Kvosin verður að heildstæðu göngusvæði í allt sumar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2024 15:57 Borgarbúar munu sjá þessa breytingu strax á næstu dögum. Vísir/Einar Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að gera Austurstræti, Veltusund og hluta Vallarstrætis að göngugötu í allt sumar, eða fram til 1. október næstkomandi. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir í samtali við fréttastofu að borgarbúar geti vænst þess að sjá umræddar breytingar strax á næstu dögum. Þannig verða sett upp skilti og skýringargögn til að það verði skýrt að um göngusvæði sé að ræða. Ákvörðun þessi byggir á samþykkt ráðsins frá 10. janúar og stefnumörkun um umferðarskipulag Kvosarinnar. Dóra Björt segir að ráðið vilji nýta þennan tíma í sumar til frekara samráðs og til að heyra betur í hagaðilum varðandi endanlega útfærslu á umræddu svæði til framtíðar. „Við metum síðan í framhaldinu hvernig breytingin mælist fyrir og leggjum grunn að framtíðarfyrirkomulagi göngusvæðisins.“ Dóra segir að í öllum hverfum séu langtum fleiri jákvæð gagnvart göngusvæðum og að þeim fjölgi sem telji að göngusvæðin mættu vera stærri. „Við hlustum á íbúa og tökum þessu sem hvatningu til þess að fjölga göngusvæðum í borginni og erum nú að stíga skref í þá átt. Fólk hefur eðlilega skiptar skoðanir á þróun borgarinnar og samgöngumálum en ég held að við kunnum öll vel að meta að geta stigið út úr amstri dagsins, rölt um áhyggjulaus jafnvel með lítil kríli hlaupandi um með svigrúm til að setjast niður í skemmtilegu borgarumhverfi til að njóta stundarinnar.“ Borgarstjórn Göngugötur Píratar Reykjavík Tengdar fréttir Kvosin í miðbænum verður göngusvæði og bílastæðin fara Kvosin í Reykjavík verður að heildstæðu göngusvæði og verða bílastæði sem nú eru á svæðinu því tekin. Borgarfulltrúi segir breytinguna verða mikla lyftistöng fyrir staðinn þar sem áhersla verður lögð á gróður, lýsingu og fjölskylduvænt rými. 6. febrúar 2024 19:32 Samþykkt að Kvosin og Austurstræti verði göngusvæði Forhönnun að nýju Austurstræti var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í morgun. Gatan á að verða göngugata og í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hönnun götunnar ýti undir það að hún verði áfram „ein mikilvægasta gata miðborgarinnar.“ 10. janúar 2024 17:25 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir í samtali við fréttastofu að borgarbúar geti vænst þess að sjá umræddar breytingar strax á næstu dögum. Þannig verða sett upp skilti og skýringargögn til að það verði skýrt að um göngusvæði sé að ræða. Ákvörðun þessi byggir á samþykkt ráðsins frá 10. janúar og stefnumörkun um umferðarskipulag Kvosarinnar. Dóra Björt segir að ráðið vilji nýta þennan tíma í sumar til frekara samráðs og til að heyra betur í hagaðilum varðandi endanlega útfærslu á umræddu svæði til framtíðar. „Við metum síðan í framhaldinu hvernig breytingin mælist fyrir og leggjum grunn að framtíðarfyrirkomulagi göngusvæðisins.“ Dóra segir að í öllum hverfum séu langtum fleiri jákvæð gagnvart göngusvæðum og að þeim fjölgi sem telji að göngusvæðin mættu vera stærri. „Við hlustum á íbúa og tökum þessu sem hvatningu til þess að fjölga göngusvæðum í borginni og erum nú að stíga skref í þá átt. Fólk hefur eðlilega skiptar skoðanir á þróun borgarinnar og samgöngumálum en ég held að við kunnum öll vel að meta að geta stigið út úr amstri dagsins, rölt um áhyggjulaus jafnvel með lítil kríli hlaupandi um með svigrúm til að setjast niður í skemmtilegu borgarumhverfi til að njóta stundarinnar.“
Borgarstjórn Göngugötur Píratar Reykjavík Tengdar fréttir Kvosin í miðbænum verður göngusvæði og bílastæðin fara Kvosin í Reykjavík verður að heildstæðu göngusvæði og verða bílastæði sem nú eru á svæðinu því tekin. Borgarfulltrúi segir breytinguna verða mikla lyftistöng fyrir staðinn þar sem áhersla verður lögð á gróður, lýsingu og fjölskylduvænt rými. 6. febrúar 2024 19:32 Samþykkt að Kvosin og Austurstræti verði göngusvæði Forhönnun að nýju Austurstræti var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í morgun. Gatan á að verða göngugata og í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hönnun götunnar ýti undir það að hún verði áfram „ein mikilvægasta gata miðborgarinnar.“ 10. janúar 2024 17:25 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Kvosin í miðbænum verður göngusvæði og bílastæðin fara Kvosin í Reykjavík verður að heildstæðu göngusvæði og verða bílastæði sem nú eru á svæðinu því tekin. Borgarfulltrúi segir breytinguna verða mikla lyftistöng fyrir staðinn þar sem áhersla verður lögð á gróður, lýsingu og fjölskylduvænt rými. 6. febrúar 2024 19:32
Samþykkt að Kvosin og Austurstræti verði göngusvæði Forhönnun að nýju Austurstræti var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í morgun. Gatan á að verða göngugata og í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hönnun götunnar ýti undir það að hún verði áfram „ein mikilvægasta gata miðborgarinnar.“ 10. janúar 2024 17:25