Ungbörn sem fá hnetusmjör fái mun síður hnetuofnæmi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. júní 2024 18:20 Mikael segir að þegar barn er orðið fjögurra til sex mánaða sé hægt að byrja að gefa því jarðhnetusmjör til að fyrirbyggja ofnæmi. EPA Niðurstöður nýrrar könnunar sýna að ungbörn sem fá ekki jarðhnetursmjör á fyrstu fimm árunum séu 71 prósent líklegri til að þróa með sér jarðhnetuofnæmi síðar á lífsleiðinni. Ofnæmislæknir segur Samkvæmt niðurstöðum nýrrar og umfangsmikillar rannsóknar sem framkvæmd var við King's College í Bretlandi eru börn undir fimm ára sem er gefið hnetusmjör síður líkleg til að greinast með hnetuofnæmi seinna á lífsleiðinni. Mikael Valur Clausen ofnæmislæknir barna ræddi rannsóknina í Reykjavík Síðdegis. Hann segir kveikjuna að rannsókninni, sem hófst fyrir fimmtán árum, þá að sýnilegur munur var á börnum sem ólust upp í Bretlandi og Ísrael í tengslum við greiningar á hnetuofnæmi. „Þau voru með tvo hópa, annar fékk jarðhnetusmjöt mjög snemma og hinir fengu ekki. Og það var haldið áfram til fimm ára aldurs og það sýndi sig þá að þau fengu síður jarðhnetuofnæmi, sem byrjuðu snemma að fá jarðhnetur.“ Hann segir algengið á jarðhnetuofnæmi hafa minnkað um 71 prósent hjá þeim börnum sem fengu jarðhnetur snemma. Nýlega hafi verið prófað fyrir jarðhnetuofnæmi hjá sömu börnum, sem nú eru komin á unglingsaldur, og algengið verið það sama. Mikilvægt að byrja snemma Aðspurður segir Mikael að búist sé við að vörnin sem felst í því að gefa ungbörnum jarðhnetur haldi fyrir líftíð. Er það ekki mikill ábati í ljósi þess að jarðhnetuofnæmi er erfitt ofnæmi? „Jú, það er náttúrlega mjög erfitt að vera með ofnæmi yfir höfuð, og jarðhnetur eru ekki voðalega skemmtilegar því þær eru mjög víða,“ segir Mikael. Er einhver ákveðinn gluggi sem best er að nýta? „Mjög mörg börn eru búin að fá ofnæmið sitt á fyrsta æviárinu. Það er mjög algengt og eggjaofnæmið er langalgengasta ofnæmið. Og þegar þú ert kominn með eitt ofnæmi ertu líklegri til þess að fá annað. Þannig að þetta þarf að byrja snemma. Þú þarft að byrja þegar barnið er fjögurra til sex mánaða,“ segir Mikael. Þá sé hæfilegt að gefa barninu sínu jarðhnetusmjör. Hann segir það mikilvægasta sem hægt sé að gera til að fyrirbyggja ofnæmi hjá börnum að sjá til þess að barn fái örvun í formi þeirra fyrirbæra sem það getur þróað ofnæmi fyrir. „Barnið vantar örvun á fyrstu ævimánuðunum fyrir ónæmiskerfið sitt frá umhverfisþáttum sem eru ákveðin efni sem koma úr bakteríum sem eru eðlilegur hlutur af umhverfinu. Og það á að örva ónæmiskerfið til að mynda þol. Og þegar það fær ekki þessa örvun, þá ertu líklegri til að mynda ofnæmi,“ segir Mikael. Hér er einungis stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Matur Börn og uppeldi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar og umfangsmikillar rannsóknar sem framkvæmd var við King's College í Bretlandi eru börn undir fimm ára sem er gefið hnetusmjör síður líkleg til að greinast með hnetuofnæmi seinna á lífsleiðinni. Mikael Valur Clausen ofnæmislæknir barna ræddi rannsóknina í Reykjavík Síðdegis. Hann segir kveikjuna að rannsókninni, sem hófst fyrir fimmtán árum, þá að sýnilegur munur var á börnum sem ólust upp í Bretlandi og Ísrael í tengslum við greiningar á hnetuofnæmi. „Þau voru með tvo hópa, annar fékk jarðhnetusmjöt mjög snemma og hinir fengu ekki. Og það var haldið áfram til fimm ára aldurs og það sýndi sig þá að þau fengu síður jarðhnetuofnæmi, sem byrjuðu snemma að fá jarðhnetur.“ Hann segir algengið á jarðhnetuofnæmi hafa minnkað um 71 prósent hjá þeim börnum sem fengu jarðhnetur snemma. Nýlega hafi verið prófað fyrir jarðhnetuofnæmi hjá sömu börnum, sem nú eru komin á unglingsaldur, og algengið verið það sama. Mikilvægt að byrja snemma Aðspurður segir Mikael að búist sé við að vörnin sem felst í því að gefa ungbörnum jarðhnetur haldi fyrir líftíð. Er það ekki mikill ábati í ljósi þess að jarðhnetuofnæmi er erfitt ofnæmi? „Jú, það er náttúrlega mjög erfitt að vera með ofnæmi yfir höfuð, og jarðhnetur eru ekki voðalega skemmtilegar því þær eru mjög víða,“ segir Mikael. Er einhver ákveðinn gluggi sem best er að nýta? „Mjög mörg börn eru búin að fá ofnæmið sitt á fyrsta æviárinu. Það er mjög algengt og eggjaofnæmið er langalgengasta ofnæmið. Og þegar þú ert kominn með eitt ofnæmi ertu líklegri til þess að fá annað. Þannig að þetta þarf að byrja snemma. Þú þarft að byrja þegar barnið er fjögurra til sex mánaða,“ segir Mikael. Þá sé hæfilegt að gefa barninu sínu jarðhnetusmjör. Hann segir það mikilvægasta sem hægt sé að gera til að fyrirbyggja ofnæmi hjá börnum að sjá til þess að barn fái örvun í formi þeirra fyrirbæra sem það getur þróað ofnæmi fyrir. „Barnið vantar örvun á fyrstu ævimánuðunum fyrir ónæmiskerfið sitt frá umhverfisþáttum sem eru ákveðin efni sem koma úr bakteríum sem eru eðlilegur hlutur af umhverfinu. Og það á að örva ónæmiskerfið til að mynda þol. Og þegar það fær ekki þessa örvun, þá ertu líklegri til að mynda ofnæmi,“ segir Mikael. Hér er einungis stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Matur Börn og uppeldi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels