Verðskrá Lufthansa hækkar vegna nýs umhverfisgjalds Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júní 2024 16:59 Á næsta ári mun Lufthansa leggja sérstakt umhverfisgjald á alla selda flugmiða innan Evrópu. EPA/Armando babani Þýska flugsamsteypan Lufthansa, eitt stærsta flugfélag heims, hefur ákveðið að leggja sérstakt umhverfisgjald á selda flugmiða félagsins innan Evrópu. Þetta er gert til að mæta auknum kostnaði sem kemur til vegna umhverfismarkmiða Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í frétt þýska miðilsins Tagesschau. Þar segir að nýja umhverfisgjaldið verði lagt á öll flug frá og með 1. janúar 2025. Gjaldið verður lagt á öll flug á vegum Lufthansa-samsteypunnar sem fljúga frá öllum 27 löndum Evrópusambandsins, ásamt Bretlandi, Noregi og Sviss. Umhverfisgjaldið verður mishátt, eftir því hve langt flugið er. Kostnaður verður frá einni evru allt að sjötíu og tveimur evrum. Umhverfisgjaldið verður tilgreint sérstaklega í kostnaðarsundurliðun þegar verið er að bóka flugið, að undanskildum flugum frá Eurowings. Þar verður aðeins heildarverð flugmiðans til sýnis, eins og verið hefur. Eurowings er í eigu Lufthansa. Mæta kostnaði frá Evrópusambandinu Fram kemur að ætlunin með gjaldinu sé að mæta kostnaði sem kemur til meðal annars vegna reglugerða Evrópusambandsins sem lúta að umhverfismálum. Þar er um að ræða kröfur um að flugfélögin fari í auknum mæli að nota umhverfisvænna eldsneyti eins og kerosene. Fjárfestingar sem Lufthansa þurfi að ráðast í vegna þessa hljóði upp á marga millarja evra, og ekkert annað sé í stöðunni en að hækka verðin. Þá stendur einnig til að breyta viðskiptakerfi Evrópu með losunarheimildir, en flugfélög hafa fram að þessu fengið þær að mestu ókeypis. Ætlun Evrópusambandsins er að fríum losunarheimildum til flugélaga fækki verulega á næstu árum. Í tilkynningu Lufthansa kemur fram að fram að þessu hafi félagið haft valmöguleika fyrir viðskiptavini að greiða aukagjald til kolefnisjöfnunar. Aðeins hafi um fjögur prósent viðskiptavinanna kosið að greiða það gjald, en það muni þó áfram standa til boða. Fréttir af flugi Evrópusambandið Skattar og tollar Þýskaland Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt þýska miðilsins Tagesschau. Þar segir að nýja umhverfisgjaldið verði lagt á öll flug frá og með 1. janúar 2025. Gjaldið verður lagt á öll flug á vegum Lufthansa-samsteypunnar sem fljúga frá öllum 27 löndum Evrópusambandsins, ásamt Bretlandi, Noregi og Sviss. Umhverfisgjaldið verður mishátt, eftir því hve langt flugið er. Kostnaður verður frá einni evru allt að sjötíu og tveimur evrum. Umhverfisgjaldið verður tilgreint sérstaklega í kostnaðarsundurliðun þegar verið er að bóka flugið, að undanskildum flugum frá Eurowings. Þar verður aðeins heildarverð flugmiðans til sýnis, eins og verið hefur. Eurowings er í eigu Lufthansa. Mæta kostnaði frá Evrópusambandinu Fram kemur að ætlunin með gjaldinu sé að mæta kostnaði sem kemur til meðal annars vegna reglugerða Evrópusambandsins sem lúta að umhverfismálum. Þar er um að ræða kröfur um að flugfélögin fari í auknum mæli að nota umhverfisvænna eldsneyti eins og kerosene. Fjárfestingar sem Lufthansa þurfi að ráðast í vegna þessa hljóði upp á marga millarja evra, og ekkert annað sé í stöðunni en að hækka verðin. Þá stendur einnig til að breyta viðskiptakerfi Evrópu með losunarheimildir, en flugfélög hafa fram að þessu fengið þær að mestu ókeypis. Ætlun Evrópusambandsins er að fríum losunarheimildum til flugélaga fækki verulega á næstu árum. Í tilkynningu Lufthansa kemur fram að fram að þessu hafi félagið haft valmöguleika fyrir viðskiptavini að greiða aukagjald til kolefnisjöfnunar. Aðeins hafi um fjögur prósent viðskiptavinanna kosið að greiða það gjald, en það muni þó áfram standa til boða.
Fréttir af flugi Evrópusambandið Skattar og tollar Þýskaland Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira