Neita að halda landsleik gegn Ísrael á þjóðarleikvanginum Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. júní 2024 20:00 Rauða djöflarnir leika sína heimaleiki alla jafnan á King Baudouin leikvanginum í Brussel. Joris Verwijst/BSR Agency/Getty Images Borgarstjórn Brussel, höfuðborgar Belgíu, hefur af öryggisástæðum bannað belgíska knattspyrnusambandinu að halda landsleik gegn Ísrael á King Baudouin þjóðarleikvanginum. Mótmæli hafa verið tíð í Brussel síðan átök brutust út fyrir botni Miðjarðarhafs. Landsleikur Belgíu gegn Svíþjóð í október síðastliðnum var stöðvaður í hálfleik vegna stunguárásar á sænska aðdáendur. Leikurinn gegn Ísrael er settur þann 6. september næstkomandi sem hluti af Þjóðadeildinni. Miðasala var stöðvuð fyrir um mánuði síðan og enn er ekki hægt að kaupa miða á leikinn. Óvíst er hvar hann mun fara fram en mögulega þarf það að vera utan landamæra Belgíu, ljóst er í það minnsta að þjóðarleikvangurinn í Brussel verður ekki notaður. „Það er ljóst að ef leikurinn færi fram í höfuðborginni myndi það skapa mikla og óviðráðanlega öryggisógn við áhorfendur, leikmenn, íbúa og lögregluþjóna,“ sagði Benoit Hellings borgarstjóri Brussel. Hann segir ákvörðunina tekna í samráði við lögreglu, ríkisstjórn og knattspyrnusamband Belgíu. Í febrúar síðastliðnum var ákvörðun tekin af borgarstjórn Gent, sem er 55 kílómetra frá Brussel, að KAA Gent myndi leika án áhorfenda í heimaleik sínum gegn Maccabi Haifa í Sambandsdeildinni. Borgarstjórn Brussel bauð belgíska knattspyrnusambandinu ekki slíkt hið sama. „Við vissum að leikurinn við Ísrael yrði líklega spilaður án áhorfenda, og við gátum sætt okkur við það. Öryggið er öllu mikilvægast en við hörmum ákvörðun borgarstjórnar, sem hefur haldið fjölda viðburða, að leyfa okkur ekki að spila á okkar heimavelli,“ sagði í yfirlýsingu belgíska knattspyrnusambandsins. UEFA hefur ekki tjáð sig um málið enn sem komið er. Belgía Átök í Ísrael og Palestínu Belgíski boltinn Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta UEFA Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Mótmæli hafa verið tíð í Brussel síðan átök brutust út fyrir botni Miðjarðarhafs. Landsleikur Belgíu gegn Svíþjóð í október síðastliðnum var stöðvaður í hálfleik vegna stunguárásar á sænska aðdáendur. Leikurinn gegn Ísrael er settur þann 6. september næstkomandi sem hluti af Þjóðadeildinni. Miðasala var stöðvuð fyrir um mánuði síðan og enn er ekki hægt að kaupa miða á leikinn. Óvíst er hvar hann mun fara fram en mögulega þarf það að vera utan landamæra Belgíu, ljóst er í það minnsta að þjóðarleikvangurinn í Brussel verður ekki notaður. „Það er ljóst að ef leikurinn færi fram í höfuðborginni myndi það skapa mikla og óviðráðanlega öryggisógn við áhorfendur, leikmenn, íbúa og lögregluþjóna,“ sagði Benoit Hellings borgarstjóri Brussel. Hann segir ákvörðunina tekna í samráði við lögreglu, ríkisstjórn og knattspyrnusamband Belgíu. Í febrúar síðastliðnum var ákvörðun tekin af borgarstjórn Gent, sem er 55 kílómetra frá Brussel, að KAA Gent myndi leika án áhorfenda í heimaleik sínum gegn Maccabi Haifa í Sambandsdeildinni. Borgarstjórn Brussel bauð belgíska knattspyrnusambandinu ekki slíkt hið sama. „Við vissum að leikurinn við Ísrael yrði líklega spilaður án áhorfenda, og við gátum sætt okkur við það. Öryggið er öllu mikilvægast en við hörmum ákvörðun borgarstjórnar, sem hefur haldið fjölda viðburða, að leyfa okkur ekki að spila á okkar heimavelli,“ sagði í yfirlýsingu belgíska knattspyrnusambandsins. UEFA hefur ekki tjáð sig um málið enn sem komið er.
Belgía Átök í Ísrael og Palestínu Belgíski boltinn Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta UEFA Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira