Telja lifrarbólgu E mögulega vera kynsjúkdóm Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júní 2024 23:00 Þrívíðarmynd af próteinskel lifrarbólgu E. Mynd/NIAID Teymi bandarískra vísindamanna telur að þeir hafi fundið nýjan kynsjúkdóm sem geti leitt til banvænnar lifrabilunar eða ófrjósemi ef fólk fær ekki viðeigandi meðferð. Rannsakendur við Ohio-háskóla í Bandaríkjunum fundu lifrarbólgu E í sæðisfrumusýnum svína sem þeir telja geta gefið til kynna að veiran smitist með kynlífi. Fjallað er um málið á vef háskólans og í erlendum miðlum. Þar kemur fram að áður hafi verið talið að veiran smitaðist aðeins með menguðu vatni. Vísindamennirnir komust hins vegar að því að sæðisfrumurnar sem voru sýktar af veirunni voru ekki eins virkar og voru með genagalla. Það geti verið sönnun fyrir því að veiran spili mögulega eitthvað hlutverk í ófrjósemi karla. Umfjöllun um rannsóknina var birt í PLOS Pathogens tímaritinu. Rannsóknin var framkvæmd á svínum en æxlunarfæri þeirra eru sögð svipuð æxlunarfærum manna. Svínin voru sprautuð með veirunni og komust vísindamennirnir að því að veiran komst í blóðið en var skilað með saur. Áttatíu og fjórum dögum eftir að svínin voru sprautuð fundu vísindamennirnir veiruna í höfði sæðisfrumna svínanna. Nítján prósent sæðisfrumnanna innihéldu hluta veiruna sem þýðir að veiran getur smitast á milli svína. Vísindamenn sáu minni hreyfingu í um fjórtán prósent sæðisfrumna sem voru smitaðar af veirunni sem getur smitast í mannfólk. Fleiri sæðisfrumur í sýktum svínum voru algerlega hreyfingarlaus miðað við þau svín sem voru ekki sýkt. Þá voru sæðisfrumur í sýktum svínum líklegri til að vera óvenjulegar í stærð og lögun. Vilja að karlmenn séu skimaðir Vísindamennirnir eru nú að þrýsta á að karlmenn sem glíma við ófrjósemi verði skimaðir fyrir lifrarbólgu E og það geti mögulega verið orsök vandans. Fram kemur í frétt Daily Mail um málið að árlega greinir um 20 milljónir tilvika lifrarbólgu E um allan heim. Aðeins þrjár milljónir upplifi einhver einkenni. Sýkingarnar séu algengari í löndum þar sem ekki er greitt aðgengi að hreinu vatni. Sýktir saurgerlar komist í drykkjarvatn og smiti þau sem drekki vatnið. Til eru aðrar gerðir af lifrarbólgu en orsök hennar er yfirleitt ólíkar veirur. Smitleiðir eru einnig ólíkar og geta verið með kynlífi, blóði eða með því að deila sprautunál. Lifrarbólga E getur valdið bólgu í lifur og gulu. Þá geta önnur einkenni verið magaverkur, hiti, þyngdartap, dökkt þvag og þreyta. Flestir jafna sig á nokkrum vikum án þess að upplifa varanlega skaða á lifur. Fram kemur í frétt Daily Mail að enn eigi eftir að rannsaka þetta betur og til að skilja betur hvernig frumurnar smitist af veirunni. Fjallað var um tvö tilfelli lifrarbólgu E sem greindust á Íslandi í Læknablaðinu árið 2020. Bandaríkin Heilbrigðismál Vísindi Kynlíf Dýr Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Fjallað er um málið á vef háskólans og í erlendum miðlum. Þar kemur fram að áður hafi verið talið að veiran smitaðist aðeins með menguðu vatni. Vísindamennirnir komust hins vegar að því að sæðisfrumurnar sem voru sýktar af veirunni voru ekki eins virkar og voru með genagalla. Það geti verið sönnun fyrir því að veiran spili mögulega eitthvað hlutverk í ófrjósemi karla. Umfjöllun um rannsóknina var birt í PLOS Pathogens tímaritinu. Rannsóknin var framkvæmd á svínum en æxlunarfæri þeirra eru sögð svipuð æxlunarfærum manna. Svínin voru sprautuð með veirunni og komust vísindamennirnir að því að veiran komst í blóðið en var skilað með saur. Áttatíu og fjórum dögum eftir að svínin voru sprautuð fundu vísindamennirnir veiruna í höfði sæðisfrumna svínanna. Nítján prósent sæðisfrumnanna innihéldu hluta veiruna sem þýðir að veiran getur smitast á milli svína. Vísindamenn sáu minni hreyfingu í um fjórtán prósent sæðisfrumna sem voru smitaðar af veirunni sem getur smitast í mannfólk. Fleiri sæðisfrumur í sýktum svínum voru algerlega hreyfingarlaus miðað við þau svín sem voru ekki sýkt. Þá voru sæðisfrumur í sýktum svínum líklegri til að vera óvenjulegar í stærð og lögun. Vilja að karlmenn séu skimaðir Vísindamennirnir eru nú að þrýsta á að karlmenn sem glíma við ófrjósemi verði skimaðir fyrir lifrarbólgu E og það geti mögulega verið orsök vandans. Fram kemur í frétt Daily Mail um málið að árlega greinir um 20 milljónir tilvika lifrarbólgu E um allan heim. Aðeins þrjár milljónir upplifi einhver einkenni. Sýkingarnar séu algengari í löndum þar sem ekki er greitt aðgengi að hreinu vatni. Sýktir saurgerlar komist í drykkjarvatn og smiti þau sem drekki vatnið. Til eru aðrar gerðir af lifrarbólgu en orsök hennar er yfirleitt ólíkar veirur. Smitleiðir eru einnig ólíkar og geta verið með kynlífi, blóði eða með því að deila sprautunál. Lifrarbólga E getur valdið bólgu í lifur og gulu. Þá geta önnur einkenni verið magaverkur, hiti, þyngdartap, dökkt þvag og þreyta. Flestir jafna sig á nokkrum vikum án þess að upplifa varanlega skaða á lifur. Fram kemur í frétt Daily Mail að enn eigi eftir að rannsaka þetta betur og til að skilja betur hvernig frumurnar smitist af veirunni. Fjallað var um tvö tilfelli lifrarbólgu E sem greindust á Íslandi í Læknablaðinu árið 2020.
Bandaríkin Heilbrigðismál Vísindi Kynlíf Dýr Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira