Tíu ára stúlku vísað úr strætó Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. júní 2024 09:27 Móðir stúlkunnar veltir því fyrir sér hvort málið tengist kynþætti hennar. Vísir/Samsett Tíu ára dóttir Ágústu Nielsen lenti í því leiðinlega atviki í síðustu viku að vera vísað úr strætisvagni á miðri leið að því er virðist tilefnislausu. Ágústa veltir því fyrir sér hvort atvikið hafi verið tengt kynþætti dóttur hennar en faðir stúlkunnar er af erlendu bergi brotinn. Dóttir Ágústu hafi verið á leið í heimsókn til ömmu sinnar á leið fjórtán. Hún hafi óvart tekið strætóinn í vitlausa átt og hafnað úti á Granda. Eftir smábið hélt strætisvagninn aftur af stað hina leiðina en í Borgartúni hafi ökumaðurinn stöðvað strætóinn og sagt henni að fara út. Stúlkan spurði ökumanninn hvers vegna og henni var svarað á ensku: „Ég vil ekki hafa þig í strætónum mínum.“ Hringdi hrædd í móður sína Ágústa segir dóttur sína ekki hafa öðru þorað en að fara úr vagninum og að þá hafi hún hringt hrædd og ráðvillt í móður sína og beðið hana um að sækja sig. „Ég rétt vona að um einhvern misskilning hafi verið að ræða og bílstjórinn hafi ekki vísað 10 ára dóttur minni út úr strætó á ókunnum stað af engri ástæðu,“ segir Ágústa. Ágústa segist vera mjög óánægð með sein svör frá Strætó bs. varðandi málið. „Mér finnst ógeðslega skítt að það taki heila viku að skrifa mér tölvupóst tilbaka um að þau séu loksins að skoða málið núna. „Það er annað ef þetta hefði verið ég en þetta er tíu ára dóttir mín á leið til ömmu sinnar í strætó sem hún hefur margoft gert áður. Og hún talar mjög góða ensku því pabbi hennar er af erlendu bergi brotinn,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Telja frásögn barnsins trúverðuga Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir málið enn í skoðun innbyrðis en að hann telji frásögn barnsins trúðverðuga. Engin myndavél hafi verið í vagninum og enn hafi ekki verið náð tali af vagnstjóranum þennan daginn. „Þetta er framkoma sem á ekki að viðgangast hjá okkur. Það á ekki að vísa krökkum út, það eru mjög skýr fyrirmæli til vagnstjóra,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Jóhannes segir kynþáttafordóma ólíðandi og að tekið verði á því reynist það koma málinu við. „Það eru allir velkomnir í strætó,“ segir Jóhannes. Strætó Kynþáttafordómar Reykjavík Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Dóttir Ágústu hafi verið á leið í heimsókn til ömmu sinnar á leið fjórtán. Hún hafi óvart tekið strætóinn í vitlausa átt og hafnað úti á Granda. Eftir smábið hélt strætisvagninn aftur af stað hina leiðina en í Borgartúni hafi ökumaðurinn stöðvað strætóinn og sagt henni að fara út. Stúlkan spurði ökumanninn hvers vegna og henni var svarað á ensku: „Ég vil ekki hafa þig í strætónum mínum.“ Hringdi hrædd í móður sína Ágústa segir dóttur sína ekki hafa öðru þorað en að fara úr vagninum og að þá hafi hún hringt hrædd og ráðvillt í móður sína og beðið hana um að sækja sig. „Ég rétt vona að um einhvern misskilning hafi verið að ræða og bílstjórinn hafi ekki vísað 10 ára dóttur minni út úr strætó á ókunnum stað af engri ástæðu,“ segir Ágústa. Ágústa segist vera mjög óánægð með sein svör frá Strætó bs. varðandi málið. „Mér finnst ógeðslega skítt að það taki heila viku að skrifa mér tölvupóst tilbaka um að þau séu loksins að skoða málið núna. „Það er annað ef þetta hefði verið ég en þetta er tíu ára dóttir mín á leið til ömmu sinnar í strætó sem hún hefur margoft gert áður. Og hún talar mjög góða ensku því pabbi hennar er af erlendu bergi brotinn,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Telja frásögn barnsins trúverðuga Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir málið enn í skoðun innbyrðis en að hann telji frásögn barnsins trúðverðuga. Engin myndavél hafi verið í vagninum og enn hafi ekki verið náð tali af vagnstjóranum þennan daginn. „Þetta er framkoma sem á ekki að viðgangast hjá okkur. Það á ekki að vísa krökkum út, það eru mjög skýr fyrirmæli til vagnstjóra,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Jóhannes segir kynþáttafordóma ólíðandi og að tekið verði á því reynist það koma málinu við. „Það eru allir velkomnir í strætó,“ segir Jóhannes.
Strætó Kynþáttafordómar Reykjavík Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira