Tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum hálfu ári eftir hnéaðgerð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júní 2024 08:31 Sigrinum fagnað af ástríðu. Patrick Smith/Getty Images Anna Hall tryggði sér á dögunum sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í París síðar í sumar. Þar mun hún keppa í sjöþraut en leið hennar á leikana hefur verið þyrnum stráð. Hin 23 ára gamla Hall tryggði sér sæti á leikunum þegar hún sigraði forkeppnina í sjöþraut. Hún hefur svo sannarlega gengið í gegnum margt þrátt fyrir ungan aldur en talið var líklegt að Hall myndi tryggja sér sæti á síðustu Ólympíuleikum sem fram fór í Tókýó í Japan árið 2021. Þá fótbrotnaði hún í forkeppninni og gat því ekki keppt á leikunum. Það virtist sem sagan væri að endurtaka sig þegar Hall þurfti að fara í aðgerð á hné í janúar á þessu ári. Hún segir endurkoma sína hafa verið mun erfiðari en hún bjóst við. „Þetta ár hefur verið svo erfitt eftir aðgerðina. Það voru svo margir dagar sem ég var gjörsamlega brotin þegar ég yfirgaf æfingasvæðið. Ég hugsaði margoft um að hætta en öll í kringum mig stöppuðu í mig stálinu og sögðu að ég gæti þetta. Þau gerðu það þangað til ég fór að trúa sjálf. Í dag er ég svo þakklát að hafa loksins náð þessu,“ sagði Hall í viðtali eftir að sætið á ÓL var tryggt. spark notes from the weekend ❤️📝 pic.twitter.com/lpxHWtHmey— Anna Hall (@annaahalll) June 25, 2024 Hall þarf að eiga sitt besta mót í París ætli hún sér alla leið þar sem ríkjandi Ólympíumeistari, Nafi Thiam frá Belgíu, og ríkjandi heimsmeistari Katarina Johnson-Thompson frá Bretlandi eru báðar meðal keppenda. Ólympíuleikarnir 2024 hefjast þann 26. júlí og lýkur þann 11. ágúst næstkomandi. Frjálsar íþróttir EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira
Hin 23 ára gamla Hall tryggði sér sæti á leikunum þegar hún sigraði forkeppnina í sjöþraut. Hún hefur svo sannarlega gengið í gegnum margt þrátt fyrir ungan aldur en talið var líklegt að Hall myndi tryggja sér sæti á síðustu Ólympíuleikum sem fram fór í Tókýó í Japan árið 2021. Þá fótbrotnaði hún í forkeppninni og gat því ekki keppt á leikunum. Það virtist sem sagan væri að endurtaka sig þegar Hall þurfti að fara í aðgerð á hné í janúar á þessu ári. Hún segir endurkoma sína hafa verið mun erfiðari en hún bjóst við. „Þetta ár hefur verið svo erfitt eftir aðgerðina. Það voru svo margir dagar sem ég var gjörsamlega brotin þegar ég yfirgaf æfingasvæðið. Ég hugsaði margoft um að hætta en öll í kringum mig stöppuðu í mig stálinu og sögðu að ég gæti þetta. Þau gerðu það þangað til ég fór að trúa sjálf. Í dag er ég svo þakklát að hafa loksins náð þessu,“ sagði Hall í viðtali eftir að sætið á ÓL var tryggt. spark notes from the weekend ❤️📝 pic.twitter.com/lpxHWtHmey— Anna Hall (@annaahalll) June 25, 2024 Hall þarf að eiga sitt besta mót í París ætli hún sér alla leið þar sem ríkjandi Ólympíumeistari, Nafi Thiam frá Belgíu, og ríkjandi heimsmeistari Katarina Johnson-Thompson frá Bretlandi eru báðar meðal keppenda. Ólympíuleikarnir 2024 hefjast þann 26. júlí og lýkur þann 11. ágúst næstkomandi.
Frjálsar íþróttir EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira