Áskorun ÖBÍ og Þroskahjálpar til ráðherra og þingmanna Alma Ýr Ingólfsdóttir og Unnur Helga Óttarsdóttir skrifa 28. júní 2024 16:31 Við, Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, og Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálp, höfum sent öllum ráðherrum og þingmönnum áskorun vegna niðurstöðu úrskurðar um brottflutning Yazans M. K. Aburajabtamimi, ellefu ára drengs með Duchenne vöðvarýrnun. Í bréfinu skorum við fyrir hönd samtakanna á ráðherra og þingmenn að láta málið sig varða og stuðla að því að fallið verði frá brottflutningnum. Bréfið í heild fylgir hér að neðan: Áskorun til ráðherra og þingmanna Efni: Áhyggjur ÖBÍ réttindasamtaka og Landssamtakanna Þroskahjálpar vegna niðurstöðu úrskurðar um flutning 11 ára drengs með Duchenne vöðvarýrnun úr landi. Undirritaðar fyrir hönd ÖBÍ réttindasamtaka og Landssamtakanna Þroskahjálpar hafa verið upplýstar um úrskurð kærunefndar útlendingamála nr. 645/2024, dags. 14. júní 2024. Úrskurðurinn felur í sér að 11 ára drengur að nafni Yazan M. K. Aburajabtamimi sem er greindur með Duchenne vöðvarýrnunarjúkdóminn fær umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna til meðferðar á ný og að fyrir liggur endanleg niðurstaða á stjórnsýslustigi um að senda hann til Spánar ásamt fjölskyldu sinni. Samtökin eru á meðal fjölmargra hagsmuna- og mannúðarsamtaka sem hafa opinberlega tjáð sig um mál Yazan og lýst sig mótfallin flutningi hans úr landi.[1] Byggir sú afstaða á þekkingu samtakanna á einkennum sjúkdómsins og því hve alvarlegur hann getur reynst börnum. Einnig á afdráttarlausu mati lækna og annarra meðferðaraðila á þeirri hættu sem getur falist í flutningi Yazan úr landi í ljósi fötlunar hans. Jafnframt á þörf Yazan fyrir þá sérhæfðu aðstoð sem honum er nauðsynleg og hann fær hér á landi og þeirri óvissu sem ríkt hefur um stöðu hans á Spáni og ríkir enn. Í fyrri úrskurði kærunefndar útlendingamála, dags. 21. mars 2024, lagði nefndin til grundvallar að Yazan væri ekki búinn að vera undir sérstöku eftirliti eða í meðferð vegna sjúkdóms hans hér á landi og að ekkert benti til þess að frekari gögn um heilsufar gætu haft áhrif á niðurstöðu málsins. Eftir uppkvaðningu úrskurðarins lagði nýr lögmaður fjölskyldunnar fram fjölda heilsufarsgagna sem tóku af allan vafa um hið gagnstæða. Í hinum nýja úrskurði dags. 14. júní 2024 segir að það sé mat kærunefndar að hin nýju framlögðu heilsufarsgögn hafi aðeins að geyma nýrri og ítarlegri upplýsingar um aðstæður og líðan drengsins og foreldra hans hér á landi og væru aðeins til fyllingar þeim upplýsingum sem lágu fyrir við meðferð máls kæranda hjá nefndinni. Samtökin furða sig á þeim orðum kærunefndarinnar. Meðal þess sem lögmaður fjölskyldunnar lagði fram með endurtekinni umsókn voru læknisvottorð þar sem fram kemur að Yazan hafði verið í umfangsmiklum meðferðum hjá nokkrum sérhæfðum meðferðaraðilum. Má þá þegar telja ljóst að rangar eða ónógar upplýsingar um stöðu Yazan hvað varðar fötlun hans, sjúkdóm og meðferðir hafi legið til grundvallar úrskurðinum, dags. 21. mars 2024. Enn fremur komu fram í nýjum læknisvottorðum lækna sem ekki höfðu áður skilað vottorðum í málinu afdráttarlaus möt á þeirri hættu sem gæti falist í flutningi Yazan úr landi. Í læknisvottorði kom m.a. fram að rof á þeirri þjónustu sem hann þegar njóti geti verið honum lífshættuleg. Í úrskurðinum, dags. 14. júní s.l., er vísað með almennum hætti til heimilda um aðgengilega heilbrigðisþjónustu á Spáni. Einnig er vísað til þess að upplýsingum um heilsufar umsækjenda um alþjóðlega vernd skuli miðlað til yfirvalda í viðtökuríki fyrir flutning. Samtökin benda á að aðeins er um að ræða almennar tilvísanir en í þeim felst engin trygging fyrir því að í tilviki Yazan verði öryggi hans tryggt. Þá er bent á að samkvæmt rannsókn kærunefndar útlendingamála sjálfrar kemur fram að spænsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að tryggja ekki nógu snemma í umsóknarferli alþjóðlegrar verndar greiningu á því hvort einstaklingar séu í viðkvæmri stöðu og hafi sérþarfir af þeim sökum og að þau úrræði sem séu í boði fyrir umræddan hóp séu almenn og nái ekki að fullu utan um sérþarfir þeirra sem séu hvað viðkvæmastir. Þá sé þörf á úrbótum, einkum hvað varðar sérhæfða heilbrigðisþjónustu þegar kemur að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Enn fremur telja samtökin það vel þekkt að algengt er að umsækjendur um alþjóðlega vernd innan Schengen svæðisins þurfi að bíða til langs tíma, jafnvel í marga mánuði, eftir að fá aðgang að viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Samtökin minna stjórnvöld á ríka skyldu sína til að tryggja sérstök réttindi fatlaðs fólks, þ.m.t. barna, og yfirstandandi áform ríkisstjórnarinnar um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Einnig landsáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum fatlaðs fólks sem er liður í lögfestingu samningsins. Samkvæmt upplýsingum og reynslu samtakanna er mál Yazan á meðal þeirra alvarlegustu sem komið hafa fram og varðar brottflutning fatlaðs einstaklings, n.t.t. barns, frá landinu. Sem fyrr segir eru þau gögn sem liggja fyrir í málinu 3 afdráttarlaus um þá hættu sem getur falist í rofi á meðferðum. Þrátt fyrir það hefur niðurstaða íslenskra stjórnvalda í málinu hingað til verið að falla ekki frá flutningi Yazan úr landi. Samtökin hafa miklar áhyggjur af því að stjórnvöld taki ekki fullnægjandi tillit til réttinda og aðstæðna fatlaðs fólks við meðferð mála á sviði alþjóðlegrar verndar. Samtökin skora á ráðherra og þingmenn að láta þetta mál sig varða og stuðla að því að fallið verði frá flutningi Yazan úr landi og tryggja með fullnægjandi hætti öryggi hans. Reykjavík 27. júní 2024 F.h. ÖBÍ réttindasamtaka Alma Ýr Ingólfsdóttir F.h. Landssamtakanna Þroskahjálp Unnur Helga Óttarsdóttir Höfundar eru formenn Landssamtakanna Þroskahjálpar og ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við, Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, og Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálp, höfum sent öllum ráðherrum og þingmönnum áskorun vegna niðurstöðu úrskurðar um brottflutning Yazans M. K. Aburajabtamimi, ellefu ára drengs með Duchenne vöðvarýrnun. Í bréfinu skorum við fyrir hönd samtakanna á ráðherra og þingmenn að láta málið sig varða og stuðla að því að fallið verði frá brottflutningnum. Bréfið í heild fylgir hér að neðan: Áskorun til ráðherra og þingmanna Efni: Áhyggjur ÖBÍ réttindasamtaka og Landssamtakanna Þroskahjálpar vegna niðurstöðu úrskurðar um flutning 11 ára drengs með Duchenne vöðvarýrnun úr landi. Undirritaðar fyrir hönd ÖBÍ réttindasamtaka og Landssamtakanna Þroskahjálpar hafa verið upplýstar um úrskurð kærunefndar útlendingamála nr. 645/2024, dags. 14. júní 2024. Úrskurðurinn felur í sér að 11 ára drengur að nafni Yazan M. K. Aburajabtamimi sem er greindur með Duchenne vöðvarýrnunarjúkdóminn fær umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna til meðferðar á ný og að fyrir liggur endanleg niðurstaða á stjórnsýslustigi um að senda hann til Spánar ásamt fjölskyldu sinni. Samtökin eru á meðal fjölmargra hagsmuna- og mannúðarsamtaka sem hafa opinberlega tjáð sig um mál Yazan og lýst sig mótfallin flutningi hans úr landi.[1] Byggir sú afstaða á þekkingu samtakanna á einkennum sjúkdómsins og því hve alvarlegur hann getur reynst börnum. Einnig á afdráttarlausu mati lækna og annarra meðferðaraðila á þeirri hættu sem getur falist í flutningi Yazan úr landi í ljósi fötlunar hans. Jafnframt á þörf Yazan fyrir þá sérhæfðu aðstoð sem honum er nauðsynleg og hann fær hér á landi og þeirri óvissu sem ríkt hefur um stöðu hans á Spáni og ríkir enn. Í fyrri úrskurði kærunefndar útlendingamála, dags. 21. mars 2024, lagði nefndin til grundvallar að Yazan væri ekki búinn að vera undir sérstöku eftirliti eða í meðferð vegna sjúkdóms hans hér á landi og að ekkert benti til þess að frekari gögn um heilsufar gætu haft áhrif á niðurstöðu málsins. Eftir uppkvaðningu úrskurðarins lagði nýr lögmaður fjölskyldunnar fram fjölda heilsufarsgagna sem tóku af allan vafa um hið gagnstæða. Í hinum nýja úrskurði dags. 14. júní 2024 segir að það sé mat kærunefndar að hin nýju framlögðu heilsufarsgögn hafi aðeins að geyma nýrri og ítarlegri upplýsingar um aðstæður og líðan drengsins og foreldra hans hér á landi og væru aðeins til fyllingar þeim upplýsingum sem lágu fyrir við meðferð máls kæranda hjá nefndinni. Samtökin furða sig á þeim orðum kærunefndarinnar. Meðal þess sem lögmaður fjölskyldunnar lagði fram með endurtekinni umsókn voru læknisvottorð þar sem fram kemur að Yazan hafði verið í umfangsmiklum meðferðum hjá nokkrum sérhæfðum meðferðaraðilum. Má þá þegar telja ljóst að rangar eða ónógar upplýsingar um stöðu Yazan hvað varðar fötlun hans, sjúkdóm og meðferðir hafi legið til grundvallar úrskurðinum, dags. 21. mars 2024. Enn fremur komu fram í nýjum læknisvottorðum lækna sem ekki höfðu áður skilað vottorðum í málinu afdráttarlaus möt á þeirri hættu sem gæti falist í flutningi Yazan úr landi. Í læknisvottorði kom m.a. fram að rof á þeirri þjónustu sem hann þegar njóti geti verið honum lífshættuleg. Í úrskurðinum, dags. 14. júní s.l., er vísað með almennum hætti til heimilda um aðgengilega heilbrigðisþjónustu á Spáni. Einnig er vísað til þess að upplýsingum um heilsufar umsækjenda um alþjóðlega vernd skuli miðlað til yfirvalda í viðtökuríki fyrir flutning. Samtökin benda á að aðeins er um að ræða almennar tilvísanir en í þeim felst engin trygging fyrir því að í tilviki Yazan verði öryggi hans tryggt. Þá er bent á að samkvæmt rannsókn kærunefndar útlendingamála sjálfrar kemur fram að spænsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að tryggja ekki nógu snemma í umsóknarferli alþjóðlegrar verndar greiningu á því hvort einstaklingar séu í viðkvæmri stöðu og hafi sérþarfir af þeim sökum og að þau úrræði sem séu í boði fyrir umræddan hóp séu almenn og nái ekki að fullu utan um sérþarfir þeirra sem séu hvað viðkvæmastir. Þá sé þörf á úrbótum, einkum hvað varðar sérhæfða heilbrigðisþjónustu þegar kemur að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Enn fremur telja samtökin það vel þekkt að algengt er að umsækjendur um alþjóðlega vernd innan Schengen svæðisins þurfi að bíða til langs tíma, jafnvel í marga mánuði, eftir að fá aðgang að viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Samtökin minna stjórnvöld á ríka skyldu sína til að tryggja sérstök réttindi fatlaðs fólks, þ.m.t. barna, og yfirstandandi áform ríkisstjórnarinnar um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Einnig landsáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum fatlaðs fólks sem er liður í lögfestingu samningsins. Samkvæmt upplýsingum og reynslu samtakanna er mál Yazan á meðal þeirra alvarlegustu sem komið hafa fram og varðar brottflutning fatlaðs einstaklings, n.t.t. barns, frá landinu. Sem fyrr segir eru þau gögn sem liggja fyrir í málinu 3 afdráttarlaus um þá hættu sem getur falist í rofi á meðferðum. Þrátt fyrir það hefur niðurstaða íslenskra stjórnvalda í málinu hingað til verið að falla ekki frá flutningi Yazan úr landi. Samtökin hafa miklar áhyggjur af því að stjórnvöld taki ekki fullnægjandi tillit til réttinda og aðstæðna fatlaðs fólks við meðferð mála á sviði alþjóðlegrar verndar. Samtökin skora á ráðherra og þingmenn að láta þetta mál sig varða og stuðla að því að fallið verði frá flutningi Yazan úr landi og tryggja með fullnægjandi hætti öryggi hans. Reykjavík 27. júní 2024 F.h. ÖBÍ réttindasamtaka Alma Ýr Ingólfsdóttir F.h. Landssamtakanna Þroskahjálp Unnur Helga Óttarsdóttir Höfundar eru formenn Landssamtakanna Þroskahjálpar og ÖBÍ réttindasamtaka
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun