Maðurinn sem missir ekki úr mínútu skiptir um lið í stóra eplinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 16:01 Skiptir um lið innan New York. G Fiume/Getty Images Mikal Bridges hefur fært sig um set frá Brooklyn Nets til New York Knicks. Bridges hefur ekki misst úr leik síðan hann kom inn í NBA-deildina árið 2018. Hinn 27 ára gamli Bridges gekk í raðir Nets á síðasta ári þegar hann var notaður sem skiptimynt fyrir Kevin Durant sem fór til Phoenix Suns frá Nets. Eftir aðeins ár í Brooklyn hefur hann fært sig um set innan New York-borgar. Nets fær Bojan Bogdanović og heilan haug af valréttum ef marka má hinn áreiðanlega Adrian Wojnarowski. BREAKING: The Brooklyn Nets have agreed in principle on a trade to send F Mikal Bridges to the New York Knicks for Bojan Bogdanovic, four unprotected first-round picks, a protected first-round pick via Bucks, an unprotected pick swap and a second-rounder, sources tell ESPN. pic.twitter.com/TEGsIpoa3b— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 26, 2024 Það ætti að vera vel um Bridges hjá Knicks þar sem hann hittir fyrir fjóra fyrrum samherja sína úr Villanova-háskólanum. Bridges, Jalen Brunson, Josh Hart og Donte DiVencenzo urðu landsmeistarar með skólanum árið 2016 og eru í dag leikmenn Knicks. pic.twitter.com/42MK5MA40c— Josh Hart (@joshhart) June 26, 2024 Lengi vel hefur verið grínast með það að Tom Thibodeau, þjálfari Knicks, láti leikmenn sína spila alltof margar mínútur og passar Bridges vel inn í þá hugmyndafræði þar sem hann hefur ekki misst úr leik vegna meiðsla á öllum sínum ferli í NBA-deildinni. Þá var hann frábær í annars slöku liði Nets á síðustu leiktíð, skoraði Bridges tæp 20 stig að meðaltali í leik ásamt því að taka 4,5 fráköst og gefa 3,6 stoðsendingar. Knicks fór í undanúrslit Austursins á síðustu leiktíð þar sem það tapaði í oddaleik gegn Indiana Pacers. Liðið var án Julius Randle í úrslitakeppninni og það hafði sitt að segja að lokum. Með komu Bridges og mögulegum framlengdum samning OG Anunoby er liðið hins vegar til alls líklegt á komandi leiktíð. Körfubolti NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Bridges gekk í raðir Nets á síðasta ári þegar hann var notaður sem skiptimynt fyrir Kevin Durant sem fór til Phoenix Suns frá Nets. Eftir aðeins ár í Brooklyn hefur hann fært sig um set innan New York-borgar. Nets fær Bojan Bogdanović og heilan haug af valréttum ef marka má hinn áreiðanlega Adrian Wojnarowski. BREAKING: The Brooklyn Nets have agreed in principle on a trade to send F Mikal Bridges to the New York Knicks for Bojan Bogdanovic, four unprotected first-round picks, a protected first-round pick via Bucks, an unprotected pick swap and a second-rounder, sources tell ESPN. pic.twitter.com/TEGsIpoa3b— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 26, 2024 Það ætti að vera vel um Bridges hjá Knicks þar sem hann hittir fyrir fjóra fyrrum samherja sína úr Villanova-háskólanum. Bridges, Jalen Brunson, Josh Hart og Donte DiVencenzo urðu landsmeistarar með skólanum árið 2016 og eru í dag leikmenn Knicks. pic.twitter.com/42MK5MA40c— Josh Hart (@joshhart) June 26, 2024 Lengi vel hefur verið grínast með það að Tom Thibodeau, þjálfari Knicks, láti leikmenn sína spila alltof margar mínútur og passar Bridges vel inn í þá hugmyndafræði þar sem hann hefur ekki misst úr leik vegna meiðsla á öllum sínum ferli í NBA-deildinni. Þá var hann frábær í annars slöku liði Nets á síðustu leiktíð, skoraði Bridges tæp 20 stig að meðaltali í leik ásamt því að taka 4,5 fráköst og gefa 3,6 stoðsendingar. Knicks fór í undanúrslit Austursins á síðustu leiktíð þar sem það tapaði í oddaleik gegn Indiana Pacers. Liðið var án Julius Randle í úrslitakeppninni og það hafði sitt að segja að lokum. Með komu Bridges og mögulegum framlengdum samning OG Anunoby er liðið hins vegar til alls líklegt á komandi leiktíð.
Körfubolti NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Sjá meira