„Þá er komið hættulegt ástand fyrir þessi stóru lið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 13:11 Víkingskonur unnu Blika og enduðu þar með átta leikja sigurgöngu Kópavogsliðsins. Vísir/Diego Víkingskonur urðu þær fyrstu til að vinna topplið Breiðabliks í Bestu deild kvenna í sumar í síðustu umferð og Bestu mörkin ræddu þennan óvænta en frábæra sigur Vikingsliðsins. Blikarkonur höfðu unnið alla fyrstu átta leikina sína og aðeins fengið á sig samtals tvö mörk í þeim. Þær voru einar á toppnum og búnar að vinna innbyrðis leikinn gegn Val. Víkingsliðið hefur ekki verið allt of sannfærandi að undanförnu en í þessum 2-1 sigri á Blikum minnti liðið á liðið sem varð bikarmeistari í fyrra eftir einmitt sigur á Blikastelpunum í bikarúrslitaleik. Fann hjartað og karakterinn í sínu liði „John (Andrews, þjálfari Víkings), var eðlilega ánægður en hann fann hjartað og karakterinn í sínu liði. Mér fannst ég finna aftur Víkingsliðið frá því í bikarúrslitunum í fyrra. Ég hef aðeins saknað þeirra,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Pressan virðist hafa komið Blikum á óvart og annar leikur sem maður hugsaði til var meistarar meistaranna á móti Val. Það sýnir bara hvað býr í þessu liði,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Þóra Björg Helgadóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður og áttfaldur Íslandsmeistari, er nýjasti sérfræðingur Bestu markanna. Hér er hún með Mist Rúnarsdóttur, öðrum sérfræðingi Bestu markanna.S2 Sport „Þetta er svolítið þetta Víkingslið sem við þekkjum,“ sagði Helena og sendi boltann á Mist. „Já við elskuðum að fylgjast með þeim í Lengjudeildinni í fyrra. Auðvitað er þetta alltaf að vera gríðarlega krefjandi verkefni að koma upp í Bestu deildina og vera að spila þessa toppleiki í hverri einustu umferð,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði „Þær hafa eðlilega ekki náð að vera hundrað prósent í öllum leikjum en þetta er það sem þær geta og þær eru stórkostlegar þegar þær eru í gangi,“ sagði Mist. „Það er bara einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði. Maður tengir nú vel við það að það kvikni aðeins í á móti liði eins og Breiðablik. Ef þær ná að kveikja í þessu á móti hinum liðunum þá er komið hættulegt ástand fyrir þessi stóru lið,“ sagði Þóra. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Víkingsliðið. Klippa: Bestu mörkin: Það er bara einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Blikarkonur höfðu unnið alla fyrstu átta leikina sína og aðeins fengið á sig samtals tvö mörk í þeim. Þær voru einar á toppnum og búnar að vinna innbyrðis leikinn gegn Val. Víkingsliðið hefur ekki verið allt of sannfærandi að undanförnu en í þessum 2-1 sigri á Blikum minnti liðið á liðið sem varð bikarmeistari í fyrra eftir einmitt sigur á Blikastelpunum í bikarúrslitaleik. Fann hjartað og karakterinn í sínu liði „John (Andrews, þjálfari Víkings), var eðlilega ánægður en hann fann hjartað og karakterinn í sínu liði. Mér fannst ég finna aftur Víkingsliðið frá því í bikarúrslitunum í fyrra. Ég hef aðeins saknað þeirra,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Pressan virðist hafa komið Blikum á óvart og annar leikur sem maður hugsaði til var meistarar meistaranna á móti Val. Það sýnir bara hvað býr í þessu liði,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Þóra Björg Helgadóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður og áttfaldur Íslandsmeistari, er nýjasti sérfræðingur Bestu markanna. Hér er hún með Mist Rúnarsdóttur, öðrum sérfræðingi Bestu markanna.S2 Sport „Þetta er svolítið þetta Víkingslið sem við þekkjum,“ sagði Helena og sendi boltann á Mist. „Já við elskuðum að fylgjast með þeim í Lengjudeildinni í fyrra. Auðvitað er þetta alltaf að vera gríðarlega krefjandi verkefni að koma upp í Bestu deildina og vera að spila þessa toppleiki í hverri einustu umferð,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði „Þær hafa eðlilega ekki náð að vera hundrað prósent í öllum leikjum en þetta er það sem þær geta og þær eru stórkostlegar þegar þær eru í gangi,“ sagði Mist. „Það er bara einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði. Maður tengir nú vel við það að það kvikni aðeins í á móti liði eins og Breiðablik. Ef þær ná að kveikja í þessu á móti hinum liðunum þá er komið hættulegt ástand fyrir þessi stóru lið,“ sagði Þóra. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Víkingsliðið. Klippa: Bestu mörkin: Það er bara einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira