Handbolti

Ís­lensku stelpurnar hófu HM á sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslensku stelpurnar unnu góðan sigur í dag.
Íslensku stelpurnar unnu góðan sigur í dag. HSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann góðan fimm marka sigur er liðið mætti Angóla í fyrsta leik HM U20 ára landsliða í Norður-Makedóníu í dag, 24-19.

Íslenska liðið byrjaði leikinn mun betur og náði snemma fjögurra marka forskoti. Liðið leiddi 5-1 þegar fyrri hálfleikur var um það vil hálfnaður, en þá tók angólska liðið við sér og saxaði jafnt og þétt á forskotið.

Angóla minnkaði muninn í 6-4 eftir um tuttugu mínútna leik og staðan í hálfleik var jöfn, 9-9.

Angólsku stelpurnar voru svo sterkari í upphafi síðari hálfleiks og náðu þriggja marka forskoti þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Íslenska liðið lagði þó ekki árar í bát og náði forystunni á ný í stöðunni 19-18 þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum.

Íslensku stelpurnar héldu út það sem eftir lifði leiks og unnu að lokum sterkan fimm marka sigur, 24-19. Ísland er því með tvö stig eftir fyrsta leik, en liðið mætir heimakonum í Norður-Makedóníu á föstudaginn.

Katrín Anna Ásmunds­dótt­ir var marka­hæst í liði Íslands í dag með sjö mörk en þar á eftir kom Elín Klara Þor­kels­dótt­ir með fimm og Embla Stein­dórs­dótt­ir skoraði fjög­ur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×