Víða búið að brúa umönnunarbilið Unnur Valborg Hilmarsdóttir skrifar 25. júní 2024 10:31 Undanfarið hafa málefni barnafjölskyldna verið mikið í umræðunni og þá einkum fæðingarorlofsgreiðslur og leikskólapláss þegar fæðingarorlofi sleppir. Bent hefur verið á að ungt fólk bæði veigri sér við að flytja heim eftir nám erlendis vegna stöðunnar og eins við að eignast börn. Það hafi hreinlega ekki efni á því. Eins hefur verið bent á að skortur á leikskólaplássum bitni í lang flestum tilfellum á konum og með því sé vegið að jafnréttinu sem við teljum okkur standa framar í en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Hvoru tveggja er afar miður og hefur ríkið nú stigið skref í að úrbótum með því að hækka þak á fæðingarorlofsgreiðslur. Er full ástæða til að fagna því enda viljum við öll standa undir nafni sem fjölskylduvænt land sem hefur jafnrétti að leiðarljósi. Ónefndur þingmaður fór yfir samþykkt Alþingis á hækkun á þaki fæðingarorlofsgreiðslna á samfélagsmiðlum á dögunum og lauk máli sínu með því að segja að við skyldum nú “vona að sveitarfélögin fari að taka sig á og bjóða upp á leikskólapláss frá eins árs aldri”. Má með því skilja sem svo að Alþingi væri búið að gera sitt og nú væri komið að sveitarfélögunum að standa sig í stykkinu – vandinn lægi hjá þeim. Jafnréttisstofa sá sig jafnframt knúna til að senda sveitarfélögunum í landinu bréf til að minna þau á ábyrgð og hlutverk þeirra í að brúa umönnunarbilið. Þar kemur fram að: “Núverandi aðstæður barnafólks til þess að hafa jafna möguleika til að brúa bilið eru víðast hvar óviðundandi”. Aftur er vandamálinu varpað á sveitarfélögin. Einhver hafa nefnt að með því að varpa ábyrgðinni yfir á sveitarfélögin sé verið að hengja bakara fyrir smið. Í fyrsta lagi ráði sveitarfélögin ekki lengd fæðingarorlofs auk þess sem rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga (sem í sjálfu sér umræða út af fyrir sig sem vert er að taka af alvöru). Auðvitað skiptir hið lögbundna hlutverk ekki máli þegar rætt er um stöðu barnafólks því það sér hver sem það vill sjá að uppbygging samfélaga verður afar erfið ef ekki er hlúð að barnafólki. Ég leyfi mér að fullyrða að öll sveitarfélög vilji standa sig vel í þessum efnum. Það gengur hins vegar vissulega mis vel. Það að alhæfa hins vegar að sveitarfélög verði að taka sig á er hins vegar ekki maklegt þegar all nokkur fjöldi af sveitarfélögum er fyrir löngu búinn að brúa umönnunarbilið og er að standa sig nokkuð vel í þessum efnum. Þar á meðal Húnaþing vestra þar sem börn komast inn í leikskóla þegar fæðingarorlofi sleppir. Meira að segja eru til sveitarfélög sem taka yngri börn en 12 mánaða inn á leikskóla til að mæta þörfum einstæðra foreldra. Í umræðu sem þessari er brýnt að ræða málin af yfirvegun og sanngirni en ekki með alhæfingum og upphrópunum. Það er víða pottur brotinn en víða eru sveitarfélögin að standa sig vel í að búa barnafjölskyldum gott umhverfi enda felst í því fjárfesting til framtíðar á svo ótal marga vegu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnaþing vestra Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa málefni barnafjölskyldna verið mikið í umræðunni og þá einkum fæðingarorlofsgreiðslur og leikskólapláss þegar fæðingarorlofi sleppir. Bent hefur verið á að ungt fólk bæði veigri sér við að flytja heim eftir nám erlendis vegna stöðunnar og eins við að eignast börn. Það hafi hreinlega ekki efni á því. Eins hefur verið bent á að skortur á leikskólaplássum bitni í lang flestum tilfellum á konum og með því sé vegið að jafnréttinu sem við teljum okkur standa framar í en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Hvoru tveggja er afar miður og hefur ríkið nú stigið skref í að úrbótum með því að hækka þak á fæðingarorlofsgreiðslur. Er full ástæða til að fagna því enda viljum við öll standa undir nafni sem fjölskylduvænt land sem hefur jafnrétti að leiðarljósi. Ónefndur þingmaður fór yfir samþykkt Alþingis á hækkun á þaki fæðingarorlofsgreiðslna á samfélagsmiðlum á dögunum og lauk máli sínu með því að segja að við skyldum nú “vona að sveitarfélögin fari að taka sig á og bjóða upp á leikskólapláss frá eins árs aldri”. Má með því skilja sem svo að Alþingi væri búið að gera sitt og nú væri komið að sveitarfélögunum að standa sig í stykkinu – vandinn lægi hjá þeim. Jafnréttisstofa sá sig jafnframt knúna til að senda sveitarfélögunum í landinu bréf til að minna þau á ábyrgð og hlutverk þeirra í að brúa umönnunarbilið. Þar kemur fram að: “Núverandi aðstæður barnafólks til þess að hafa jafna möguleika til að brúa bilið eru víðast hvar óviðundandi”. Aftur er vandamálinu varpað á sveitarfélögin. Einhver hafa nefnt að með því að varpa ábyrgðinni yfir á sveitarfélögin sé verið að hengja bakara fyrir smið. Í fyrsta lagi ráði sveitarfélögin ekki lengd fæðingarorlofs auk þess sem rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga (sem í sjálfu sér umræða út af fyrir sig sem vert er að taka af alvöru). Auðvitað skiptir hið lögbundna hlutverk ekki máli þegar rætt er um stöðu barnafólks því það sér hver sem það vill sjá að uppbygging samfélaga verður afar erfið ef ekki er hlúð að barnafólki. Ég leyfi mér að fullyrða að öll sveitarfélög vilji standa sig vel í þessum efnum. Það gengur hins vegar vissulega mis vel. Það að alhæfa hins vegar að sveitarfélög verði að taka sig á er hins vegar ekki maklegt þegar all nokkur fjöldi af sveitarfélögum er fyrir löngu búinn að brúa umönnunarbilið og er að standa sig nokkuð vel í þessum efnum. Þar á meðal Húnaþing vestra þar sem börn komast inn í leikskóla þegar fæðingarorlofi sleppir. Meira að segja eru til sveitarfélög sem taka yngri börn en 12 mánaða inn á leikskóla til að mæta þörfum einstæðra foreldra. Í umræðu sem þessari er brýnt að ræða málin af yfirvegun og sanngirni en ekki með alhæfingum og upphrópunum. Það er víða pottur brotinn en víða eru sveitarfélögin að standa sig vel í að búa barnafjölskyldum gott umhverfi enda felst í því fjárfesting til framtíðar á svo ótal marga vegu.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun