Féll kylliflatur fyrir einlægni Taylor Swift Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. júní 2024 15:22 Travis Kelce og Taylor Swift virðast ástfangin upp fyrir haus. Ezra Shaw/Getty Images Ástarsamband ruðningsleikmannsins Travis Kelce og súperstjörnunnar Taylor Swift hefur vakið mikla athygli um allan heim enda er Swift ein frægasta kona jarðar um þessar mundir, með fjórtán Grammy verðlaun undir beltinu. Kelce ræddi opinskátt um ástina í hlaðvarpsviðtali á dögunum þar sem hann opnar sig meðal annars um það hvernig hann féll fyrir poppstjörnunni. „Þetta er daman mín“ Kelce sjálfur hefur þrisvar sinnum borið sigur úr bíti með liði sínu Kansas City Chiefs í Ofurskálinni (e. Super Bowl). Í hlaðvarpinu the Bussin’ with the Boys er hann spurður út í það hvernig sé að eiga í ástarsambandi við stærstu poppstjörnu jarðarinnar og sparar hann ekki stóru orðin. „Þú vilt halda ákveðnum hlutum frá sviðsljósinu en á sama tíma er ég ekki að fela neitt. Þetta er stelpan mín. Þetta er daman mín. Ég er stoltur af því. Þú vilt samt bara ekki hleypa öllum inn í þitt persónulega líf þar sem allir geta gert athugasemd við eitthvað, því ég veit að allt sem hún gerir verður að fyrirsögn.“ Dálítið krúttleg kæró stund! Kelce fór á svið með Taylor Swift á The Eras tónleikaferðalagi hennar í London.Gareth Cattermole/TAS24/Getty Images for TAS Rights Management Dáist að afslöppuðu viðhorfi Swift Þrátt fyrir að vera ein umtalaðasta stjarna í heimi virðist Swift þó eiga auðvelt með að halda sér niðri á jörðinni og féll Kelce kylliflatur fyrir því. „Hún er mjög meðvituð um sig. Hún les mjög vel í aðstæður og ég held að það hve einlæg hún er í kringum vini og fjölskyldu hafi algjörlega látið mig falla fyrir henni. Lífið getur orðið klikkað fyrir einhvern sem fær svona mikla athygli en hún nær að vera svo afslöppuð og nett og ég get án efa dáðst að því.“ Parið byrjaði að stinga saman nefjum síðastliðið sumar og þegar Taylor fór á fyrsta Chiefs leikinn í september fór það að sjálfsögðu sem eldur um sinu á Internetinu. Swift var klædd í rautt og sást hlæja og spjalla við Donnu, móður Kelce, í VIP svítu liðsins. Kelce segir að hún hafi viljað upplifa leikinn til hins ítrasta. „Hún gekk bara inn um dyrnar og var ekkert að hafa áhyggjur af því að vera með öryggisverði. Hún sagðist bara vilja vera í kringum vini og fjölskyldu og upplifa þetta með öllum. Hún vill vera hluti af þessu öllu, hún vill styðja mig. Hún hefur algjörlega sigrað hjartað mitt.“ Aðspurður hvað hafi komið mest á óvart í sambandinu segir Kelce það án efa vera athygli fjölmiðlanna. „Æsifréttaljósmyndararnir (e. paparazzi) hafa verið það allra klikkaðasta.“ Ofurskálin Ástin og lífið Hollywood Tónlist Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Lífið samstarf Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
„Þetta er daman mín“ Kelce sjálfur hefur þrisvar sinnum borið sigur úr bíti með liði sínu Kansas City Chiefs í Ofurskálinni (e. Super Bowl). Í hlaðvarpinu the Bussin’ with the Boys er hann spurður út í það hvernig sé að eiga í ástarsambandi við stærstu poppstjörnu jarðarinnar og sparar hann ekki stóru orðin. „Þú vilt halda ákveðnum hlutum frá sviðsljósinu en á sama tíma er ég ekki að fela neitt. Þetta er stelpan mín. Þetta er daman mín. Ég er stoltur af því. Þú vilt samt bara ekki hleypa öllum inn í þitt persónulega líf þar sem allir geta gert athugasemd við eitthvað, því ég veit að allt sem hún gerir verður að fyrirsögn.“ Dálítið krúttleg kæró stund! Kelce fór á svið með Taylor Swift á The Eras tónleikaferðalagi hennar í London.Gareth Cattermole/TAS24/Getty Images for TAS Rights Management Dáist að afslöppuðu viðhorfi Swift Þrátt fyrir að vera ein umtalaðasta stjarna í heimi virðist Swift þó eiga auðvelt með að halda sér niðri á jörðinni og féll Kelce kylliflatur fyrir því. „Hún er mjög meðvituð um sig. Hún les mjög vel í aðstæður og ég held að það hve einlæg hún er í kringum vini og fjölskyldu hafi algjörlega látið mig falla fyrir henni. Lífið getur orðið klikkað fyrir einhvern sem fær svona mikla athygli en hún nær að vera svo afslöppuð og nett og ég get án efa dáðst að því.“ Parið byrjaði að stinga saman nefjum síðastliðið sumar og þegar Taylor fór á fyrsta Chiefs leikinn í september fór það að sjálfsögðu sem eldur um sinu á Internetinu. Swift var klædd í rautt og sást hlæja og spjalla við Donnu, móður Kelce, í VIP svítu liðsins. Kelce segir að hún hafi viljað upplifa leikinn til hins ítrasta. „Hún gekk bara inn um dyrnar og var ekkert að hafa áhyggjur af því að vera með öryggisverði. Hún sagðist bara vilja vera í kringum vini og fjölskyldu og upplifa þetta með öllum. Hún vill vera hluti af þessu öllu, hún vill styðja mig. Hún hefur algjörlega sigrað hjartað mitt.“ Aðspurður hvað hafi komið mest á óvart í sambandinu segir Kelce það án efa vera athygli fjölmiðlanna. „Æsifréttaljósmyndararnir (e. paparazzi) hafa verið það allra klikkaðasta.“
Ofurskálin Ástin og lífið Hollywood Tónlist Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Lífið samstarf Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira