Lögreglustjórar og dómarar mótmæla launafrumvarpi Bjarna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2024 06:51 Páley Borgþórsdóttir er formaður Lögreglustjórafélagsins. Lögreglustjórafélag Íslands og Dómstólasýslan mótmæla harðlega frumvarpi forsætisráðherra um laun æðstu embættismanna landsins og segja ótækt að sömu reglur gildi um lögreglustjóra og dómara og gilda um kjörna fulltrúa. Þetta kemur fram í umsögnum um frumvarpið, sem Bjarni Benediktsson mælti fyrir í vikunni. Þar er gert ráð fyrir að laun þeirra embættismanna sem lögin ná til hækki um 66 þúsund krónur, eða um 3,5 prósent að meðaltali yfir hópinn. Bjarni sagði í Facebook-færslu að ellegar hefðu launin hækkað um 8 prósent. Laun lægri tekjuhópa hefðu hækkað mikið síðustu misseri, sem skýrði hækkun launavísitölunnar. „Þær hækkanir geta í mínum huga ekki orðið ástæða þess að ríkið hækki laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa með svo ríflegum hætti. Heildarhagsmunirnir eru einfaldlega of miklir til að við getum látið það gerast,“ segir Bjarni. Það ætti ekki að verða regla að löggjafinn gripi inn í launaþróun með þessum hætti en mestu máli skipti að ná tökum á verðbólgunni og stuðla að því að kaupmættur gæti haldið áfram að vaxa. „Við þetta fyrirkomulag verður ekki lengur unað“ Lögreglustjórafélagið lýsir vonbrigðum með frumvarpið í umsögn sinni og skorar á Alþingi „að standa vörð um sjálfstæði ákæruvaldsins í landinu og fara að gildandi lögum“. „Þá er mikilvægt að greina á milli þjóðkjörinna fulltrúa og annarra embættismanna sem taka laun samkvæmt lögum. Lögreglustjórafélag Íslands leggur til þá breytingu á frumvarpinu að það taki ekki til þeirra sem þiggja laun samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Lögreglustjórafélag Ísland lýsir sig mótfallið frumvarpinu er varðar aðra en þjóðkjörna fulltrúa,“ segir í umsögninni. Lögreglustjórar hafi sætt ýmsum skerðingum og álagið sé gríðarlegt. Þá hækki undirmenn lögreglustjóra allir í launum í samræmi við kjarasamninga og nú sé svo komið að þeir séu á nánast sömu launum og yfirmenn sínir. „Þessi inngrip þingsins í launaþróun lögreglustjóra er þannig að skaða eðlilega launasetningu innan embættanna. Í umsögn Dómstólasýslunnar segir meðal annars að ítrekaðar íhlutanir annarra valdastoða ríkisvaldsins í launakjör dómara fari gegn markmiðum sem sé ætlað að tryggja sjálfstæði dómara og að draga megi í efa að þær samræmist kröfum þar að lútandi. „Í ljósi reynslunnar er að mati dómstólasýslunnar afar brýnt að endurskoða það fyrirkomulag sem komið var á með lögum nr. 79/2019 þar sem ákvörðunum um laun dómara og ákærenda sem lúta sambærilegum sjónarmiðum um sjálfstæði er spyrt saman við ákvarðanir um laun þjóðkjörinna fulltrúa sem lúta alls ólíkum sjónarmiðum. Við þetta fyrirkomulag verður ekki lengur unað.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Dómstólar Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögnum um frumvarpið, sem Bjarni Benediktsson mælti fyrir í vikunni. Þar er gert ráð fyrir að laun þeirra embættismanna sem lögin ná til hækki um 66 þúsund krónur, eða um 3,5 prósent að meðaltali yfir hópinn. Bjarni sagði í Facebook-færslu að ellegar hefðu launin hækkað um 8 prósent. Laun lægri tekjuhópa hefðu hækkað mikið síðustu misseri, sem skýrði hækkun launavísitölunnar. „Þær hækkanir geta í mínum huga ekki orðið ástæða þess að ríkið hækki laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa með svo ríflegum hætti. Heildarhagsmunirnir eru einfaldlega of miklir til að við getum látið það gerast,“ segir Bjarni. Það ætti ekki að verða regla að löggjafinn gripi inn í launaþróun með þessum hætti en mestu máli skipti að ná tökum á verðbólgunni og stuðla að því að kaupmættur gæti haldið áfram að vaxa. „Við þetta fyrirkomulag verður ekki lengur unað“ Lögreglustjórafélagið lýsir vonbrigðum með frumvarpið í umsögn sinni og skorar á Alþingi „að standa vörð um sjálfstæði ákæruvaldsins í landinu og fara að gildandi lögum“. „Þá er mikilvægt að greina á milli þjóðkjörinna fulltrúa og annarra embættismanna sem taka laun samkvæmt lögum. Lögreglustjórafélag Íslands leggur til þá breytingu á frumvarpinu að það taki ekki til þeirra sem þiggja laun samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Lögreglustjórafélag Ísland lýsir sig mótfallið frumvarpinu er varðar aðra en þjóðkjörna fulltrúa,“ segir í umsögninni. Lögreglustjórar hafi sætt ýmsum skerðingum og álagið sé gríðarlegt. Þá hækki undirmenn lögreglustjóra allir í launum í samræmi við kjarasamninga og nú sé svo komið að þeir séu á nánast sömu launum og yfirmenn sínir. „Þessi inngrip þingsins í launaþróun lögreglustjóra er þannig að skaða eðlilega launasetningu innan embættanna. Í umsögn Dómstólasýslunnar segir meðal annars að ítrekaðar íhlutanir annarra valdastoða ríkisvaldsins í launakjör dómara fari gegn markmiðum sem sé ætlað að tryggja sjálfstæði dómara og að draga megi í efa að þær samræmist kröfum þar að lútandi. „Í ljósi reynslunnar er að mati dómstólasýslunnar afar brýnt að endurskoða það fyrirkomulag sem komið var á með lögum nr. 79/2019 þar sem ákvörðunum um laun dómara og ákærenda sem lúta sambærilegum sjónarmiðum um sjálfstæði er spyrt saman við ákvarðanir um laun þjóðkjörinna fulltrúa sem lúta alls ólíkum sjónarmiðum. Við þetta fyrirkomulag verður ekki lengur unað.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Dómstólar Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira