Ofurkarlmennska geti reynst ávísun á hómófóbíu og kvenfyrirlitningu Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2024 14:35 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir veltir upp þeirri spurningu hvort verið geti að tengsl séu milli atvinnumennsku í íþróttum og kynferðisofbeldis. vísir/vilhelm Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Nordref Foundation, veltir því upp í pistli hvort verið geti að tengsl séu milli atvinnumennsku í íþróttum og kynferðisofbeldis? Þórdís Elva segir hugleiðingar sínar að gefnu tilefni en rannsóknir bendi til að slík tengsl séu fyrir hendi. Hún nefnir úttekt frá Brock University á tíu ára tímabili sem sýni að 23 prósent þeirra nemenda við skólann sem kærðir voru fyrir kynferðisofbeldi voru atvinnumenn á íþróttastyrk – þrátt fyrirað þeir væru einungis tvö prósent nemenda við skólann. Þórdís Elva vitnar í samtökin Teach Us Consent sem hafi sett fram kenningar eins og um tilkall. „Ein ástæðan gæti verið tilkall (e: entitlement), þ.e.a.s. að finnast maður eiga rétt eða heimtingu á einhverju. Atvinnuíþróttamennsku fylgir oft frægð og frami, með tilheyrandi forréttindastöðu í samfélaginu og aðdáun samferðafólks sins. Þetta getur leitt af sér hugmyndir um tilkall, þar á meðal tilkall til líkama kvenna, sér í lagi í ljósi þeirrar karlmennsku sem samfélagið býst við af atvinnuíþróttamönnum.“ Þá nefnir Þórdís menningu sem skapist meðal atvinnuíþróttamanna, að vera sífellt í hópi annarra karla við æfingar, keppnir og ferðalög. Um sé að ræða einsleitan og lokaðan hóp þar sem hópsálin litar dómgreind og þurrkar út einstaklingseðli við ákvarðanatöku. „Að vera atvinnuíþróttamaður gerir þig að fyrirmynd fyrir aðra karlmenn, sökum líkamlegs atgervis og styrks. Hópíþróttir eru sér í lagi álitnar uppspretta karlmennskuímynda (Messerschmidt & Connell, 2005) sem í sinni ýktustu mynd þróast út í ofurkarlmennsku, sem er álitin æðsta takmarkið. Þar sem ofurkarlmennska vex fram verður oft til menning þar sem önnur kyn og kynhneigðir eru álitin annars flokks, með tilheyrandi hómófóbíu og kvenfyrirlitningu,“ segir Þórdís meðal annars en lesa má pistil hennar í heild í meðfylgjandi hlekk hér ofar. Kynferðisofbeldi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Þórdís Elva segir hugleiðingar sínar að gefnu tilefni en rannsóknir bendi til að slík tengsl séu fyrir hendi. Hún nefnir úttekt frá Brock University á tíu ára tímabili sem sýni að 23 prósent þeirra nemenda við skólann sem kærðir voru fyrir kynferðisofbeldi voru atvinnumenn á íþróttastyrk – þrátt fyrirað þeir væru einungis tvö prósent nemenda við skólann. Þórdís Elva vitnar í samtökin Teach Us Consent sem hafi sett fram kenningar eins og um tilkall. „Ein ástæðan gæti verið tilkall (e: entitlement), þ.e.a.s. að finnast maður eiga rétt eða heimtingu á einhverju. Atvinnuíþróttamennsku fylgir oft frægð og frami, með tilheyrandi forréttindastöðu í samfélaginu og aðdáun samferðafólks sins. Þetta getur leitt af sér hugmyndir um tilkall, þar á meðal tilkall til líkama kvenna, sér í lagi í ljósi þeirrar karlmennsku sem samfélagið býst við af atvinnuíþróttamönnum.“ Þá nefnir Þórdís menningu sem skapist meðal atvinnuíþróttamanna, að vera sífellt í hópi annarra karla við æfingar, keppnir og ferðalög. Um sé að ræða einsleitan og lokaðan hóp þar sem hópsálin litar dómgreind og þurrkar út einstaklingseðli við ákvarðanatöku. „Að vera atvinnuíþróttamaður gerir þig að fyrirmynd fyrir aðra karlmenn, sökum líkamlegs atgervis og styrks. Hópíþróttir eru sér í lagi álitnar uppspretta karlmennskuímynda (Messerschmidt & Connell, 2005) sem í sinni ýktustu mynd þróast út í ofurkarlmennsku, sem er álitin æðsta takmarkið. Þar sem ofurkarlmennska vex fram verður oft til menning þar sem önnur kyn og kynhneigðir eru álitin annars flokks, með tilheyrandi hómófóbíu og kvenfyrirlitningu,“ segir Þórdís meðal annars en lesa má pistil hennar í heild í meðfylgjandi hlekk hér ofar.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira