagt við parið stuttu fyrir atvikið að hann ætlaði að fara frá Dagbjörtu og koma sér fyrir erlendis. Parið sagði að maðurinn átti það til að segja svona lagað eftir mikla áfengisdrykkju. Var í sturlunarástandi vegna hundsins „Við vorum í neyslu þarna. Ég og kærasta mín erum með þeim og erum yfir nótt og förum með Dagbjörtu niður í bæ og síðan komum við þarna aftur seinna og þá komum við bara að henni í sturlunarástandi og hundurinn upp á borði,“ sagði maður sem lýsti sér sem kunningja Dagbjartar. Þau höfðu þá verið í íbúðinni í Bátavogi að neyta áfengis og amfetamíns áður en þau fóru í miðbæ Reykjavíkur en þegar þau komu til baka var hundur Dagbjartar dauður. Maðurinn sagði að við það hafi Dagbjört orðið alveg brjáluð. „Hún stökk upp í rúm og sparkaði ítrekað í höfuðið á honum. Hún stendur í rúminu og sparkar í hann liggjandi. Hann gerði ekki neitt. Öskraði bara. Ég stoppaði hana strax af,“ sagði maðurinn. Stakk upp á því að setja hundinn í frystinn Hann tók fram að áður en þau fóru úr íbúðinni hafi brotaþoli komið fram og verið valtur á fótum og að það hafi sést að hann væri undir áhrifum áfengis. Dagbjört hafi verið undir miklum áhrifum af neyslu amfetamíns og í miklu uppnámi vegna dauða hundsins. Maðurinn stakk þá upp á því að setja hundinn í frystinn áður en hann yrði jarðaður við sumarbústað. Þegar parið yfirgaf íbúðina hafi Dagbjört og maðurinn verið grátandi í faðmlögum. Parið gerði ráð fyrir að þau væru búin að sættast en stuttu síðar lést maðurinn af áverkum í öndunarvegi. Kýldi brotaþola ítrekað í gríni Parið tók fram að þeim þætti ólíklegt að maðurinn hafi drepið hundinn. Maðurinn segir þó að Dagbjört hafi ítrekað sakað brotaþola um dráp hundsins. Parið kippti sér ekki mikið upp við ofbeldi Dagbjartar gagnvart manninum en þau nefndu að hún hafi átt það til að kýla hann ítrekað. Maðurinn sagði þó að það hafi í mestu verið gert í gríni og hafi ekki verið alvarlegt. Hann tók fram að brotaþoli hafi aldrei beitt hana ofbeldi svo hann vissi og að hann hafi verið ljúfur maður. Sváfu í sama rúmi Parið vissi ekki til þess hvort að Dagbjört og hinn látni hafi verið í ástarsambandi þó að þau hafi sofið í sama rúmi. Þau hafi ávallt sagst vera góðir vinir. „Þetta voru bara eins og venjuleg samskipti þeirra á milli. Hún kýldi hann og síðan voru þau orðin vinir strax aftur,“ sagði kunningi þeirra Parið sagði Dagbjörtu hafa sambönd í undirheimum Íslands og að hún hafi verið að selja amfetamín og annað slíkt. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð Bátavogs málsins svokallaða en líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp en hún er grunuð um að hafa orðið sextugum manni að bana í íbúð sinni í Bátavogi í september á síðasta ári. Hinn látni hafi sagt við parið stuttu fyrir atvikið að hann ætlaði að fara frá Dagbjörtu og koma sér fyrir erlendis. Parið sagði að maðurinn átti það til að segja svona lagað eftir mikla áfengisdrykkju. Var í sturlunarástandi vegna hundsins „Við vorum í neyslu þarna. Ég og kærasta mín erum með þeim og erum yfir nótt og förum með Dagbjörtu niður í bæ og síðan komum við þarna aftur seinna og þá komum við bara að henni í sturlunarástandi og hundurinn upp á borði,“ sagði maður sem lýsti sér sem kunningja Dagbjartar. Þau höfðu þá verið í íbúðinni í Bátavogi að neyta áfengis og amfetamíns áður en þau fóru í miðbæ Reykjavíkur en þegar þau komu til baka var hundur Dagbjartar dauður. Maðurinn sagði að við það hafi Dagbjört orðið alveg brjáluð. „Hún stökk upp í rúm og sparkaði ítrekað í höfuðið á honum. Hún stendur í rúminu og sparkar í hann liggjandi. Hann gerði ekki neitt. Öskraði bara. Ég stoppaði hana strax af,“ sagði maðurinn. Stakk upp á því að setja hundinn í frystinn Hann tók fram að áður en þau fóru úr íbúðinni hafi brotaþoli komið fram og verið valtur á fótum og að það hafi sést að hann væri undir áhrifum áfengis. Dagbjört hafi verið undir miklum áhrifum af neyslu amfetamíns og í miklu uppnámi vegna dauða hundsins. Maðurinn stakk þá upp á því að setja hundinn í frystinn áður en hann yrði jarðaður við sumarbústað. Þegar parið yfirgaf íbúðina hafi Dagbjört og maðurinn verið grátandi í faðmlögum. Parið gerði ráð fyrir að þau væru búin að sættast en stuttu síðar lést maðurinn af áverkum í öndunarvegi. Kýldi brotaþola ítrekað í gríni Parið tók fram að þeim þætti ólíklegt að maðurinn hafi drepið hundinn. Maðurinn segir þó að Dagbjört hafi ítrekað sakað brotaþola um dráp hundsins. Parið kippti sér ekki mikið upp við ofbeldi Dagbjartar gagnvart manninum en þau nefndu að hún hafi átt það til að kýla hann ítrekað. Maðurinn sagði þó að það hafi í mestu verið gert í gríni og hafi ekki verið alvarlegt. Hann tók fram að brotaþoli hafi aldrei beitt hana ofbeldi svo hann vissi og að hann hafi verið ljúfur maður. Sváfu í sama rúmi Parið vissi ekki til þess hvort að Dagbjört og hinn látni hafi verið í ástarsambandi þó að þau hafi sofið í sama rúmi. Þau hafi ávallt sagst vera góðir vinir. „Þetta voru bara eins og venjuleg samskipti þeirra á milli. Hún kýldi hann og síðan voru þau orðin vinir strax aftur,“ sagði kunningi þeirra Parið sagði Dagbjörtu hafa sambönd í undirheimum Íslands og að hún hafi verið að selja amfetamín og annað slíkt.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira