Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar kemur einnig fram að af þeim 48 sem eiga yfir höfði sér kæru hafa 32 verið boðaðir til að mæta með ökutæki sín í skoðun á nýjan leik.
„Leigubílstjórar eru minntir á að eftirlitið heldur áfram. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar lögreglumanna frá lögregluliðunum á Vesturlandi og Suðurlandi við þetta eftirlit um helgina, auk þess sem fulltrúar frá Skattinum og Samgöngustofu voru með í för,“ segir enn fremur í tilkynningu lögreglunnar.