Uppgjör: Þór/KA - Valur 1-2 | Norðankonur að missa af lestinni eftir viðsnúning Vals Ester Ósk Árnadóttir skrifar 25. júní 2024 21:22 Valskonur hafa unnið þrjá í röð. Vísir/Anton Brink Valur vann ótrúlegan 1-2 endurkomusigur er liðið heimsótti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Heimakonur höfðu forystuna í leiknum þar til um fimm mínútur voru til leiksloka. Fyrri hálfleikur leiksins var með öllu tíðindalaus. Valur var með meira með boltann og gerði sitt í að sækja, þær náðu þó ekkert að opna heimakonur. Þór/KA varðist vel og þegar átti við komu langir boltar fram á Huldu Ósk Jónsdóttir og Söndru Maríu Jessen sem keyrðu á vörn Vals og náðu stöku skotum. Hálfleikstölur á VÍS vellinum 0-0. Seinni hálfleikur var meira opin. Heimakonur byrjuðu hann af krafti. Sandra María Jessen fékk sannkallað dauðafæri á 53. mínútu leiksins en þá slapp hún ein í gegn um vörn Vals en skotið vel framhjá markinu. Stuttu seinna eða á 60. mínútu leiksins skoraði Hulda Ósk Jónsdóttir fyrir heimakonur glæsilegt mark og útlitið gott fyrir Þór/KA. Eftir markið jókst pressa Vals jafnt og þétt, þær fengu færi til að jafna en tókst ekki að koma boltanum yfir marklínuna fyrr en á 85. mínútu leiksins en þar var að verki Berglind Björg Þorvaldsdóttir eftir sendingu Fanndísar Friðriksdóttir. Valskonur léttu kné fylgja kviði og Anna Björk Kristjánsdóttir skoraði sigurmarkið þegar komið var fram í uppbótartíma. Lokatölur 1-2. Atvik leiksins Jöfnunarmarkið er vendipunktur í leiknum. Þór/KA konur höfðu varist virkilega vel allan leikinn og þrátt fyrir mikla pressu virtust Valskonur ekki geta skorað en markið jók á sjálftraustið og ekki leið á löngu þar til annað fylgdi á eftir. Stjörnur og skúrkar Þrátt fyrir tap og tvö mörk á sig stóð varnarlína Þór/KA sig mjög vel og það verður að hrósa miðvarðaparinu Lidija Kulis og Huldu Björg Hannesdóttir fyrir mjög góðan leik lengst af. Fanndís Friðriksdóttir kom inn af bekknum með mikinn kraft og aðstoðaðir sínar konur að koma sér í næsta gír fyrir ofan. Mikill kraftur og mikill hætta af vinstri vængnum. Það er tvennt sem stendur upp úr sem hefði mátt fara betur. Sandra María Jessen kemst í algjört dauðafæri á 53. mínútu sem hún fer afskaplega illa með. Þá átti Lara Ivanusa inn á miðju Þór/KA ekki sérstaklega góðan dag, mikið af misheppnuðum sendingum og oft undir í baráttunni. Þá var hún á einum tímapunkti óvölduð inn á teig Vals þegar góður bolti kemur frá Unu Móeiði en hún nær ekki að skalla hann að marki. Stemmning og umgjörð Það var gott veður fyrir þá áhorfendur sem mættu á leikinn og var það nokkur fjöldi eða um 250 manns. Ungdómurinn sá um trommusláttinn og gerði það til fyrirmyndir og voru heimakonur vel studdar eftir því sem leið á leikinn. Dómarinn Það fór ekkert fyrir Þórði Þorsteini Þórðarsyni og hans mönnum í þessum leik og það er akkúrat þannig sem það á að vera. Jóhann Kristinn Gunnarsson: „Það eru mörg góð lög á þessum diski“ Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var ansi svekktur eftir tapið í dagVísir/Vilhelm Jóhann Kristinn Gunnarson þjálfari Þór/KA var virkilega svekktur þegar hann kom í viðtal eftir 1-2 tap á móti Val á VÍS vellinum þar sem Þór/KA konur leiddu þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Maður er sleginn og hundfúll. Því þetta var mjög ljót tap, þau verða ekki ljótari. Mig langar samt að byrja á því að óska Valskonum til hamingju, þó það sé bara helmingur búinn af mótinu að þegar þú vinnur svona að þá er það oft ágætis vísbending um meistaraheppni og það var sko sannarlega með þeim í dag.“ Þór/KA er komið 6 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Jóhann fór í myndlíkingar þegar hann ræddi Val og Breiðablik. „Það er mjög erfitt að vinna þessi tvö lið. Ef þetta væri úr geisladiska standi að þá væru þessi tvö lið náttúrulega the greatest hits þarna efst. Við náum að vinna önnur lið sem er ekki sjálfgefið en við ætluðum að breyta þessu í dag og taka af öðru toppliðinu öll stigin en svona er þetta bara, það eru mörg góð lög á þessum diski.“ Þór/KA átti góðan leik og hélt Val stæðstan hluta af leiknum í skefjum og hefðu jafnvel geta bætt við marki. „Það sem við vorum að gera gekk bara fínt. Við fengum fín færi og við eigum eftir að naga okkur í handabökin yfir því. Það er vont að fá svona marga góða sénsa í leik sem þessum toppbaráttuslag. Þær nýttu það sem þær fengu og skoruðu mörkin sín og fara með öll stigin. Það verður ekkert spurt að því hvað við fengum mörg færi.“ Valur setti tvö mörk eins og áður segir á stuttum kafla í lok leiks. „Lið með þessi gæði eins og hjá Val liggja auðvitað á okkur. Við erum klaufar í varnarleiknum og gefum þessa aukaspyrnu á hættulegum stað, hefðum mögulega sjálf átt að fá aukaspyrnu þarna rétt áður en við hefðum átt að vera búin að klára þennan leik með þeim færum sem við fengum.“ Framundan eru undanúrslitin í Mjólkurbikarnum. Þór/KA tekur á móti Breiðablik á föstudaginn. Jóhanni finnst full stutt á milli leikja. „Það er mjög gott að það er stutt í næsta verkefni en þetta er full stutt. Það er þriðjudagskvöld og við eigum leik á föstudagskvöldið, það er þá þriðji leikurinn á viku. Það er galið.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Valur
Valur vann ótrúlegan 1-2 endurkomusigur er liðið heimsótti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Heimakonur höfðu forystuna í leiknum þar til um fimm mínútur voru til leiksloka. Fyrri hálfleikur leiksins var með öllu tíðindalaus. Valur var með meira með boltann og gerði sitt í að sækja, þær náðu þó ekkert að opna heimakonur. Þór/KA varðist vel og þegar átti við komu langir boltar fram á Huldu Ósk Jónsdóttir og Söndru Maríu Jessen sem keyrðu á vörn Vals og náðu stöku skotum. Hálfleikstölur á VÍS vellinum 0-0. Seinni hálfleikur var meira opin. Heimakonur byrjuðu hann af krafti. Sandra María Jessen fékk sannkallað dauðafæri á 53. mínútu leiksins en þá slapp hún ein í gegn um vörn Vals en skotið vel framhjá markinu. Stuttu seinna eða á 60. mínútu leiksins skoraði Hulda Ósk Jónsdóttir fyrir heimakonur glæsilegt mark og útlitið gott fyrir Þór/KA. Eftir markið jókst pressa Vals jafnt og þétt, þær fengu færi til að jafna en tókst ekki að koma boltanum yfir marklínuna fyrr en á 85. mínútu leiksins en þar var að verki Berglind Björg Þorvaldsdóttir eftir sendingu Fanndísar Friðriksdóttir. Valskonur léttu kné fylgja kviði og Anna Björk Kristjánsdóttir skoraði sigurmarkið þegar komið var fram í uppbótartíma. Lokatölur 1-2. Atvik leiksins Jöfnunarmarkið er vendipunktur í leiknum. Þór/KA konur höfðu varist virkilega vel allan leikinn og þrátt fyrir mikla pressu virtust Valskonur ekki geta skorað en markið jók á sjálftraustið og ekki leið á löngu þar til annað fylgdi á eftir. Stjörnur og skúrkar Þrátt fyrir tap og tvö mörk á sig stóð varnarlína Þór/KA sig mjög vel og það verður að hrósa miðvarðaparinu Lidija Kulis og Huldu Björg Hannesdóttir fyrir mjög góðan leik lengst af. Fanndís Friðriksdóttir kom inn af bekknum með mikinn kraft og aðstoðaðir sínar konur að koma sér í næsta gír fyrir ofan. Mikill kraftur og mikill hætta af vinstri vængnum. Það er tvennt sem stendur upp úr sem hefði mátt fara betur. Sandra María Jessen kemst í algjört dauðafæri á 53. mínútu sem hún fer afskaplega illa með. Þá átti Lara Ivanusa inn á miðju Þór/KA ekki sérstaklega góðan dag, mikið af misheppnuðum sendingum og oft undir í baráttunni. Þá var hún á einum tímapunkti óvölduð inn á teig Vals þegar góður bolti kemur frá Unu Móeiði en hún nær ekki að skalla hann að marki. Stemmning og umgjörð Það var gott veður fyrir þá áhorfendur sem mættu á leikinn og var það nokkur fjöldi eða um 250 manns. Ungdómurinn sá um trommusláttinn og gerði það til fyrirmyndir og voru heimakonur vel studdar eftir því sem leið á leikinn. Dómarinn Það fór ekkert fyrir Þórði Þorsteini Þórðarsyni og hans mönnum í þessum leik og það er akkúrat þannig sem það á að vera. Jóhann Kristinn Gunnarsson: „Það eru mörg góð lög á þessum diski“ Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var ansi svekktur eftir tapið í dagVísir/Vilhelm Jóhann Kristinn Gunnarson þjálfari Þór/KA var virkilega svekktur þegar hann kom í viðtal eftir 1-2 tap á móti Val á VÍS vellinum þar sem Þór/KA konur leiddu þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Maður er sleginn og hundfúll. Því þetta var mjög ljót tap, þau verða ekki ljótari. Mig langar samt að byrja á því að óska Valskonum til hamingju, þó það sé bara helmingur búinn af mótinu að þegar þú vinnur svona að þá er það oft ágætis vísbending um meistaraheppni og það var sko sannarlega með þeim í dag.“ Þór/KA er komið 6 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Jóhann fór í myndlíkingar þegar hann ræddi Val og Breiðablik. „Það er mjög erfitt að vinna þessi tvö lið. Ef þetta væri úr geisladiska standi að þá væru þessi tvö lið náttúrulega the greatest hits þarna efst. Við náum að vinna önnur lið sem er ekki sjálfgefið en við ætluðum að breyta þessu í dag og taka af öðru toppliðinu öll stigin en svona er þetta bara, það eru mörg góð lög á þessum diski.“ Þór/KA átti góðan leik og hélt Val stæðstan hluta af leiknum í skefjum og hefðu jafnvel geta bætt við marki. „Það sem við vorum að gera gekk bara fínt. Við fengum fín færi og við eigum eftir að naga okkur í handabökin yfir því. Það er vont að fá svona marga góða sénsa í leik sem þessum toppbaráttuslag. Þær nýttu það sem þær fengu og skoruðu mörkin sín og fara með öll stigin. Það verður ekkert spurt að því hvað við fengum mörg færi.“ Valur setti tvö mörk eins og áður segir á stuttum kafla í lok leiks. „Lið með þessi gæði eins og hjá Val liggja auðvitað á okkur. Við erum klaufar í varnarleiknum og gefum þessa aukaspyrnu á hættulegum stað, hefðum mögulega sjálf átt að fá aukaspyrnu þarna rétt áður en við hefðum átt að vera búin að klára þennan leik með þeim færum sem við fengum.“ Framundan eru undanúrslitin í Mjólkurbikarnum. Þór/KA tekur á móti Breiðablik á föstudaginn. Jóhanni finnst full stutt á milli leikja. „Það er mjög gott að það er stutt í næsta verkefni en þetta er full stutt. Það er þriðjudagskvöld og við eigum leik á föstudagskvöldið, það er þá þriðji leikurinn á viku. Það er galið.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti