Aðgangur krakka að efni á íslensku versnar stöðugt Sverrir Norland skrifar 24. júní 2024 07:00 Dóttir mín (sjö ára) plægir sig orðið svo hratt í gegnum bækur að ég á í stökustu vandræðum með að finna nýtt íslenskt lesefni handa henni. Ekki er óalgengt að hún lesi þrjár til fjórar bækur á dag. Henni finnst sérstaklega gaman að lesa myndasögur en vílar ekki fyrir sér að lesa bækur án nokkurra myndskreytinga. Þetta hefur hún frá mömmu sinni sem byrjaði að lesa þriggja ára gömul! (Þegar ég var sjö ára kunni ég varla að skrifa nafnið mitt.) Dóttur minni finnst sömuleiðis gaman að horfa á bíó og teiknimyndir – hverjum finnst það ekki? En þar á ég líka í stökustu vandræðum með að finna handa henni efni á íslensku. Efnið á streymisveitum RÚV og Símans er heldur fátæklegt í samanburði við Netflix, Disney og frönsku veiturnar sem við notum líka. Oftast er sjónvarpsefnið því á frönsku (stúlkan er tvítyngd) og stundum á ensku (hún er reyndar eiginlega þrítyngd, fædd í Bandaríkjunum). Ég hef svolitlar áhyggjur af því hvað efni á íslensku er að verða vandfundið, einkum fyrir börn. Best væri auðvitað ef við ættum vinsæla YouTube-ara og sömuleiðis tölvuleiki á íslensku. Svoleiðis er það þó ekki og verður vísast aldrei. „Markaðurinn“ svokallaði er of lítill. Með öðrum orðum: við erum of fá. Best væri ef til væri streymisveita með öllu talsettu og textuðu íslensku efni sem komið hefur út fyrir börn – en eflaust standa margvísleg réttindamál því fyrir þrifum. Og á meðan fjarar tungumálakunnáttan út ... þangað til að þetta skiptir kannski ekki máli lengur. (Broskarl.) Maður finnur raunar sterkt fyrir því að neysla fólks á menningu og afþreyingarefni fer í síauknum mæli fram á ensku frekar en íslensku. Í matarboði sem ég sótti nýlega sagði vinkona mín: „Ég skil ekki helminginn af því sem vinir sonar míns segja! Þeir tala einhvers konar blöndu af íslensku og ensku sem kemur úr tölvuleikjum og af Youtube. Og ég bara skil þá ekki lengur!“ Í þessu ástandi hrökk ég illa í kút þegar Reykjavíkurborg gaf það út fyrir sumarið að það hygðist loka bókasöfnunum á víxl. Krakkarnir eru nýfarnir út í sumarið með skriflegar áskoranir frá kennurum sínum um að lesa daglega og hripa niður yfirlit um lesnar bækur – og á meðan skólasöfnin eru lokuð þá skellir höfuðborg landsins einnig í lás á almenningsbókasöfnunum! Borginni ber þó að reka þær góðu stofnanir lögum samkvæmt. Ekki setur þetta gott fordæmi fyrir önnur sveitarfélög sem leita sjálfsagt logandi ljósi að leiðum til að draga saman seglin og spara. Hagræða. Auka skilvirkni. (Eins og markmið mannlegs samfélags sé fyrst og síðast skilvirkni og hagræðing, en ekki að reyna að daðra við einhvers konar vott af siðmenningu.) Það er algjörlega fáránlegt að árið 2024, þegar velmegun og auður íslenskrar þjóðar hefur aldrei verið meiri (þó gæðunum sé ójafnt skipt), að við höfum „ekki efni á“ að halda bókasöfnunum okkar opnum yfir sumartímann. Við kvörtum og kveinum yfir því að fólk festist í skjánum og skerðum um leið opnunartíma sundlauganna og sömuleiðis bókasafnanna. Sama hefur verið uppi á teningnum um árabil t.d. á Englandi. Þar var reyndar um 800 bókasöfnum lokað á árunum 2010-2019. Almennt hefur samkomustöðum fyrir ungmenni fækkað – félagsmiðstöðvum og þess háttar. Um leið lengist skjátíminn, kvíði rýkur upp úr öllu valdi, lesskilningur þverr, námsárangur versnar. Frábær franskur höfundur, Virginie Despentes, skrifar í nýlegri skáldsögu eitthvað á þessa leið: „Hefurðu tekið eftir því hvernig staðir, þar sem fólk má vera án þess að þurfa að kaupa neitt, eru að hverfa?“ Við þurfum þessa staði til að geta talist samfélag. Bókasöfnin eru skýrustu dæmi um slíka staði og raunar algjörlega mögnuð fyrirbæri sem líkjast nær engu öðru í mannlegu samfélagi nútímans. Og þau eiga að vera opin allan ársins hring, annað er bara skammarlegt. Peningarnir sem sparast á því að hafa þau lokuð nokkrar vikur úr ári munu lítið gera til að rétta af fjárhag Reykjavíkurborgar, en lokanirnar senda hins vegar ömurleg skilaboð út til samfélagsins. Höfundur er rithöfundur og situr m.a. í stjórn Rithöfundasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Bókaútgáfa Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Dóttir mín (sjö ára) plægir sig orðið svo hratt í gegnum bækur að ég á í stökustu vandræðum með að finna nýtt íslenskt lesefni handa henni. Ekki er óalgengt að hún lesi þrjár til fjórar bækur á dag. Henni finnst sérstaklega gaman að lesa myndasögur en vílar ekki fyrir sér að lesa bækur án nokkurra myndskreytinga. Þetta hefur hún frá mömmu sinni sem byrjaði að lesa þriggja ára gömul! (Þegar ég var sjö ára kunni ég varla að skrifa nafnið mitt.) Dóttur minni finnst sömuleiðis gaman að horfa á bíó og teiknimyndir – hverjum finnst það ekki? En þar á ég líka í stökustu vandræðum með að finna handa henni efni á íslensku. Efnið á streymisveitum RÚV og Símans er heldur fátæklegt í samanburði við Netflix, Disney og frönsku veiturnar sem við notum líka. Oftast er sjónvarpsefnið því á frönsku (stúlkan er tvítyngd) og stundum á ensku (hún er reyndar eiginlega þrítyngd, fædd í Bandaríkjunum). Ég hef svolitlar áhyggjur af því hvað efni á íslensku er að verða vandfundið, einkum fyrir börn. Best væri auðvitað ef við ættum vinsæla YouTube-ara og sömuleiðis tölvuleiki á íslensku. Svoleiðis er það þó ekki og verður vísast aldrei. „Markaðurinn“ svokallaði er of lítill. Með öðrum orðum: við erum of fá. Best væri ef til væri streymisveita með öllu talsettu og textuðu íslensku efni sem komið hefur út fyrir börn – en eflaust standa margvísleg réttindamál því fyrir þrifum. Og á meðan fjarar tungumálakunnáttan út ... þangað til að þetta skiptir kannski ekki máli lengur. (Broskarl.) Maður finnur raunar sterkt fyrir því að neysla fólks á menningu og afþreyingarefni fer í síauknum mæli fram á ensku frekar en íslensku. Í matarboði sem ég sótti nýlega sagði vinkona mín: „Ég skil ekki helminginn af því sem vinir sonar míns segja! Þeir tala einhvers konar blöndu af íslensku og ensku sem kemur úr tölvuleikjum og af Youtube. Og ég bara skil þá ekki lengur!“ Í þessu ástandi hrökk ég illa í kút þegar Reykjavíkurborg gaf það út fyrir sumarið að það hygðist loka bókasöfnunum á víxl. Krakkarnir eru nýfarnir út í sumarið með skriflegar áskoranir frá kennurum sínum um að lesa daglega og hripa niður yfirlit um lesnar bækur – og á meðan skólasöfnin eru lokuð þá skellir höfuðborg landsins einnig í lás á almenningsbókasöfnunum! Borginni ber þó að reka þær góðu stofnanir lögum samkvæmt. Ekki setur þetta gott fordæmi fyrir önnur sveitarfélög sem leita sjálfsagt logandi ljósi að leiðum til að draga saman seglin og spara. Hagræða. Auka skilvirkni. (Eins og markmið mannlegs samfélags sé fyrst og síðast skilvirkni og hagræðing, en ekki að reyna að daðra við einhvers konar vott af siðmenningu.) Það er algjörlega fáránlegt að árið 2024, þegar velmegun og auður íslenskrar þjóðar hefur aldrei verið meiri (þó gæðunum sé ójafnt skipt), að við höfum „ekki efni á“ að halda bókasöfnunum okkar opnum yfir sumartímann. Við kvörtum og kveinum yfir því að fólk festist í skjánum og skerðum um leið opnunartíma sundlauganna og sömuleiðis bókasafnanna. Sama hefur verið uppi á teningnum um árabil t.d. á Englandi. Þar var reyndar um 800 bókasöfnum lokað á árunum 2010-2019. Almennt hefur samkomustöðum fyrir ungmenni fækkað – félagsmiðstöðvum og þess háttar. Um leið lengist skjátíminn, kvíði rýkur upp úr öllu valdi, lesskilningur þverr, námsárangur versnar. Frábær franskur höfundur, Virginie Despentes, skrifar í nýlegri skáldsögu eitthvað á þessa leið: „Hefurðu tekið eftir því hvernig staðir, þar sem fólk má vera án þess að þurfa að kaupa neitt, eru að hverfa?“ Við þurfum þessa staði til að geta talist samfélag. Bókasöfnin eru skýrustu dæmi um slíka staði og raunar algjörlega mögnuð fyrirbæri sem líkjast nær engu öðru í mannlegu samfélagi nútímans. Og þau eiga að vera opin allan ársins hring, annað er bara skammarlegt. Peningarnir sem sparast á því að hafa þau lokuð nokkrar vikur úr ári munu lítið gera til að rétta af fjárhag Reykjavíkurborgar, en lokanirnar senda hins vegar ömurleg skilaboð út til samfélagsins. Höfundur er rithöfundur og situr m.a. í stjórn Rithöfundasambands Íslands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun