Fann gamlan vin í leit sinni að nýju og breyttu lífi Aron Guðmundsson skrifar 17. júní 2024 09:01 Friðrik Ingi Rúnarsson Vísir/Arnar Halldórsson Líkt og við sögðum frá fyrr í vikunni snýr þjálfarinn sigursæli, Friðrik Ingi Rúnarsson, nú aftur í þjálfun og tekur við þreföldu meistaraliði Keflavíkur í körfubolta. Að baki eru afar erfiðir og krefjandi tímar sem hafa haft sitt að segja um fjarveru Friðriks frá boltanum. Starfið hjá Keflavík markar endurkomu Friðriks Inga í þjálfun en hann hefur ekki þjálfað lið síðan árið 2022. Fyrir því er gild ástæða en Friðrik og fjölskylda hans fengu á sínum tíma í hendurnar ógnarstórt verkefni þegar að eiginkona hans og lífsförunautur til þrjátíu og fimm ára, Anna Þórunn Sigurjónsdóttir greindist með krabbamein. Friðrik og Anna Þórunn með börnunum sínum tvemur á góðri stundu.Aðsend mynd Á stundum sem þessum verður lífið mun meira og stærra en körfubolti eða íþróttir og stóðu Friðrik Ingi og börnin þeirra tvö þétt við bakið á sinni konu. Eftir hetjulega baráttu við meinið kvaddi Anna Þórunn þessa jarðvist á síðasta ári. Svona lífsreynsla, viðlíka áfall, hefur áhrif á fólk. Aðstæður breytast og Friðrik finnur það nú að hann er ekki reiðubúinn að gefa körfuboltann upp á bátinn. Það er eitthvað sem togar í hann. „Einhver yngri útgáfa af mér sem hefur svolítið verið að tala í gegnum mig. Ég svona fer aðeins af sjónarsviðinu eftir að hafa verið með ÍR fyrir tveimur árum síðan. Það komu upp veikindi í fjölskyldunni sem að reyndu svolítið á. Ég þurfti að neita nokkrum liðum sem að leituðu til mín á síðastliðnu tveimur árum þar sem að aðstæður voru bara þannig. Þær voru bara mjög erfiðar og krefjandi.“ „Svo hafa ýmsir fagaðilar, sem ég hef leitað til í minni leit að nýju og breyttu lífi, skorað á mig og sagt mér að það gæti verið mjög gott fyrir mig að láta slag standa og fara aftur í þjálfun. Að því gefnu að ég hafi enn brennandi áhuga og vilja. Hann hefur aldrei horfið í rauninni. Ég er því bara gríðarlega spenntur fyrir því að takast á við þetta verkefni.“ Körfuboltinn hefur aldrei verið langt undan hjá Friðriki. Þjálfarinn sigursæli og reynslumikli, Friðrik Ingi Rúnarsson, hefur nú tekið skrefið aftur inn í þjálfun. Hann er tekinn við þreföldu meistaraliði Keflavíkur.Vísir/Arnar Halldórsson „Ég byrjaði að þjálfa sextán ára gamall. Er 55 ára í dag, 56 ára eftir nokkra daga. Körfuboltinn hefur verið stór hluti af mínu lífi. Ég hef þjálfað bæði karla og kvennaflokka. Ég þjálfaði líka handbolta á mínum yngri árum. Þjálfarinn er mjög ríkur í mér. Það er auðvitað bara þannig að það er erfitt að slíta sig frá þessu. Hausinn á mér er yfirleitt alltaf uppfullur af hugmyndum og pælingum. Þegar að ég horfi á körfubolta þá er hausinn á mér alltaf á fullu að pæla í alls konar taktík og pælingum. Ég hef í rauninni verið þess heiðurs aðnjótandi að vera talsvert innvinklaður í boltann. Vegna þess að það eru margir þjálfarar sem eru að þjálfa í efstu deildum karla og kvenna sem eru ýmist fyrrverandi leikmenn mínir eða aðstoðarþjálfarar. Ég er auðvitað mjög þakklátur fyrir það að þeir leita talsvert til mín. Ég reyni að vera þeim til halds og trausts eins og ég mögulega get.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Tengdar fréttir Spurðu hvort Friðrik vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði Nú á dögunum bárust af því fréttir að þjálfarinn reynslumikli og sigursæli, Friðrik Ingi Rúnarsson, yrði næsti þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Sumir telja hann galinn að taka starfið að sér. Aðrir spurðu Friðrik hvort hann vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði. Hann segir hins vegar ákveðinn heiður fólginn í því að vera ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, liðinu sem vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. 13. júní 2024 10:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Starfið hjá Keflavík markar endurkomu Friðriks Inga í þjálfun en hann hefur ekki þjálfað lið síðan árið 2022. Fyrir því er gild ástæða en Friðrik og fjölskylda hans fengu á sínum tíma í hendurnar ógnarstórt verkefni þegar að eiginkona hans og lífsförunautur til þrjátíu og fimm ára, Anna Þórunn Sigurjónsdóttir greindist með krabbamein. Friðrik og Anna Þórunn með börnunum sínum tvemur á góðri stundu.Aðsend mynd Á stundum sem þessum verður lífið mun meira og stærra en körfubolti eða íþróttir og stóðu Friðrik Ingi og börnin þeirra tvö þétt við bakið á sinni konu. Eftir hetjulega baráttu við meinið kvaddi Anna Þórunn þessa jarðvist á síðasta ári. Svona lífsreynsla, viðlíka áfall, hefur áhrif á fólk. Aðstæður breytast og Friðrik finnur það nú að hann er ekki reiðubúinn að gefa körfuboltann upp á bátinn. Það er eitthvað sem togar í hann. „Einhver yngri útgáfa af mér sem hefur svolítið verið að tala í gegnum mig. Ég svona fer aðeins af sjónarsviðinu eftir að hafa verið með ÍR fyrir tveimur árum síðan. Það komu upp veikindi í fjölskyldunni sem að reyndu svolítið á. Ég þurfti að neita nokkrum liðum sem að leituðu til mín á síðastliðnu tveimur árum þar sem að aðstæður voru bara þannig. Þær voru bara mjög erfiðar og krefjandi.“ „Svo hafa ýmsir fagaðilar, sem ég hef leitað til í minni leit að nýju og breyttu lífi, skorað á mig og sagt mér að það gæti verið mjög gott fyrir mig að láta slag standa og fara aftur í þjálfun. Að því gefnu að ég hafi enn brennandi áhuga og vilja. Hann hefur aldrei horfið í rauninni. Ég er því bara gríðarlega spenntur fyrir því að takast á við þetta verkefni.“ Körfuboltinn hefur aldrei verið langt undan hjá Friðriki. Þjálfarinn sigursæli og reynslumikli, Friðrik Ingi Rúnarsson, hefur nú tekið skrefið aftur inn í þjálfun. Hann er tekinn við þreföldu meistaraliði Keflavíkur.Vísir/Arnar Halldórsson „Ég byrjaði að þjálfa sextán ára gamall. Er 55 ára í dag, 56 ára eftir nokkra daga. Körfuboltinn hefur verið stór hluti af mínu lífi. Ég hef þjálfað bæði karla og kvennaflokka. Ég þjálfaði líka handbolta á mínum yngri árum. Þjálfarinn er mjög ríkur í mér. Það er auðvitað bara þannig að það er erfitt að slíta sig frá þessu. Hausinn á mér er yfirleitt alltaf uppfullur af hugmyndum og pælingum. Þegar að ég horfi á körfubolta þá er hausinn á mér alltaf á fullu að pæla í alls konar taktík og pælingum. Ég hef í rauninni verið þess heiðurs aðnjótandi að vera talsvert innvinklaður í boltann. Vegna þess að það eru margir þjálfarar sem eru að þjálfa í efstu deildum karla og kvenna sem eru ýmist fyrrverandi leikmenn mínir eða aðstoðarþjálfarar. Ég er auðvitað mjög þakklátur fyrir það að þeir leita talsvert til mín. Ég reyni að vera þeim til halds og trausts eins og ég mögulega get.“
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Tengdar fréttir Spurðu hvort Friðrik vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði Nú á dögunum bárust af því fréttir að þjálfarinn reynslumikli og sigursæli, Friðrik Ingi Rúnarsson, yrði næsti þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Sumir telja hann galinn að taka starfið að sér. Aðrir spurðu Friðrik hvort hann vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði. Hann segir hins vegar ákveðinn heiður fólginn í því að vera ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, liðinu sem vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. 13. júní 2024 10:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Spurðu hvort Friðrik vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði Nú á dögunum bárust af því fréttir að þjálfarinn reynslumikli og sigursæli, Friðrik Ingi Rúnarsson, yrði næsti þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Sumir telja hann galinn að taka starfið að sér. Aðrir spurðu Friðrik hvort hann vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði. Hann segir hins vegar ákveðinn heiður fólginn í því að vera ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, liðinu sem vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. 13. júní 2024 10:00