Hótanir í garð lögreglumanna komnar á borð saksóknara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2024 19:23 Fjölnir setur hótanirnar í beint samhengi við Palestínumótmælin, en lögregla hefur tvisvar beitt piparúða á mótmælendur í mótmælum á síðustu vikum. vísir/arnar Lögregla hefur kært tvær hótanir í garð lögreglumanna til héraðssaksóknara. Formaður Landssambands lögreglumanna tengir hótanirnar beint við Palestínumótmæli sem staðið hafa yfir síðustu vikur og mánuði. „Þetta eru hótanir um að koma heim til lögreglu og meðal annars kasta pokum með terpentínu á húsin þeirra. Það er verið að fletta upp börnum og mökum lögreglumanna og hafa samband við þau líka með hótanir í garð lögreglumanna,“ segir Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir fólk þekkja andlit þeirra lögreglumanna og hafi uppi á þeim. „Það er vitað allavega í tveimur tilfellum um hverja er að ræða og það er bara kært.“ Fjölnir segir um nýmæli að ræða, að lögreglumönnum berist slíkar hótanir. „Ég var nú að ræða við lögerglumann sem hefur starfað í fjörutíu ári í lögreglu og hann hefur aldrei orðið fyrir svona hótunum. Hann starfaði í gegnum alla búsáhaldabyltinguna, og aldrei varð hann fyrir svona hótunum þar.“ „Þetta eru skyldustörf lögreglumanna, að passa Alþingi, ráðuneyti, ráðamenn og alla borgara landsins,“ bætir Fjölnir við. Fjölnir Sæmundsson, formaður stjórnar Landssambands lögreglumanna.Vísir/Arnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögreglan hafi neyðst til þess að beita piparúða gegn mótmælendum við Alþingishúsið í gær, þar sem mótmæli fóru fram gegn aðgerðarleysis Íslands í málefnum Palestínu. Kristján Helgi sagði að reyksprengju og blysum hafi verið kastað í átt að Alþingishúsinu. Svipuð atburðarás átti sér stað í lok síðasta mánaðar við Skuggasund og vöktu þau mótmæli mikla athygli. Piparúða var beitt gegn mótmælendum og um tíu mótmælendur voru illa haldnir eftir að til átaka kom við lögreglu. Fjölnir setur hótanirnar í beint samhengi við Palestínumótmælin. „Ég verð samt að taka fram að auðvitað eru 95 prósent af þeim sem eru í mótmælum að fara eftir reglum. Það er enginn að segja að fólk megi ekki mótmæla og ég hef sjálfur tekið þátt í mótmælum í sambandi við Palestínu og hef mikla samúð með fólki frá Palestínu, og hef labbað hér niður Skólavörðustíg og annað.“ Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Þetta eru hótanir um að koma heim til lögreglu og meðal annars kasta pokum með terpentínu á húsin þeirra. Það er verið að fletta upp börnum og mökum lögreglumanna og hafa samband við þau líka með hótanir í garð lögreglumanna,“ segir Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir fólk þekkja andlit þeirra lögreglumanna og hafi uppi á þeim. „Það er vitað allavega í tveimur tilfellum um hverja er að ræða og það er bara kært.“ Fjölnir segir um nýmæli að ræða, að lögreglumönnum berist slíkar hótanir. „Ég var nú að ræða við lögerglumann sem hefur starfað í fjörutíu ári í lögreglu og hann hefur aldrei orðið fyrir svona hótunum. Hann starfaði í gegnum alla búsáhaldabyltinguna, og aldrei varð hann fyrir svona hótunum þar.“ „Þetta eru skyldustörf lögreglumanna, að passa Alþingi, ráðuneyti, ráðamenn og alla borgara landsins,“ bætir Fjölnir við. Fjölnir Sæmundsson, formaður stjórnar Landssambands lögreglumanna.Vísir/Arnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögreglan hafi neyðst til þess að beita piparúða gegn mótmælendum við Alþingishúsið í gær, þar sem mótmæli fóru fram gegn aðgerðarleysis Íslands í málefnum Palestínu. Kristján Helgi sagði að reyksprengju og blysum hafi verið kastað í átt að Alþingishúsinu. Svipuð atburðarás átti sér stað í lok síðasta mánaðar við Skuggasund og vöktu þau mótmæli mikla athygli. Piparúða var beitt gegn mótmælendum og um tíu mótmælendur voru illa haldnir eftir að til átaka kom við lögreglu. Fjölnir setur hótanirnar í beint samhengi við Palestínumótmælin. „Ég verð samt að taka fram að auðvitað eru 95 prósent af þeim sem eru í mótmælum að fara eftir reglum. Það er enginn að segja að fólk megi ekki mótmæla og ég hef sjálfur tekið þátt í mótmælum í sambandi við Palestínu og hef mikla samúð með fólki frá Palestínu, og hef labbað hér niður Skólavörðustíg og annað.“
Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira