Hótanir í garð lögreglumanna komnar á borð saksóknara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2024 19:23 Fjölnir setur hótanirnar í beint samhengi við Palestínumótmælin, en lögregla hefur tvisvar beitt piparúða á mótmælendur í mótmælum á síðustu vikum. vísir/arnar Lögregla hefur kært tvær hótanir í garð lögreglumanna til héraðssaksóknara. Formaður Landssambands lögreglumanna tengir hótanirnar beint við Palestínumótmæli sem staðið hafa yfir síðustu vikur og mánuði. „Þetta eru hótanir um að koma heim til lögreglu og meðal annars kasta pokum með terpentínu á húsin þeirra. Það er verið að fletta upp börnum og mökum lögreglumanna og hafa samband við þau líka með hótanir í garð lögreglumanna,“ segir Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir fólk þekkja andlit þeirra lögreglumanna og hafi uppi á þeim. „Það er vitað allavega í tveimur tilfellum um hverja er að ræða og það er bara kært.“ Fjölnir segir um nýmæli að ræða, að lögreglumönnum berist slíkar hótanir. „Ég var nú að ræða við lögerglumann sem hefur starfað í fjörutíu ári í lögreglu og hann hefur aldrei orðið fyrir svona hótunum. Hann starfaði í gegnum alla búsáhaldabyltinguna, og aldrei varð hann fyrir svona hótunum þar.“ „Þetta eru skyldustörf lögreglumanna, að passa Alþingi, ráðuneyti, ráðamenn og alla borgara landsins,“ bætir Fjölnir við. Fjölnir Sæmundsson, formaður stjórnar Landssambands lögreglumanna.Vísir/Arnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögreglan hafi neyðst til þess að beita piparúða gegn mótmælendum við Alþingishúsið í gær, þar sem mótmæli fóru fram gegn aðgerðarleysis Íslands í málefnum Palestínu. Kristján Helgi sagði að reyksprengju og blysum hafi verið kastað í átt að Alþingishúsinu. Svipuð atburðarás átti sér stað í lok síðasta mánaðar við Skuggasund og vöktu þau mótmæli mikla athygli. Piparúða var beitt gegn mótmælendum og um tíu mótmælendur voru illa haldnir eftir að til átaka kom við lögreglu. Fjölnir setur hótanirnar í beint samhengi við Palestínumótmælin. „Ég verð samt að taka fram að auðvitað eru 95 prósent af þeim sem eru í mótmælum að fara eftir reglum. Það er enginn að segja að fólk megi ekki mótmæla og ég hef sjálfur tekið þátt í mótmælum í sambandi við Palestínu og hef mikla samúð með fólki frá Palestínu, og hef labbað hér niður Skólavörðustíg og annað.“ Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
„Þetta eru hótanir um að koma heim til lögreglu og meðal annars kasta pokum með terpentínu á húsin þeirra. Það er verið að fletta upp börnum og mökum lögreglumanna og hafa samband við þau líka með hótanir í garð lögreglumanna,“ segir Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir fólk þekkja andlit þeirra lögreglumanna og hafi uppi á þeim. „Það er vitað allavega í tveimur tilfellum um hverja er að ræða og það er bara kært.“ Fjölnir segir um nýmæli að ræða, að lögreglumönnum berist slíkar hótanir. „Ég var nú að ræða við lögerglumann sem hefur starfað í fjörutíu ári í lögreglu og hann hefur aldrei orðið fyrir svona hótunum. Hann starfaði í gegnum alla búsáhaldabyltinguna, og aldrei varð hann fyrir svona hótunum þar.“ „Þetta eru skyldustörf lögreglumanna, að passa Alþingi, ráðuneyti, ráðamenn og alla borgara landsins,“ bætir Fjölnir við. Fjölnir Sæmundsson, formaður stjórnar Landssambands lögreglumanna.Vísir/Arnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögreglan hafi neyðst til þess að beita piparúða gegn mótmælendum við Alþingishúsið í gær, þar sem mótmæli fóru fram gegn aðgerðarleysis Íslands í málefnum Palestínu. Kristján Helgi sagði að reyksprengju og blysum hafi verið kastað í átt að Alþingishúsinu. Svipuð atburðarás átti sér stað í lok síðasta mánaðar við Skuggasund og vöktu þau mótmæli mikla athygli. Piparúða var beitt gegn mótmælendum og um tíu mótmælendur voru illa haldnir eftir að til átaka kom við lögreglu. Fjölnir setur hótanirnar í beint samhengi við Palestínumótmælin. „Ég verð samt að taka fram að auðvitað eru 95 prósent af þeim sem eru í mótmælum að fara eftir reglum. Það er enginn að segja að fólk megi ekki mótmæla og ég hef sjálfur tekið þátt í mótmælum í sambandi við Palestínu og hef mikla samúð með fólki frá Palestínu, og hef labbað hér niður Skólavörðustíg og annað.“
Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira