Íslensk hugbúnaðarlausn greinir kolefnisspor innkaupa fyrirtækja Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júní 2024 12:50 Kristín Hrefna segir markvissa greiningu á kolefnisspori forsendu þess að móta aðgerðir sem dragi úr kolefnislosun. Aðsend Ný íslensk hugbúnaðarlausn sem kallast GreenSenze gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að greina og fylgjast með kolefnisspori í innkaupum. Lausnin er hönnuð og búin til af KPMG og Origo. Í tilkynningu segir að algengt sé að íslensk fyrirtæki geti aðeins gert grein fyrir 30 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda í sinni starfsemi. „Lausnin notfærir sér gögn úr rafrænum reikningum og auðgar þau með ýmsum gagnalindum og sérfræðiþekkingu KPMG á kolefnisútreikningum. Upplýsingarnar eru svo birtar með skýrum hætti í lifandi mælaborði þar sem hægt er með einföldum hætti að skoða ítarleg gögn um það sem hægt er að bæta í sjálfbærni fyrirtækja,“ segir Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðuman gæða- og innkaupalausna hjá Origo. „Markviss greining á kolefnisspori er forsenda þess að fyrirtæki geti mótað aðgerðir sem draga úr kolefnislosun og stuðla að sjálfbærni í rekstri. Með GreenSenze geta fyrirtæki fylgst með þróun mála með tilliti til markmiða fyrirtækisins og brugðist hratt við“. Kristín bendir á að kröfur stjórnvalda um upplýsingagjöf á kolefnisspori fyrirtækja séu sífellt að aukast . Flest fyrirtæki muni þurfa að standa frekari skil á greiningum á kolefnisspori sínu á næstu árum. Hafa engin tól til að greina umfang Hún segir að greiningu á losun gróðurhúsalofttegunda hjá fyrirtækjum og stofnunum sé gjarnan skipt í þrjú umföng. Umfang 1 nái yfir eldsneytisnotkun hjá bílaflota fyrirtækja, tvö að heildar orku- eða rafmagnsnotkun fyrirtækja og þrjú yfir allar aðkeyptar vörur og þjónustur, notkun á seldum vörum, fjárfestingum, vinnuferðum, samgöngum starfsfólks og fleira. Hún segir mörg fyrirtæki standa frammi fyrir því vandamáli að hafa engin tól til þess að greina losun í umfangi þrjú, sem er yfirleitt stærsta umfangið eða um 60 til 70 prósent af allri losun fyrirtækja. Viðmótið er nokkuð aðgengilegt eins og má sjá.Aðsend Það verði erfitt að uppfylla Parísarsáttmálann eða setja sér raunhæf markmið um sjálfbærni í rekstri ef fyrirtæki greina aðeins frá þriðjungi þeirra gróðurhúsalofttegunda sem þau losa. Á næstu árum megi búast við yfirvöld setji enn strangari reglur um kolefnisbókhald fyrirtækja og því nauðsynlegt að fyrirtæki finni leiðir til þess að greina frá sinni losun. Kristín segir að lausnin muni hjálpa fyrirtækjum að fylgjast með stöðunni í rauntíma. „Með GreenSenze má sjá þróun kolefnislosunar á milli mánaða, þar sem upplýsingar um kolefnislosun í innkaupum reiknast um leið og rafrænn reikningur berst. Lausnin greinir hvar hægt er að gera betur í kolefnislosun, sem veitir tækifæri til að bæta ákvarðanatöku og innleiða grænni innkaup.“ Nýsköpun Tækni Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
„Lausnin notfærir sér gögn úr rafrænum reikningum og auðgar þau með ýmsum gagnalindum og sérfræðiþekkingu KPMG á kolefnisútreikningum. Upplýsingarnar eru svo birtar með skýrum hætti í lifandi mælaborði þar sem hægt er með einföldum hætti að skoða ítarleg gögn um það sem hægt er að bæta í sjálfbærni fyrirtækja,“ segir Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðuman gæða- og innkaupalausna hjá Origo. „Markviss greining á kolefnisspori er forsenda þess að fyrirtæki geti mótað aðgerðir sem draga úr kolefnislosun og stuðla að sjálfbærni í rekstri. Með GreenSenze geta fyrirtæki fylgst með þróun mála með tilliti til markmiða fyrirtækisins og brugðist hratt við“. Kristín bendir á að kröfur stjórnvalda um upplýsingagjöf á kolefnisspori fyrirtækja séu sífellt að aukast . Flest fyrirtæki muni þurfa að standa frekari skil á greiningum á kolefnisspori sínu á næstu árum. Hafa engin tól til að greina umfang Hún segir að greiningu á losun gróðurhúsalofttegunda hjá fyrirtækjum og stofnunum sé gjarnan skipt í þrjú umföng. Umfang 1 nái yfir eldsneytisnotkun hjá bílaflota fyrirtækja, tvö að heildar orku- eða rafmagnsnotkun fyrirtækja og þrjú yfir allar aðkeyptar vörur og þjónustur, notkun á seldum vörum, fjárfestingum, vinnuferðum, samgöngum starfsfólks og fleira. Hún segir mörg fyrirtæki standa frammi fyrir því vandamáli að hafa engin tól til þess að greina losun í umfangi þrjú, sem er yfirleitt stærsta umfangið eða um 60 til 70 prósent af allri losun fyrirtækja. Viðmótið er nokkuð aðgengilegt eins og má sjá.Aðsend Það verði erfitt að uppfylla Parísarsáttmálann eða setja sér raunhæf markmið um sjálfbærni í rekstri ef fyrirtæki greina aðeins frá þriðjungi þeirra gróðurhúsalofttegunda sem þau losa. Á næstu árum megi búast við yfirvöld setji enn strangari reglur um kolefnisbókhald fyrirtækja og því nauðsynlegt að fyrirtæki finni leiðir til þess að greina frá sinni losun. Kristín segir að lausnin muni hjálpa fyrirtækjum að fylgjast með stöðunni í rauntíma. „Með GreenSenze má sjá þróun kolefnislosunar á milli mánaða, þar sem upplýsingar um kolefnislosun í innkaupum reiknast um leið og rafrænn reikningur berst. Lausnin greinir hvar hægt er að gera betur í kolefnislosun, sem veitir tækifæri til að bæta ákvarðanatöku og innleiða grænni innkaup.“
Nýsköpun Tækni Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira