Dæmi um að ökumenn slökkvi á skynjara sem bjargaði lífi hans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júní 2024 14:22 Mikkó þakkar nýjustu tækninni í Teslu lífbjörgina. Mótorhjólamaður segir að dæmi séu um að eigendur Tesla bíla slökkvi á skynjara í bílnum sem bjargaði lífi hans á dögunum. Litlu mátti muna að hann hafi fengið Teslu á sig á miklum hraða á gatnamótum Klettagarða og Sæbrautar og segir hann alveg ljóst að það hefði verið hans síðasta. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem búnaðurinn kemst í fréttir hér á landi. „Þegar ég er kominn af stað þá lít ég til vinstri og þá sé ég Tesluna koma bara nánast á framstuðaranum hún hemlaði svo fast. Mér verður um og gæinn með hendur upp í loft og jafn hissa og ég,“ segir mótorhjólamaðurinn Mikkó sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alveg ljóst að það hafi verið bíllinn, skynjari í Teslunni, sem hafi stöðvað bílinn en ekki ökumaðurinn sjálfur. Ekki í fyrsta sinn sem skynjarinn bjargar Mikkó hefur áður lýst atvikinu í pistli á Vísi. Í Bítinu segir Mikkó að umferðarmenningin á Íslandi sé ekki nægilega góð. Alltof mörg dæmi séu um að ökumenn séu ekki vakandi í umferðinni en á Sæbraut hafi bíllinn þó í hið minnsta verið vakandi. „Þess vegna erum við hér í dag. Ég allavega, af því að bíllinn var vakandi en ekki maðurinn.“ Ekki er um að ræða fyrsta sinn sem fréttist af því að búnaðurinn í rafbílnum, sem er sá vinsælasti á Íslandi, hafi komið í veg fyrir slys hér á landi. Litlu munaði að ekið hefði verið á fimm ára strák á hjóli á Seltjarnarnesi í ágúst í fyrra en skynjari í Teslu snarhemlaði og kom í veg fyrir árekstur. Mikkó segir miklar umræður hafa skapast um pistil sinn í hópi eigenda Tesla á Facebook. Auðvelt er að breyta hemlunarstillingum í Tesla bílum, að því er fram kemur á heimasíðu bílaframleiðandans. „Ég sá nú einn sem vissi að margir slökkvi á þessum búnaði af því að bílarnir ættu til að hemla svona, það kæmi fólki á óvart og fólki finndist það óþægilegt.Hann kysi að hafa kveikt á þessu því hann vildi frekar að þetta tæki völdin en að hann í einhverju gáleysi, gleymsku, eða mistökum sjái ekki eitthvað.“ Hryllingur að fylgjast með fólki í umferðinni Sjálfur starfar Mikkó jafnframt sem vöruflutningabílstjóri. Hann hefur því séð margt í umferðinni en að hans mati er umferðarmenning á Íslandi á niðurleið. „Það er algjör hryllingur bara hvað fólk er bara ekki að fylgjast með nokkru. Maður sér fólk fylgjast með sjónvarpsþætti á meðan það keyrir, og bara einhvern veginn rása á milli akreina, það kann ekki á hringtorg,“ segir Mikkó, sem tekur fram að þar séu ferðamenn þó sér á báti. Hann segist hafa keyrt um 2500 kílómetra nýlega í Kaliforníu, rétt hjá Los Angeles. Þar hafi hann ekki lent í neinu óhappi, vegir í standi og fólk að mestu með augun á veginum. „Ég tók tvo hjólarúnta hérna heima og á sitthvorum rúntinum þá var það þetta með Tesluna í eitt skiptið og hitt skiptið var það einhver stelpa sem ákvað að skipta um akrein bara skyndilega. Og þetta var ekkert mörghundruð kílómetra ferðalag hérna innanlands, þar sem ég lendi í þessu hérna á sitthvorum deginum.“ Mikkó segist telja marga þætti spila inn í. Hugsunarleysið sé mikið hjá ökumönnum. Fólk verði að vera vakandi í umferðinni. „Það bara áttar sig ekki á hvaða tjóni það getur í raun og veru valdið. Ég sé þetta allan daginn, alla daga.“ Umferð Umferðaröryggi Bílar Bítið Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira
„Þegar ég er kominn af stað þá lít ég til vinstri og þá sé ég Tesluna koma bara nánast á framstuðaranum hún hemlaði svo fast. Mér verður um og gæinn með hendur upp í loft og jafn hissa og ég,“ segir mótorhjólamaðurinn Mikkó sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alveg ljóst að það hafi verið bíllinn, skynjari í Teslunni, sem hafi stöðvað bílinn en ekki ökumaðurinn sjálfur. Ekki í fyrsta sinn sem skynjarinn bjargar Mikkó hefur áður lýst atvikinu í pistli á Vísi. Í Bítinu segir Mikkó að umferðarmenningin á Íslandi sé ekki nægilega góð. Alltof mörg dæmi séu um að ökumenn séu ekki vakandi í umferðinni en á Sæbraut hafi bíllinn þó í hið minnsta verið vakandi. „Þess vegna erum við hér í dag. Ég allavega, af því að bíllinn var vakandi en ekki maðurinn.“ Ekki er um að ræða fyrsta sinn sem fréttist af því að búnaðurinn í rafbílnum, sem er sá vinsælasti á Íslandi, hafi komið í veg fyrir slys hér á landi. Litlu munaði að ekið hefði verið á fimm ára strák á hjóli á Seltjarnarnesi í ágúst í fyrra en skynjari í Teslu snarhemlaði og kom í veg fyrir árekstur. Mikkó segir miklar umræður hafa skapast um pistil sinn í hópi eigenda Tesla á Facebook. Auðvelt er að breyta hemlunarstillingum í Tesla bílum, að því er fram kemur á heimasíðu bílaframleiðandans. „Ég sá nú einn sem vissi að margir slökkvi á þessum búnaði af því að bílarnir ættu til að hemla svona, það kæmi fólki á óvart og fólki finndist það óþægilegt.Hann kysi að hafa kveikt á þessu því hann vildi frekar að þetta tæki völdin en að hann í einhverju gáleysi, gleymsku, eða mistökum sjái ekki eitthvað.“ Hryllingur að fylgjast með fólki í umferðinni Sjálfur starfar Mikkó jafnframt sem vöruflutningabílstjóri. Hann hefur því séð margt í umferðinni en að hans mati er umferðarmenning á Íslandi á niðurleið. „Það er algjör hryllingur bara hvað fólk er bara ekki að fylgjast með nokkru. Maður sér fólk fylgjast með sjónvarpsþætti á meðan það keyrir, og bara einhvern veginn rása á milli akreina, það kann ekki á hringtorg,“ segir Mikkó, sem tekur fram að þar séu ferðamenn þó sér á báti. Hann segist hafa keyrt um 2500 kílómetra nýlega í Kaliforníu, rétt hjá Los Angeles. Þar hafi hann ekki lent í neinu óhappi, vegir í standi og fólk að mestu með augun á veginum. „Ég tók tvo hjólarúnta hérna heima og á sitthvorum rúntinum þá var það þetta með Tesluna í eitt skiptið og hitt skiptið var það einhver stelpa sem ákvað að skipta um akrein bara skyndilega. Og þetta var ekkert mörghundruð kílómetra ferðalag hérna innanlands, þar sem ég lendi í þessu hérna á sitthvorum deginum.“ Mikkó segist telja marga þætti spila inn í. Hugsunarleysið sé mikið hjá ökumönnum. Fólk verði að vera vakandi í umferðinni. „Það bara áttar sig ekki á hvaða tjóni það getur í raun og veru valdið. Ég sé þetta allan daginn, alla daga.“
Umferð Umferðaröryggi Bílar Bítið Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira