Þegar kvíðinn tekur völdin Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 15. júní 2024 09:30 Kvíði er gagnlegur upp að vissu marki og stuðlar að því að við hugsum okkur um áður en við særum aðra eða komum okkur í klandur. Hann getur bjargað lífi okkar í hættu og orðið til þess að við hrökkvum eða stökkvum þegar bíll nálgast okkur á ógnarhraða. Hóflegur kvíði er nátengdur samviskusemi þannig að við leggjum okkur fram í vinnu, búum okkur undir próf og vöndum framkomu okkar. Hjá sumum okkar verður kvíðinn hins vegar óhóflegur þannig að hann fer að ræsast í tíma og ótíma, þótt engin raunveruleg ógn sé til staðar. Þá telur kvíðinn okkur trú um að alls konar slæmt geti gerst ef við hlýðum honum ekki í einu og öllu; sótthreinsum á okkur hendurnar, margyfirförum tölvupósta og leitum til læknis í hundraðasta skiptið. Eftir því sem við látum meira eftir kvíðanum færir hann sig upp á skaptið. Ef það var nóg að yfirfara læsingar þrisvar sinnum í gær er vissara að gera það fjórum sinnum í dag. Ef ég fékk kvíðakast í Kringlunni í gær, er vissara að sniðganga Smáralindina líka. Svo fer kvíðinn að sá efasemdum um stórt og smátt. Gerðir þú mistök í vinnunni í gær? Gætir þú hafa keyrt á einhvern á leiðinni heim? Hvað ef þú missir stjórn á þér? Er eðlilegt að hugsa svona? Áttu kannski eftir að bilast? Á endanum fer öll orkan í það að berjast við hugsanirnar, yfirfara hluti og passa sig á því sem kvíðinn hótar okkur með. Við erum þá komin í þrotlausa og illa launaða vinnu fyrir Kvíða ehf. Og kvíðinn er harður húsbóndi. Kvíðinn er lygalaupur Eins sannfærandi og kvíðinn kann að virðast er sjaldnast innistæða fyrir hótunum hans. Þótt við vitum það með skynseminni er tilfinningin á öðru máli. Hræðslan tekur völdin af skynsamasta fólki; fær foreldri til að flýja í ofboði undan býflugu eða hringja á sjúkrabíl þegar kvíðakast gerir vart við sig. Enda er kvíðaviðbragðinu ætlað að hvetja okkur til að bregðast hratt og vel við þegar hætta er fyrir hendi. Skynsemin ein og sér nægir því sjaldnast til að kveða kvíðann niður. Við vitum að ólíklegt sé að við förumst í flugslysi eða að höfuðverkur undanfarinna daga stafi af heilaæxli. Samt getum við óttast það. Flestir sem glíma við óhóflegan kvíða hafa reynt að brjótast út úr viðjum kvíðans með einum eða öðrum hætti, láta af áhyggjum og óhlýðnast kvíðanum. Ef þetta væri svona einfalt væri vart nokkur maður með kvíðanvanda. Raunin er önnur því þriðji hver maður glímir við kvíðavanda einhvern tímann á lífsleiðinni sem oftar en ekki verður langvinnur án aðstoðar. Það er erfitt að ráða bót á kvíðanum á eigin spítur og ekki sama hvernig það er gert eigi langvinnur árangur að nást. Fokk kvíði Við eigum það til að taka of mikið mark á kvíðanum, líta á hann sem raunverulega ógn sem halda beri í skefjum. Kvíðinn er hins vegar meinalaust, en óþægilegt, viðbragð sem stuðlað hefur að afkomu mannsins í áranna rás. Þegar kvíðinn ræsist er hann í raun að spyrja okkur hvort eitthvað sé hættulegt. Ef við bregðumst við líkt og um hættu sé að ræða erum við að staðfesta að hættu hafi steðjað að og stuðla að því kvíðinn ræsist aftur í svipuðum aðstæðum. Því skiptir sköpum að fara óhikað gegn kvíðanum og gera öfugt við það sem hann krefst. Sýna honum hver er við stjórnvölinn. Með því móti sendum við skýr skilaboð um að ekki sé ástæða til að hræðast það sem um ræðir. Þumalfingursreglan er því að gera öfugt við það sem kvíðinn vill, að því gefnu að ekki sé um aðstæður að ræða, sem flestir myndu álíta hættulegar. Því oftar sem við sækjum í kvíðvænlegar aðstæður, því minni verður kvíðinn þegar til lengdar lætur. Ekki borgar sig að gera neitt til að kveða kvíðann niður enda líður hann á endanum hjá ef ekkert er að gert. Að lokum ber þess þó að geta að fólk getur þurft aðstoð til að gera þetta markvisst og má ná sérlega góðum árangri með hugrænni atferlismeðferð við kvíðavanda. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Kvíði er gagnlegur upp að vissu marki og stuðlar að því að við hugsum okkur um áður en við særum aðra eða komum okkur í klandur. Hann getur bjargað lífi okkar í hættu og orðið til þess að við hrökkvum eða stökkvum þegar bíll nálgast okkur á ógnarhraða. Hóflegur kvíði er nátengdur samviskusemi þannig að við leggjum okkur fram í vinnu, búum okkur undir próf og vöndum framkomu okkar. Hjá sumum okkar verður kvíðinn hins vegar óhóflegur þannig að hann fer að ræsast í tíma og ótíma, þótt engin raunveruleg ógn sé til staðar. Þá telur kvíðinn okkur trú um að alls konar slæmt geti gerst ef við hlýðum honum ekki í einu og öllu; sótthreinsum á okkur hendurnar, margyfirförum tölvupósta og leitum til læknis í hundraðasta skiptið. Eftir því sem við látum meira eftir kvíðanum færir hann sig upp á skaptið. Ef það var nóg að yfirfara læsingar þrisvar sinnum í gær er vissara að gera það fjórum sinnum í dag. Ef ég fékk kvíðakast í Kringlunni í gær, er vissara að sniðganga Smáralindina líka. Svo fer kvíðinn að sá efasemdum um stórt og smátt. Gerðir þú mistök í vinnunni í gær? Gætir þú hafa keyrt á einhvern á leiðinni heim? Hvað ef þú missir stjórn á þér? Er eðlilegt að hugsa svona? Áttu kannski eftir að bilast? Á endanum fer öll orkan í það að berjast við hugsanirnar, yfirfara hluti og passa sig á því sem kvíðinn hótar okkur með. Við erum þá komin í þrotlausa og illa launaða vinnu fyrir Kvíða ehf. Og kvíðinn er harður húsbóndi. Kvíðinn er lygalaupur Eins sannfærandi og kvíðinn kann að virðast er sjaldnast innistæða fyrir hótunum hans. Þótt við vitum það með skynseminni er tilfinningin á öðru máli. Hræðslan tekur völdin af skynsamasta fólki; fær foreldri til að flýja í ofboði undan býflugu eða hringja á sjúkrabíl þegar kvíðakast gerir vart við sig. Enda er kvíðaviðbragðinu ætlað að hvetja okkur til að bregðast hratt og vel við þegar hætta er fyrir hendi. Skynsemin ein og sér nægir því sjaldnast til að kveða kvíðann niður. Við vitum að ólíklegt sé að við förumst í flugslysi eða að höfuðverkur undanfarinna daga stafi af heilaæxli. Samt getum við óttast það. Flestir sem glíma við óhóflegan kvíða hafa reynt að brjótast út úr viðjum kvíðans með einum eða öðrum hætti, láta af áhyggjum og óhlýðnast kvíðanum. Ef þetta væri svona einfalt væri vart nokkur maður með kvíðanvanda. Raunin er önnur því þriðji hver maður glímir við kvíðavanda einhvern tímann á lífsleiðinni sem oftar en ekki verður langvinnur án aðstoðar. Það er erfitt að ráða bót á kvíðanum á eigin spítur og ekki sama hvernig það er gert eigi langvinnur árangur að nást. Fokk kvíði Við eigum það til að taka of mikið mark á kvíðanum, líta á hann sem raunverulega ógn sem halda beri í skefjum. Kvíðinn er hins vegar meinalaust, en óþægilegt, viðbragð sem stuðlað hefur að afkomu mannsins í áranna rás. Þegar kvíðinn ræsist er hann í raun að spyrja okkur hvort eitthvað sé hættulegt. Ef við bregðumst við líkt og um hættu sé að ræða erum við að staðfesta að hættu hafi steðjað að og stuðla að því kvíðinn ræsist aftur í svipuðum aðstæðum. Því skiptir sköpum að fara óhikað gegn kvíðanum og gera öfugt við það sem hann krefst. Sýna honum hver er við stjórnvölinn. Með því móti sendum við skýr skilaboð um að ekki sé ástæða til að hræðast það sem um ræðir. Þumalfingursreglan er því að gera öfugt við það sem kvíðinn vill, að því gefnu að ekki sé um aðstæður að ræða, sem flestir myndu álíta hættulegar. Því oftar sem við sækjum í kvíðvænlegar aðstæður, því minni verður kvíðinn þegar til lengdar lætur. Ekki borgar sig að gera neitt til að kveða kvíðann niður enda líður hann á endanum hjá ef ekkert er að gert. Að lokum ber þess þó að geta að fólk getur þurft aðstoð til að gera þetta markvisst og má ná sérlega góðum árangri með hugrænni atferlismeðferð við kvíðavanda. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun