Dæmi um að ökumenn slökkvi á skynjara sem bjargaði lífi hans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júní 2024 14:22 Mikkó þakkar nýjustu tækninni í Teslu lífbjörgina. Mótorhjólamaður segir að dæmi séu um að eigendur Tesla bíla slökkvi á skynjara í bílnum sem bjargaði lífi hans á dögunum. Litlu mátti muna að hann hafi fengið Teslu á sig á miklum hraða á gatnamótum Klettagarða og Sæbrautar og segir hann alveg ljóst að það hefði verið hans síðasta. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem búnaðurinn kemst í fréttir hér á landi. „Þegar ég er kominn af stað þá lít ég til vinstri og þá sé ég Tesluna koma bara nánast á framstuðaranum hún hemlaði svo fast. Mér verður um og gæinn með hendur upp í loft og jafn hissa og ég,“ segir mótorhjólamaðurinn Mikkó sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alveg ljóst að það hafi verið bíllinn, skynjari í Teslunni, sem hafi stöðvað bílinn en ekki ökumaðurinn sjálfur. Ekki í fyrsta sinn sem skynjarinn bjargar Mikkó hefur áður lýst atvikinu í pistli á Vísi. Í Bítinu segir Mikkó að umferðarmenningin á Íslandi sé ekki nægilega góð. Alltof mörg dæmi séu um að ökumenn séu ekki vakandi í umferðinni en á Sæbraut hafi bíllinn þó í hið minnsta verið vakandi. „Þess vegna erum við hér í dag. Ég allavega, af því að bíllinn var vakandi en ekki maðurinn.“ Ekki er um að ræða fyrsta sinn sem fréttist af því að búnaðurinn í rafbílnum, sem er sá vinsælasti á Íslandi, hafi komið í veg fyrir slys hér á landi. Litlu munaði að ekið hefði verið á fimm ára strák á hjóli á Seltjarnarnesi í ágúst í fyrra en skynjari í Teslu snarhemlaði og kom í veg fyrir árekstur. Mikkó segir miklar umræður hafa skapast um pistil sinn í hópi eigenda Tesla á Facebook. Auðvelt er að breyta hemlunarstillingum í Tesla bílum, að því er fram kemur á heimasíðu bílaframleiðandans. „Ég sá nú einn sem vissi að margir slökkvi á þessum búnaði af því að bílarnir ættu til að hemla svona, það kæmi fólki á óvart og fólki finndist það óþægilegt.Hann kysi að hafa kveikt á þessu því hann vildi frekar að þetta tæki völdin en að hann í einhverju gáleysi, gleymsku, eða mistökum sjái ekki eitthvað.“ Hryllingur að fylgjast með fólki í umferðinni Sjálfur starfar Mikkó jafnframt sem vöruflutningabílstjóri. Hann hefur því séð margt í umferðinni en að hans mati er umferðarmenning á Íslandi á niðurleið. „Það er algjör hryllingur bara hvað fólk er bara ekki að fylgjast með nokkru. Maður sér fólk fylgjast með sjónvarpsþætti á meðan það keyrir, og bara einhvern veginn rása á milli akreina, það kann ekki á hringtorg,“ segir Mikkó, sem tekur fram að þar séu ferðamenn þó sér á báti. Hann segist hafa keyrt um 2500 kílómetra nýlega í Kaliforníu, rétt hjá Los Angeles. Þar hafi hann ekki lent í neinu óhappi, vegir í standi og fólk að mestu með augun á veginum. „Ég tók tvo hjólarúnta hérna heima og á sitthvorum rúntinum þá var það þetta með Tesluna í eitt skiptið og hitt skiptið var það einhver stelpa sem ákvað að skipta um akrein bara skyndilega. Og þetta var ekkert mörghundruð kílómetra ferðalag hérna innanlands, þar sem ég lendi í þessu hérna á sitthvorum deginum.“ Mikkó segist telja marga þætti spila inn í. Hugsunarleysið sé mikið hjá ökumönnum. Fólk verði að vera vakandi í umferðinni. „Það bara áttar sig ekki á hvaða tjóni það getur í raun og veru valdið. Ég sé þetta allan daginn, alla daga.“ Umferð Umferðaröryggi Bílar Bítið Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
„Þegar ég er kominn af stað þá lít ég til vinstri og þá sé ég Tesluna koma bara nánast á framstuðaranum hún hemlaði svo fast. Mér verður um og gæinn með hendur upp í loft og jafn hissa og ég,“ segir mótorhjólamaðurinn Mikkó sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alveg ljóst að það hafi verið bíllinn, skynjari í Teslunni, sem hafi stöðvað bílinn en ekki ökumaðurinn sjálfur. Ekki í fyrsta sinn sem skynjarinn bjargar Mikkó hefur áður lýst atvikinu í pistli á Vísi. Í Bítinu segir Mikkó að umferðarmenningin á Íslandi sé ekki nægilega góð. Alltof mörg dæmi séu um að ökumenn séu ekki vakandi í umferðinni en á Sæbraut hafi bíllinn þó í hið minnsta verið vakandi. „Þess vegna erum við hér í dag. Ég allavega, af því að bíllinn var vakandi en ekki maðurinn.“ Ekki er um að ræða fyrsta sinn sem fréttist af því að búnaðurinn í rafbílnum, sem er sá vinsælasti á Íslandi, hafi komið í veg fyrir slys hér á landi. Litlu munaði að ekið hefði verið á fimm ára strák á hjóli á Seltjarnarnesi í ágúst í fyrra en skynjari í Teslu snarhemlaði og kom í veg fyrir árekstur. Mikkó segir miklar umræður hafa skapast um pistil sinn í hópi eigenda Tesla á Facebook. Auðvelt er að breyta hemlunarstillingum í Tesla bílum, að því er fram kemur á heimasíðu bílaframleiðandans. „Ég sá nú einn sem vissi að margir slökkvi á þessum búnaði af því að bílarnir ættu til að hemla svona, það kæmi fólki á óvart og fólki finndist það óþægilegt.Hann kysi að hafa kveikt á þessu því hann vildi frekar að þetta tæki völdin en að hann í einhverju gáleysi, gleymsku, eða mistökum sjái ekki eitthvað.“ Hryllingur að fylgjast með fólki í umferðinni Sjálfur starfar Mikkó jafnframt sem vöruflutningabílstjóri. Hann hefur því séð margt í umferðinni en að hans mati er umferðarmenning á Íslandi á niðurleið. „Það er algjör hryllingur bara hvað fólk er bara ekki að fylgjast með nokkru. Maður sér fólk fylgjast með sjónvarpsþætti á meðan það keyrir, og bara einhvern veginn rása á milli akreina, það kann ekki á hringtorg,“ segir Mikkó, sem tekur fram að þar séu ferðamenn þó sér á báti. Hann segist hafa keyrt um 2500 kílómetra nýlega í Kaliforníu, rétt hjá Los Angeles. Þar hafi hann ekki lent í neinu óhappi, vegir í standi og fólk að mestu með augun á veginum. „Ég tók tvo hjólarúnta hérna heima og á sitthvorum rúntinum þá var það þetta með Tesluna í eitt skiptið og hitt skiptið var það einhver stelpa sem ákvað að skipta um akrein bara skyndilega. Og þetta var ekkert mörghundruð kílómetra ferðalag hérna innanlands, þar sem ég lendi í þessu hérna á sitthvorum deginum.“ Mikkó segist telja marga þætti spila inn í. Hugsunarleysið sé mikið hjá ökumönnum. Fólk verði að vera vakandi í umferðinni. „Það bara áttar sig ekki á hvaða tjóni það getur í raun og veru valdið. Ég sé þetta allan daginn, alla daga.“
Umferð Umferðaröryggi Bílar Bítið Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira