Þarf heppni til að fæðingarorlof með fjölbura gangi upp? Margrét Finney Jónsdóttir skrifar 26. júní 2024 09:01 Eins og fæðingarorlof fyrir fjölburaforeldra er nú eru 12 mánuðir í fæðingarorlof og við það bætast 3 mánuðir fyrir hvert barn umfram eitt. Tvíburaforeldrar fá því samtals 15 mánuði til að skipta á milli sín og þríburaforeldrar 18 mánuði. Algengt er að fjölburar fæðist fyrir tímann og geta verið ýmsar ástæður fyrir því. Ef barn/börn dvelja á Vökudeild í meira en 7 daga bætist sá tími sem það dvelur þar aftan við fæðingarorlof. Ég og konan mín eignuðumst þríburastúlkur í apríl 2023 eftir rétt rúmlega 27 vikna meðgöngu eða 3 mánuðum fyrir tímann. Við vorum með stelpurnar okkar í 3 mánuði á Vökudeild og þær útskrifuðust allar heim með næringarsondu og ein þeirra að auki með súrefni. Þær voru því í raun ennþá innskrifaðar á Vökudeildinni en við komumst heim og sinntum þar sjálfar áfram sondugjöfum og súrefnismeðferð. Eins og flest vita er mikil vinna að eignast barn, eitt barn. Að eignast fjölbura er mikil hamingja en líka gríðarlegt álag. Við vorum undirmannaðar frá fyrsta degi heima, dæturnar þrjár en mömmurnar bara tvær. Að geta ekki huggað öll börnin í einu eða sýnt hverju og einu óskipta athygli tekur á. Það þarf að lágmarki 4 hendur til þess að sinna þremur ungabörnum en núverandi skipulag fæðingarorlofs býður ekki upp á það. Við vorum saman í fæðingarorlofi í 8 mánuði og kláraðist réttur okkar því ansi hratt. Eftir það tók við mikið púsluspil varðandi vinnu og dreifingu fæðingarorlofs til þess að geta verið heima þar til stelpurnar fengu dagvistun. Ég er heppin að starfa hjá Ríkinu og safnaði því sumarfríi þrátt fyrir að vera í fæðingarorlofi en konan mín var ekki svo heppin. Við erum heppnar að hafa risa bakland en fjölskylda og vinir hafa tekið vaktir heima hjá okkur frá því að við komum heim með stelpurnar. Við erum heppnar að hafa átt sparnað sem við tæmdum hratt og örugglega vegna þrefalds kostnaðar við að eignast þríbura. - Við erum heppnar að eiga fjárhagslega sterkt bakland sem hefur aðstoðað okkur við kaup á nauðsynlegum hlutum. Við erum heppnar að ein af dætrum okkar er með fötlun og við fáum umönnunargreiðslur mánaðarlega frá Tryggingastofnun. Ég var heppin að hafa lent í alvarlegum veikindum og gat því frestað fæðingarorlofi og tekið veikindaleyfi frá vinnu í staðinn. Við erum heppnar að hægt sé að dreifa fæðingarorlofi yfir lengri tíma og verða þannig fyrir verulegri tekjuskerðingu. Við erum heppnar að leikskólinn gat komið til móts við okkur og leyft stelpunum að byrja mánuði fyrir sumarfrí í staðinn fyrir í haust til að samræmi væri á milli leikskólans og vinnu hjá okkur. Er það heppni sem þarf til þess að fæðingarorlof okkar fjölburaforeldra gangi upp? Það er ýmislegt á þessum lista sem fæst myndu kalla heppni en þetta er raunveruleikinn okkar og það sem hefur gert það að verkum að þetta svokallaða fæðingarorlof okkar gekk upp. Það er engin sanngirni sem felst í því að fæðingarorlof fylgi fæðingu en ekki barni. Í raun fékk elsta dóttir okkar 12 mánuði og því fylgdu 12 greiðslur frá Fæðingarorlofssjóð, sú sem fæddist um 30 sekúndum á eftir henni fékk 3 mánuði og þar með bara 3 greiðslur. Yngsta dóttir okkar, fædd um 50 sekúndum á eftir þeirri elstu, fékk einnig bara 3 mánuði og 3 greiðslur. Þetta er reikningsdæmi sem gengur ekki upp. Af hverju eru neikvæðar afleiðingar af því að eignast þrjú börn á sömu mínútunni? Ef dætur okkar ættu hver sinn afmælisdaginn hefðu þetta verið 36 mánuðir í fæðingarorlof og 36 greiðslur. Við dvöldum saman með dætrum okkar á Vökudeild í 3 mánuði. Við fengum fæðingarorlofi framlengt um 3 mánuði samtals fyrir þann tíma. Þarna fylgir fæðingarorlofið hvorki börnunum né foreldrunum, þar sem við vorum tvær og börnin þrjú. Ef einstætt foreldri með eitt barn dvelur á Vökudeild í þennan tíma fær það einnig 3 mánuði, hvernig getur það staðist? Við fjölburaforeldrar erum ekki mörg en við verðum að hafa hátt, nýta og taka þátt í þeirri umræðu sem skapast hefur undanfarið í samfélaginu. Við verðum að koma á verulegum breytingum svo að fjölburaforeldrar framtíðarinnar geti notið þess að vera í fæðingarorlofi með börnunum sínum. Höfundur er þríburamóðir og hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Eins og fæðingarorlof fyrir fjölburaforeldra er nú eru 12 mánuðir í fæðingarorlof og við það bætast 3 mánuðir fyrir hvert barn umfram eitt. Tvíburaforeldrar fá því samtals 15 mánuði til að skipta á milli sín og þríburaforeldrar 18 mánuði. Algengt er að fjölburar fæðist fyrir tímann og geta verið ýmsar ástæður fyrir því. Ef barn/börn dvelja á Vökudeild í meira en 7 daga bætist sá tími sem það dvelur þar aftan við fæðingarorlof. Ég og konan mín eignuðumst þríburastúlkur í apríl 2023 eftir rétt rúmlega 27 vikna meðgöngu eða 3 mánuðum fyrir tímann. Við vorum með stelpurnar okkar í 3 mánuði á Vökudeild og þær útskrifuðust allar heim með næringarsondu og ein þeirra að auki með súrefni. Þær voru því í raun ennþá innskrifaðar á Vökudeildinni en við komumst heim og sinntum þar sjálfar áfram sondugjöfum og súrefnismeðferð. Eins og flest vita er mikil vinna að eignast barn, eitt barn. Að eignast fjölbura er mikil hamingja en líka gríðarlegt álag. Við vorum undirmannaðar frá fyrsta degi heima, dæturnar þrjár en mömmurnar bara tvær. Að geta ekki huggað öll börnin í einu eða sýnt hverju og einu óskipta athygli tekur á. Það þarf að lágmarki 4 hendur til þess að sinna þremur ungabörnum en núverandi skipulag fæðingarorlofs býður ekki upp á það. Við vorum saman í fæðingarorlofi í 8 mánuði og kláraðist réttur okkar því ansi hratt. Eftir það tók við mikið púsluspil varðandi vinnu og dreifingu fæðingarorlofs til þess að geta verið heima þar til stelpurnar fengu dagvistun. Ég er heppin að starfa hjá Ríkinu og safnaði því sumarfríi þrátt fyrir að vera í fæðingarorlofi en konan mín var ekki svo heppin. Við erum heppnar að hafa risa bakland en fjölskylda og vinir hafa tekið vaktir heima hjá okkur frá því að við komum heim með stelpurnar. Við erum heppnar að hafa átt sparnað sem við tæmdum hratt og örugglega vegna þrefalds kostnaðar við að eignast þríbura. - Við erum heppnar að eiga fjárhagslega sterkt bakland sem hefur aðstoðað okkur við kaup á nauðsynlegum hlutum. Við erum heppnar að ein af dætrum okkar er með fötlun og við fáum umönnunargreiðslur mánaðarlega frá Tryggingastofnun. Ég var heppin að hafa lent í alvarlegum veikindum og gat því frestað fæðingarorlofi og tekið veikindaleyfi frá vinnu í staðinn. Við erum heppnar að hægt sé að dreifa fæðingarorlofi yfir lengri tíma og verða þannig fyrir verulegri tekjuskerðingu. Við erum heppnar að leikskólinn gat komið til móts við okkur og leyft stelpunum að byrja mánuði fyrir sumarfrí í staðinn fyrir í haust til að samræmi væri á milli leikskólans og vinnu hjá okkur. Er það heppni sem þarf til þess að fæðingarorlof okkar fjölburaforeldra gangi upp? Það er ýmislegt á þessum lista sem fæst myndu kalla heppni en þetta er raunveruleikinn okkar og það sem hefur gert það að verkum að þetta svokallaða fæðingarorlof okkar gekk upp. Það er engin sanngirni sem felst í því að fæðingarorlof fylgi fæðingu en ekki barni. Í raun fékk elsta dóttir okkar 12 mánuði og því fylgdu 12 greiðslur frá Fæðingarorlofssjóð, sú sem fæddist um 30 sekúndum á eftir henni fékk 3 mánuði og þar með bara 3 greiðslur. Yngsta dóttir okkar, fædd um 50 sekúndum á eftir þeirri elstu, fékk einnig bara 3 mánuði og 3 greiðslur. Þetta er reikningsdæmi sem gengur ekki upp. Af hverju eru neikvæðar afleiðingar af því að eignast þrjú börn á sömu mínútunni? Ef dætur okkar ættu hver sinn afmælisdaginn hefðu þetta verið 36 mánuðir í fæðingarorlof og 36 greiðslur. Við dvöldum saman með dætrum okkar á Vökudeild í 3 mánuði. Við fengum fæðingarorlofi framlengt um 3 mánuði samtals fyrir þann tíma. Þarna fylgir fæðingarorlofið hvorki börnunum né foreldrunum, þar sem við vorum tvær og börnin þrjú. Ef einstætt foreldri með eitt barn dvelur á Vökudeild í þennan tíma fær það einnig 3 mánuði, hvernig getur það staðist? Við fjölburaforeldrar erum ekki mörg en við verðum að hafa hátt, nýta og taka þátt í þeirri umræðu sem skapast hefur undanfarið í samfélaginu. Við verðum að koma á verulegum breytingum svo að fjölburaforeldrar framtíðarinnar geti notið þess að vera í fæðingarorlofi með börnunum sínum. Höfundur er þríburamóðir og hjúkrunarfræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun