100 ára afmæli lýðveldisins Íslands Margrét Tryggvadóttir skrifar 26. júní 2024 07:00 Nýlega var ég í Helsinki og heimsótti þar nýja bókasafnið Oodi í miðborginni. Þangað hef ég reyndar komið áður en nú var ég í hópi sem fékk formlega leiðsögn frá safninu. Þar kom fram að safnið hafði verið afmælisgjöf til finnsku þjóðarinnar á 100 ára afmæli lýðveldisins árið 2017. Hin afmælisgjöfin var fullkominn ísbrjótur. Mikið finnst mér það fallegar gjafir þjóðar sem á enga höfn sem ekki frýs til sjálfrar sín; ísbrjótur og stórkostlegt bókasafn sem líka er svo margt fleira. Staður þar sem öll geta notið sín, óháð efnahag og uppruna. Fyrr í mánuðinum héldu stjórnvöld upp á 80 ára afmæli lýðveldisins. Ég var uppi í sveit og upptekin við annað á þjóðhátíðardaginn svo formleg hátíðarhöld hefðu sennilega farið alveg framhjá mér ef ég hefði ekki komið að gerð ágætrar bókar um fjallkonuna sem gefin var út í stóru upplagi eins og frægt er orðið. Sitt sýnist hverjum um það framtak stjórnarráðsins en ég hef einfaldan smekk þegar kemur að bókum: Því fleiri, því betra. Auk þess stóðu stjórnvöld fyrir nokkurra daga dagskrá á Þingvöllum, göngutúrum, kórlagakeppni, hátíðarkökum og ýmsu fleiru. Fyrir 30 árum var blásið til mikilla hátíðarhalda vegna 50 ára afmælis lýðveldisins, hátíðardags sem flestir minnast sem þjóðvegahátíðarinnar miklu þar sem einkabílisminn náði einhverskonar hátindi og stór hluti þjóðarinnar sat fastur í bílaröð á Þingvallaveginum í tæpan sólarhring. Í bókinni um fjallkonuna er svo greint frá hátíðarhöldunum rigningardaginn 17. júní 1944, sem nokkrir karlar skipulögðu hátíðardagskrána með þeim hætti að tugir ef ekki hundruðir annarra karla tróðu upp, héldu ræður og sýndu fimleika, glímu og víkingabúninga, svo eitthvað sé nefnt. Eina konan sem átti að gegna einhverju hlutverki var táknmynd – fjallkonan – og hún gleymdist úti í bíl, íklædd skautbúningi og fékk aldrei að flytja verðlaunaljóðið fyrir þjóðina. Sennilega erum við ekki sérlega góð í að skipuleggja svona viðburði og kannski heldur ekki neitt annað. Mér finnst oft eins og allt sé hér tilviljunum háð. Hlutirnir gerast bara einhvern veginn. Nú eru t.d. 19 ár síðan ríkið seldi Landssíma Íslands fyrir 66,7 milljarða og ætlaði að fjármagna nýtt þjóðarsjúkrahús með þeim peningum. Einmitt. Við förum vart að halda upp á 90 ára afmælið með miklum glæsibrag – en það styttist í að lýðveldið Ísland verði 100 ára. Hvað ætlum við að gera þá? Hvað viljum við og hvað þurfum við helst eftir 20 ár? Mér dettur ýmislegt í hug. Náttúruminjasafn Íslands er eitt af þremur höfuðsöfnum Íslands en á hvergi heima þótt það haldi úti fínni sýningu um vatn í Perlunni. Hvað væri Ísland án náttúrunnar? Flott safn er ekki byggt á einum degi frekar en þjóðarsjúkrahús – það þyrfti að byrja strax. Þótt nýja þjóðarsjúkrahúsið sé ekki enn komið í gagnið ættum við að vera farin að huga að því næsta. Við erum í skuld. Borgarlínan! Hver verður staðan á henni eftir 20 ár? Hvað með lest norður á Akureyri? Eða kannski háhraða lestarkerfi allan hringinn? Ég væri líka til í hjólaleiðir á milli bæja á landsbyggðinni. Ný stjórnarskrá. Hei, við eigum eina sem Alþingi gleymdi að lögfesta. Nýr gjaldmiðill og lægri vextir. Væri það eitthvað? Kolefnishlutleysi. Ekkert væri mikilvægara. Opinberar framkvæmdir taka oft óratíma – enda þarf að vanda til þeirra. (Nú er ég ekki að fullyrða að það sé alltaf gert). Ef við ætlum að skella í eitthvað betra en bollakökur og barmmerki á 100 ára afmæli lýðveldisins þyrftum við að fara að hugsa um það núna. Kannski væri best að efna til hugmyndasamkeppni meðal þjóðarinnar – fólks á öllum aldri, því þau sem eru átta ára núna verða 28 ára árið 2044. Það er einmitt það sem Finnar gerðu þegar lögð voru drög að Oodi, bókasafninu fína. Fólk á öllum aldri var spurt – og börnin vildu bæði tré og brekkur – og fengu hvoru tveggja. Höfundur er rithöfundur og áhugakona um fyrirhyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Finnland Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var ég í Helsinki og heimsótti þar nýja bókasafnið Oodi í miðborginni. Þangað hef ég reyndar komið áður en nú var ég í hópi sem fékk formlega leiðsögn frá safninu. Þar kom fram að safnið hafði verið afmælisgjöf til finnsku þjóðarinnar á 100 ára afmæli lýðveldisins árið 2017. Hin afmælisgjöfin var fullkominn ísbrjótur. Mikið finnst mér það fallegar gjafir þjóðar sem á enga höfn sem ekki frýs til sjálfrar sín; ísbrjótur og stórkostlegt bókasafn sem líka er svo margt fleira. Staður þar sem öll geta notið sín, óháð efnahag og uppruna. Fyrr í mánuðinum héldu stjórnvöld upp á 80 ára afmæli lýðveldisins. Ég var uppi í sveit og upptekin við annað á þjóðhátíðardaginn svo formleg hátíðarhöld hefðu sennilega farið alveg framhjá mér ef ég hefði ekki komið að gerð ágætrar bókar um fjallkonuna sem gefin var út í stóru upplagi eins og frægt er orðið. Sitt sýnist hverjum um það framtak stjórnarráðsins en ég hef einfaldan smekk þegar kemur að bókum: Því fleiri, því betra. Auk þess stóðu stjórnvöld fyrir nokkurra daga dagskrá á Þingvöllum, göngutúrum, kórlagakeppni, hátíðarkökum og ýmsu fleiru. Fyrir 30 árum var blásið til mikilla hátíðarhalda vegna 50 ára afmælis lýðveldisins, hátíðardags sem flestir minnast sem þjóðvegahátíðarinnar miklu þar sem einkabílisminn náði einhverskonar hátindi og stór hluti þjóðarinnar sat fastur í bílaröð á Þingvallaveginum í tæpan sólarhring. Í bókinni um fjallkonuna er svo greint frá hátíðarhöldunum rigningardaginn 17. júní 1944, sem nokkrir karlar skipulögðu hátíðardagskrána með þeim hætti að tugir ef ekki hundruðir annarra karla tróðu upp, héldu ræður og sýndu fimleika, glímu og víkingabúninga, svo eitthvað sé nefnt. Eina konan sem átti að gegna einhverju hlutverki var táknmynd – fjallkonan – og hún gleymdist úti í bíl, íklædd skautbúningi og fékk aldrei að flytja verðlaunaljóðið fyrir þjóðina. Sennilega erum við ekki sérlega góð í að skipuleggja svona viðburði og kannski heldur ekki neitt annað. Mér finnst oft eins og allt sé hér tilviljunum háð. Hlutirnir gerast bara einhvern veginn. Nú eru t.d. 19 ár síðan ríkið seldi Landssíma Íslands fyrir 66,7 milljarða og ætlaði að fjármagna nýtt þjóðarsjúkrahús með þeim peningum. Einmitt. Við förum vart að halda upp á 90 ára afmælið með miklum glæsibrag – en það styttist í að lýðveldið Ísland verði 100 ára. Hvað ætlum við að gera þá? Hvað viljum við og hvað þurfum við helst eftir 20 ár? Mér dettur ýmislegt í hug. Náttúruminjasafn Íslands er eitt af þremur höfuðsöfnum Íslands en á hvergi heima þótt það haldi úti fínni sýningu um vatn í Perlunni. Hvað væri Ísland án náttúrunnar? Flott safn er ekki byggt á einum degi frekar en þjóðarsjúkrahús – það þyrfti að byrja strax. Þótt nýja þjóðarsjúkrahúsið sé ekki enn komið í gagnið ættum við að vera farin að huga að því næsta. Við erum í skuld. Borgarlínan! Hver verður staðan á henni eftir 20 ár? Hvað með lest norður á Akureyri? Eða kannski háhraða lestarkerfi allan hringinn? Ég væri líka til í hjólaleiðir á milli bæja á landsbyggðinni. Ný stjórnarskrá. Hei, við eigum eina sem Alþingi gleymdi að lögfesta. Nýr gjaldmiðill og lægri vextir. Væri það eitthvað? Kolefnishlutleysi. Ekkert væri mikilvægara. Opinberar framkvæmdir taka oft óratíma – enda þarf að vanda til þeirra. (Nú er ég ekki að fullyrða að það sé alltaf gert). Ef við ætlum að skella í eitthvað betra en bollakökur og barmmerki á 100 ára afmæli lýðveldisins þyrftum við að fara að hugsa um það núna. Kannski væri best að efna til hugmyndasamkeppni meðal þjóðarinnar – fólks á öllum aldri, því þau sem eru átta ára núna verða 28 ára árið 2044. Það er einmitt það sem Finnar gerðu þegar lögð voru drög að Oodi, bókasafninu fína. Fólk á öllum aldri var spurt – og börnin vildu bæði tré og brekkur – og fengu hvoru tveggja. Höfundur er rithöfundur og áhugakona um fyrirhyggju.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun