Íslenski boltinn

Segir Víkinga hafa tekið stöðuna á Gumma Tóta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kári Árnason hefur verið yfirmaður knattspyrnumála í Víkinni síðan skórnir fóru upp á hillu.
Kári Árnason hefur verið yfirmaður knattspyrnumála í Víkinni síðan skórnir fóru upp á hillu. Stöð 2 sport

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Íslands- og bikarmeisturum Víkings, segir félagið hafa tekið stöðuna á Guðmundi Þórarinssyni þegar samningur hans í Grikklandi rann út.

Nýverið greindi Guðmundur frá því að hann yrði ekki áfram á Krít þar sem hann hefur spilað með OFI Crete. Hann er með tilboð frá öðru liði í Grikklandi en virðist opinn fyrir því að koma hingað til lands ef rétt tilboð berst.

Fótbolti.net ræddi við Kára sem þekkir vel til Guðmundar eftir að þeir voru saman í íslenska landsliðinu.

„Við skoðum alla stráka sem eru góðir í fótbolta, og Gummi er það svo sannarlega … ég heyrði í honum í vetur, það er ekkert launungamál,“ sagði Kári en vildi ekki staðfesta hvort Víkingar væru að reyna fá hann í sínar raðir.

Kári sagði að Jón Guðni Fjóluson væri búinn að leysa stöðu vinstri bakvarðar „vonum framar“ og að sama skapi hefði Karl Friðleifur Gunnarsson staðið sig frábærlega.

„Staðan var svolítið önnur í vetur þegar þessi staða var svolítið óskrifuð blað, Jón Guðni var þá enn meiddur og svo framvegis,“ sagði Kári að lokum við Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×