Börn forrita til framtíðar Úlfur Atlason og Zuzanna Elvira Korpak skrifa 20. júní 2024 09:02 Í síbreytilegum tækniheimi nútímans hefur tæknilæsi og þekking á forritun aldrei verið jafn dýrmæt. Það er því mikilvægt að við styðjum við börnin okkar þannig að þau verði ekki aðeins neytendur tækni heldur líka skapandi notendur sem hafa gott tæknilæsi og grunnþekkingu á forritun. Börn eiga einstaklega einfalt með að tileinka sér grunnþætti forritunar. Forritunarnám krefst ekki læsis og því er hægt að byrja að læra að læra grunnforritun mjög snemma á lífsleiðinni. Árangursríkasta leiðin til að læra forritun er í gegnum leiki og sköpun. Til eru ýmsir leikir, forrit og leikföng sem hafa það að markmiði að þjálfa upp forritun og rökhugsun hjá ungum börnum. Til dæmis eru til mörg forritunarviðmót þar sem börn geta skapað sínar eigin persónur og heima og forritað tölvuleiki út frá sínum eigin hugmyndum. Því getur forritunarnám verið einstaklega skemmtilegt, áhugavert og höfðað vel til barna. Forritunarnám barna styður við þau í sínu námi og getur skapað ýmis tækifæri í framtíðinni. Í grunninn er forritun einfaldlega að gefa skipanir á markvissan og rökréttan hátt. Börn tileinka sér fjölþætta hæfni þegar þau læra forritun, þ.á.m. rökhugsun, rýmisgreind, sköpun og forritunarlega hugsun. Forritunarleg hugsun er hugsunarháttur þar sem margþættum verkefnum er skipt upp í smærri hluta og þeir leystir markvisst. Þessi hugsunarháttur nýtist ekki aðeins í forritun heldur í flestum öðrum námsgreinum og jafnvel hversdagslegum hlutum. Til dæmis nýtist þetta vel við að leysa stærðfræði, skrifa ritgerð, mála mynd eða jafnvel brjóta saman þvott. Einnig krefjast sífellt fleiri störf og framhaldsnám einhvers konar þekkingar á forritun eða tækni. Þekking á þessu sviði gefur þeim forskot yfir aðra sem ekki hafa tileinkað sér grunnþætti forritunar. Það er því afar gagnlegt fyrir öll börn að læra grunnforritun, þótt það sé ekki nema til þess að auka tæknilæsi eða námsárangur í framhalds- og háskóla, eða eiga forskot á vinnumarkaði í framtíðinni. Börn sem læra að forrita öðlast nýjan vettvang til að læra, skapa og leika. Forritunarnám barna fer oft fram í formi tölvuleikjagerðar. Börn læra að útfæra eigin hugmyndir, hvort sem það er í formi stafrænnar hönnunnar á persónum og heimum eða að forrita ákveðna virkni inn í leikinn. Þegar grunnhæfni í forritun hefur verið náð geta börn nýtt hugarflugið til að færa líf í eigin hugmyndir á vettvangi þar sem sköpunargáfunni eru engin takmörk sett. Stór hluti af forritun er að fara yfir sinn eigin kóða, finna villur og fá hugmyndir að endurbótum. Þess konar lausnaleitarnám styður við og eflir gagnrýna hugsun og rökhugsun, sem eru mikilvægir þættir þegar það kemur að því að leysa vandamál, taka ákvarðanir og takast á við fjölbreytt verkefni. Forritunarnám barna hefur marga frábæra kosti og getur haft jákvæð áhrif á nám, sköpun og úrlausn vandamála. Börn eiga auðvelt með að læra forritun þar sem námið fer fram á skemmtilegan og skapandi hátt sem höfðar vel til þeirra. Þau öðlast ýmsa hagnýta hæfni eins og rökhugsun, rýmisgreind og aukna getu í verkefnalausnum. Forritunarnám opnar á ýmis framtíðartækifæri og styður við áframhaldandi nám. Við ættum því öll að styðja við börnin í samfélaginu með því að gefa þeim tækifæri á að kynnast spennandi heimi forritunar og öðlast forskot til framtíðar! Höfundar eru forritunarþjálfarar hjá Skema í HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í síbreytilegum tækniheimi nútímans hefur tæknilæsi og þekking á forritun aldrei verið jafn dýrmæt. Það er því mikilvægt að við styðjum við börnin okkar þannig að þau verði ekki aðeins neytendur tækni heldur líka skapandi notendur sem hafa gott tæknilæsi og grunnþekkingu á forritun. Börn eiga einstaklega einfalt með að tileinka sér grunnþætti forritunar. Forritunarnám krefst ekki læsis og því er hægt að byrja að læra að læra grunnforritun mjög snemma á lífsleiðinni. Árangursríkasta leiðin til að læra forritun er í gegnum leiki og sköpun. Til eru ýmsir leikir, forrit og leikföng sem hafa það að markmiði að þjálfa upp forritun og rökhugsun hjá ungum börnum. Til dæmis eru til mörg forritunarviðmót þar sem börn geta skapað sínar eigin persónur og heima og forritað tölvuleiki út frá sínum eigin hugmyndum. Því getur forritunarnám verið einstaklega skemmtilegt, áhugavert og höfðað vel til barna. Forritunarnám barna styður við þau í sínu námi og getur skapað ýmis tækifæri í framtíðinni. Í grunninn er forritun einfaldlega að gefa skipanir á markvissan og rökréttan hátt. Börn tileinka sér fjölþætta hæfni þegar þau læra forritun, þ.á.m. rökhugsun, rýmisgreind, sköpun og forritunarlega hugsun. Forritunarleg hugsun er hugsunarháttur þar sem margþættum verkefnum er skipt upp í smærri hluta og þeir leystir markvisst. Þessi hugsunarháttur nýtist ekki aðeins í forritun heldur í flestum öðrum námsgreinum og jafnvel hversdagslegum hlutum. Til dæmis nýtist þetta vel við að leysa stærðfræði, skrifa ritgerð, mála mynd eða jafnvel brjóta saman þvott. Einnig krefjast sífellt fleiri störf og framhaldsnám einhvers konar þekkingar á forritun eða tækni. Þekking á þessu sviði gefur þeim forskot yfir aðra sem ekki hafa tileinkað sér grunnþætti forritunar. Það er því afar gagnlegt fyrir öll börn að læra grunnforritun, þótt það sé ekki nema til þess að auka tæknilæsi eða námsárangur í framhalds- og háskóla, eða eiga forskot á vinnumarkaði í framtíðinni. Börn sem læra að forrita öðlast nýjan vettvang til að læra, skapa og leika. Forritunarnám barna fer oft fram í formi tölvuleikjagerðar. Börn læra að útfæra eigin hugmyndir, hvort sem það er í formi stafrænnar hönnunnar á persónum og heimum eða að forrita ákveðna virkni inn í leikinn. Þegar grunnhæfni í forritun hefur verið náð geta börn nýtt hugarflugið til að færa líf í eigin hugmyndir á vettvangi þar sem sköpunargáfunni eru engin takmörk sett. Stór hluti af forritun er að fara yfir sinn eigin kóða, finna villur og fá hugmyndir að endurbótum. Þess konar lausnaleitarnám styður við og eflir gagnrýna hugsun og rökhugsun, sem eru mikilvægir þættir þegar það kemur að því að leysa vandamál, taka ákvarðanir og takast á við fjölbreytt verkefni. Forritunarnám barna hefur marga frábæra kosti og getur haft jákvæð áhrif á nám, sköpun og úrlausn vandamála. Börn eiga auðvelt með að læra forritun þar sem námið fer fram á skemmtilegan og skapandi hátt sem höfðar vel til þeirra. Þau öðlast ýmsa hagnýta hæfni eins og rökhugsun, rýmisgreind og aukna getu í verkefnalausnum. Forritunarnám opnar á ýmis framtíðartækifæri og styður við áframhaldandi nám. Við ættum því öll að styðja við börnin í samfélaginu með því að gefa þeim tækifæri á að kynnast spennandi heimi forritunar og öðlast forskot til framtíðar! Höfundar eru forritunarþjálfarar hjá Skema í HR.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun