Neita að halda landsleik gegn Ísrael á þjóðarleikvanginum Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. júní 2024 20:00 Rauða djöflarnir leika sína heimaleiki alla jafnan á King Baudouin leikvanginum í Brussel. Joris Verwijst/BSR Agency/Getty Images Borgarstjórn Brussel, höfuðborgar Belgíu, hefur af öryggisástæðum bannað belgíska knattspyrnusambandinu að halda landsleik gegn Ísrael á King Baudouin þjóðarleikvanginum. Mótmæli hafa verið tíð í Brussel síðan átök brutust út fyrir botni Miðjarðarhafs. Landsleikur Belgíu gegn Svíþjóð í október síðastliðnum var stöðvaður í hálfleik vegna stunguárásar á sænska aðdáendur. Leikurinn gegn Ísrael er settur þann 6. september næstkomandi sem hluti af Þjóðadeildinni. Miðasala var stöðvuð fyrir um mánuði síðan og enn er ekki hægt að kaupa miða á leikinn. Óvíst er hvar hann mun fara fram en mögulega þarf það að vera utan landamæra Belgíu, ljóst er í það minnsta að þjóðarleikvangurinn í Brussel verður ekki notaður. „Það er ljóst að ef leikurinn færi fram í höfuðborginni myndi það skapa mikla og óviðráðanlega öryggisógn við áhorfendur, leikmenn, íbúa og lögregluþjóna,“ sagði Benoit Hellings borgarstjóri Brussel. Hann segir ákvörðunina tekna í samráði við lögreglu, ríkisstjórn og knattspyrnusamband Belgíu. Í febrúar síðastliðnum var ákvörðun tekin af borgarstjórn Gent, sem er 55 kílómetra frá Brussel, að KAA Gent myndi leika án áhorfenda í heimaleik sínum gegn Maccabi Haifa í Sambandsdeildinni. Borgarstjórn Brussel bauð belgíska knattspyrnusambandinu ekki slíkt hið sama. „Við vissum að leikurinn við Ísrael yrði líklega spilaður án áhorfenda, og við gátum sætt okkur við það. Öryggið er öllu mikilvægast en við hörmum ákvörðun borgarstjórnar, sem hefur haldið fjölda viðburða, að leyfa okkur ekki að spila á okkar heimavelli,“ sagði í yfirlýsingu belgíska knattspyrnusambandsins. UEFA hefur ekki tjáð sig um málið enn sem komið er. Belgía Átök í Ísrael og Palestínu Belgíski boltinn Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta UEFA Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira
Mótmæli hafa verið tíð í Brussel síðan átök brutust út fyrir botni Miðjarðarhafs. Landsleikur Belgíu gegn Svíþjóð í október síðastliðnum var stöðvaður í hálfleik vegna stunguárásar á sænska aðdáendur. Leikurinn gegn Ísrael er settur þann 6. september næstkomandi sem hluti af Þjóðadeildinni. Miðasala var stöðvuð fyrir um mánuði síðan og enn er ekki hægt að kaupa miða á leikinn. Óvíst er hvar hann mun fara fram en mögulega þarf það að vera utan landamæra Belgíu, ljóst er í það minnsta að þjóðarleikvangurinn í Brussel verður ekki notaður. „Það er ljóst að ef leikurinn færi fram í höfuðborginni myndi það skapa mikla og óviðráðanlega öryggisógn við áhorfendur, leikmenn, íbúa og lögregluþjóna,“ sagði Benoit Hellings borgarstjóri Brussel. Hann segir ákvörðunina tekna í samráði við lögreglu, ríkisstjórn og knattspyrnusamband Belgíu. Í febrúar síðastliðnum var ákvörðun tekin af borgarstjórn Gent, sem er 55 kílómetra frá Brussel, að KAA Gent myndi leika án áhorfenda í heimaleik sínum gegn Maccabi Haifa í Sambandsdeildinni. Borgarstjórn Brussel bauð belgíska knattspyrnusambandinu ekki slíkt hið sama. „Við vissum að leikurinn við Ísrael yrði líklega spilaður án áhorfenda, og við gátum sætt okkur við það. Öryggið er öllu mikilvægast en við hörmum ákvörðun borgarstjórnar, sem hefur haldið fjölda viðburða, að leyfa okkur ekki að spila á okkar heimavelli,“ sagði í yfirlýsingu belgíska knattspyrnusambandsins. UEFA hefur ekki tjáð sig um málið enn sem komið er.
Belgía Átök í Ísrael og Palestínu Belgíski boltinn Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta UEFA Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira