Andri Lucas: „Fyrir ári síðan var maður bara á bekknum í Svíþjóð“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. júní 2024 09:02 Andri Lucas Guðjohnsen skrifaði á dögunum undir fjögurra ára samning við KAA Gent. kaagent.be Andri Lucas Guðjohnsen hefur lengi verið í sviðljósinu sem einn af efnilegri knattspyrnumönnum Íslands. Hann sprakk út á nýliðnu tímabili með danska félaginu Lyngby og var seldur fyrir metfé til Gent í Belgíu. Andri var áður á mála hjá sænska félaginu Norrköping en stökk til þegar Freyr Alexandersson, þáverandi þjálfari Lyngby, vildi fá hann til að leysa af Alfreð Finnbogason, sem var nýfarinn frá félaginu. „Það er kannski ekkert eitthvað eitt sem getur útskýrt allt saman sem gerðist í Svíþjóð, það kom inn þjálfari sem vildi bara spila með einn framherja og hinn framherjinn sem ég var að berjast um sæti við var fyrirliði og ég meina, það er bara regla númer eitt í fótboltanum að aldrei berjast um sæti við fyrirliða,“ sagði Andri og brosti út í annað. „Við tókum nokkur símtöl ég og Freysi. Alfreð var einmitt að fara þannig þeim vantaði framherja, maður stökk á þetta og bara búið að vera geggjað ár,“ bætti hann svo við. Gott að koma heim og sofa aðeins út Andri hvílir sig nú eftir langt og strangt tímabil en hann var markahæsti leikmaður Lyngby sem tókst með herkjum að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. „Þetta var krefjandi og erfitt tímabil með Lyngby, fínt að koma heim og slaka aðeins á. Maður fær að sofa út, svo nýtir maður tímann til að hitta fjölskyldu og vini sem maður fær ekki að hitta eins oft.“ Andri kom upphaflega til Lyngby á láni, en stjórnarmenn voru svo sáttir með hann að þeir vildu strax festa kaup. Það var þó ekki fyrr en í apríl að félögin Lyngby og Norrköping gengu frá kaupsamningi og Andri skrifaði undir þriggja ára samning. „Lyngby vildu klára það af strax að kaupa mig, bara eftir mánuð. Ég held að þeir hafi séð strax hvað ég passaði vel inn í liðið og já á endanum kaupa þeir mig frá Norrköping sem ég var ótrúlega ánægður með.“ Andri var markahæstur leikmaður Lyngby með 15 mörk í öllum keppnum á tímabilinu og næst markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar með 13 mörk.Lyngby BoldklubFögnuðurinn var mikill þegar Lyngby tókst að halda sér uppi á lokametrunum.Lyngby BoldklubKolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon voru liðsfélagar hans hjá Lyngby.Lyngby BoldklubLyngby BoldklubLyngby Boldklub Keyptur og strax seldur Aðeins um mánuði síðar var Andri seldur burt frá Lyngby til belgíska félagsins Gent. Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Þór Viðarsson, gegnir yfirmannsstöðu hjá félaginu og hafði mikið að segja í málinu. „Það var kannski pínu öðruvísi að hann [Arnar Þór] hafi svo komið til mín að reyna að fá mig yfir til Gent.“ Gent borgaði 3 milljónir evra fyrir Andra sem gerir hann að dýrasta leikmanni sem Lyngby hefur nokkurn tímann selt frá sér. „Það er alveg góð tilfinning en líka skrítið á sama tíma, fyrir ári síðan var maður bara á bekknum í Svíþjóð og einhvern veginn ekkert að ganga upp. Allt í einu ári seinna er allt þetta að gerast þannig maður vill ekki vera of hátt uppi heldur halda áfram með sama hugarfar og ég hef verið með síðasta árið. Hausinn niður, halda áfram að vinna og bæta sig sem fótboltamaður.“ Innslagið allt úr Sportpakkanum má sjá í spilaranum fyrir ofan. Seinni hluti viðtalsins verður svo birtur síðar í vikunni. Belgíski boltinn Landslið karla í fótbolta Danski boltinn Sænski boltinn Tengdar fréttir Andri Lucas kveður Lyngby: „Hjálpuðu mér að stíga næsta skref á ferlinum“ Landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen kvaddi Lyngby í gær eftir ævintýratímabil. Hann fer til Gent í Belgíu og er dýrasti leikmaður sem danska félagið hefur nokkurn tímann selt. 8. júní 2024 07:00 Íslendingaliðið Lyngby hélt sér uppi í úrvalsdeild Lyngby tókst aftur að halda sér uppi í dönsku úrvalsdeildinni með frábærum lokaspretti. 25. maí 2024 15:12 Kynntu Andra Lucas til leiks með dramatísku myndbandi Belgíska úrvalsdeildarliðið Gent hefur staðfest kaupin á Andra Lucasi Guðjohnsen frá Lyngby í Danmörku. 7. júní 2024 11:43 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Sjá meira
Andri var áður á mála hjá sænska félaginu Norrköping en stökk til þegar Freyr Alexandersson, þáverandi þjálfari Lyngby, vildi fá hann til að leysa af Alfreð Finnbogason, sem var nýfarinn frá félaginu. „Það er kannski ekkert eitthvað eitt sem getur útskýrt allt saman sem gerðist í Svíþjóð, það kom inn þjálfari sem vildi bara spila með einn framherja og hinn framherjinn sem ég var að berjast um sæti við var fyrirliði og ég meina, það er bara regla númer eitt í fótboltanum að aldrei berjast um sæti við fyrirliða,“ sagði Andri og brosti út í annað. „Við tókum nokkur símtöl ég og Freysi. Alfreð var einmitt að fara þannig þeim vantaði framherja, maður stökk á þetta og bara búið að vera geggjað ár,“ bætti hann svo við. Gott að koma heim og sofa aðeins út Andri hvílir sig nú eftir langt og strangt tímabil en hann var markahæsti leikmaður Lyngby sem tókst með herkjum að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. „Þetta var krefjandi og erfitt tímabil með Lyngby, fínt að koma heim og slaka aðeins á. Maður fær að sofa út, svo nýtir maður tímann til að hitta fjölskyldu og vini sem maður fær ekki að hitta eins oft.“ Andri kom upphaflega til Lyngby á láni, en stjórnarmenn voru svo sáttir með hann að þeir vildu strax festa kaup. Það var þó ekki fyrr en í apríl að félögin Lyngby og Norrköping gengu frá kaupsamningi og Andri skrifaði undir þriggja ára samning. „Lyngby vildu klára það af strax að kaupa mig, bara eftir mánuð. Ég held að þeir hafi séð strax hvað ég passaði vel inn í liðið og já á endanum kaupa þeir mig frá Norrköping sem ég var ótrúlega ánægður með.“ Andri var markahæstur leikmaður Lyngby með 15 mörk í öllum keppnum á tímabilinu og næst markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar með 13 mörk.Lyngby BoldklubFögnuðurinn var mikill þegar Lyngby tókst að halda sér uppi á lokametrunum.Lyngby BoldklubKolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon voru liðsfélagar hans hjá Lyngby.Lyngby BoldklubLyngby BoldklubLyngby Boldklub Keyptur og strax seldur Aðeins um mánuði síðar var Andri seldur burt frá Lyngby til belgíska félagsins Gent. Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Þór Viðarsson, gegnir yfirmannsstöðu hjá félaginu og hafði mikið að segja í málinu. „Það var kannski pínu öðruvísi að hann [Arnar Þór] hafi svo komið til mín að reyna að fá mig yfir til Gent.“ Gent borgaði 3 milljónir evra fyrir Andra sem gerir hann að dýrasta leikmanni sem Lyngby hefur nokkurn tímann selt frá sér. „Það er alveg góð tilfinning en líka skrítið á sama tíma, fyrir ári síðan var maður bara á bekknum í Svíþjóð og einhvern veginn ekkert að ganga upp. Allt í einu ári seinna er allt þetta að gerast þannig maður vill ekki vera of hátt uppi heldur halda áfram með sama hugarfar og ég hef verið með síðasta árið. Hausinn niður, halda áfram að vinna og bæta sig sem fótboltamaður.“ Innslagið allt úr Sportpakkanum má sjá í spilaranum fyrir ofan. Seinni hluti viðtalsins verður svo birtur síðar í vikunni.
Belgíski boltinn Landslið karla í fótbolta Danski boltinn Sænski boltinn Tengdar fréttir Andri Lucas kveður Lyngby: „Hjálpuðu mér að stíga næsta skref á ferlinum“ Landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen kvaddi Lyngby í gær eftir ævintýratímabil. Hann fer til Gent í Belgíu og er dýrasti leikmaður sem danska félagið hefur nokkurn tímann selt. 8. júní 2024 07:00 Íslendingaliðið Lyngby hélt sér uppi í úrvalsdeild Lyngby tókst aftur að halda sér uppi í dönsku úrvalsdeildinni með frábærum lokaspretti. 25. maí 2024 15:12 Kynntu Andra Lucas til leiks með dramatísku myndbandi Belgíska úrvalsdeildarliðið Gent hefur staðfest kaupin á Andra Lucasi Guðjohnsen frá Lyngby í Danmörku. 7. júní 2024 11:43 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Sjá meira
Andri Lucas kveður Lyngby: „Hjálpuðu mér að stíga næsta skref á ferlinum“ Landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen kvaddi Lyngby í gær eftir ævintýratímabil. Hann fer til Gent í Belgíu og er dýrasti leikmaður sem danska félagið hefur nokkurn tímann selt. 8. júní 2024 07:00
Íslendingaliðið Lyngby hélt sér uppi í úrvalsdeild Lyngby tókst aftur að halda sér uppi í dönsku úrvalsdeildinni með frábærum lokaspretti. 25. maí 2024 15:12
Kynntu Andra Lucas til leiks með dramatísku myndbandi Belgíska úrvalsdeildarliðið Gent hefur staðfest kaupin á Andra Lucasi Guðjohnsen frá Lyngby í Danmörku. 7. júní 2024 11:43