Gerður Björt nýr framkvæmdastjóri rekstrarþjónustu Wise Árni Sæberg skrifar 13. júní 2024 14:46 Gerður Björt er nýr framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Wise. Wise Gerður Björt Pálmarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri rekstrarþjónustu Wise. Um er að ræða nýtt svið sem varð til eftir kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Greint var frá því á dögunum að Wise og Þekking hefðu sameinast, en á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Sameiningin var háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem lá fyrir síðasta haust. Í fréttatilkynningu frá Wise segir að fyrirtækin muni starfa bæði í Ofanleiti 2 í Reykjavík og Hafnarstræti 91 á Akureyri. Það sem áður var Þekking verði nú nýtt rekstrarþjónustusvið Wise, sem Gerður Björt Pálmarsdóttir muni stýra. Gerður hafi síðastliðið ár gegnt starfi forstöðumanns Customer Success hjá Wise. Þar hafi hún borið ábyrgð á þjónustustefnu Wise, mótun þjónustuferla og ýmsum breytingum til að stuðla að bættri þjónustu og tengslum við viðskiptavini. Gerður hafi síðustu tuttugu ár starfað á sviði upplýsingatækni, þjónustustjórnunar, gæða- og mannauðsmála. Hún hafi mikla reynslu á sviði verkefnastjórnunar, stefnumótunar, gerð verkferla, árangurs- og þjónustumælinga. Spennandi verkefni framundan Áður en Gerður gekk til liðs við Wise hafi hún starfað sem gæðastjóri hjá fjártæknifyrirtækinu Five Degrees og séð þar um gæðamál og úttektir á skýjalausnum félagsins ásamt því að gegna hlutverki scrum master/team lead í Matrix SaaS teymi félagsins. Árin þar á undan hafi hún starfað sem deildarstjóri viðskiptaþjónustu hjá lyfjaheildsölu Distica og borið þar ábyrgð á framlínuþjónustu félagsins, viðskiptatengslum og þróun stafrænna lausna ásamt þjónustu við viðskiptavini. Gerður sé viðskiptafræðingur að mennt, hafi lokið meistaragráðu í mannauðsstjórnun og mini MBA í stafrænni umbreytingu. „Ég er ákaflega stolt og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt og hlakka gríðarlega mikið til að takast á við öll þau spennandi verkefni sem framundan eru. Sameinað félag byggir á sterkum grunni Wise og Þekkingar og við erum á fleygiferð inn í framtíðina. Við höfum þarfir viðskiptavina að leiðarljósi og getum nú boðið heildstætt lausnaframboð á sviði upplýsingatækni til að styðja viðskiptavini okkar á stafrænni vegferð þeirra,“ er haft eftir Gerði í fréttatilkynningu. Að mörgu að hyggja Stefán Jóhannesson, fráfarandi framkvæmdastjóri Þekkingar, muni leiða sameiningarferlið sem er framundan. „Það er að mörgu að hyggja við svona sameiningu. Mitt hlutverk verður að sjá til þess að allt skili sér í hús og viðskiptavinir upplifi sig í öruggum höndum. Þegar allt verður komið saman munum við sjá verulegan ávinning fyrir alla aðila,“ er haft eftir honum. Vistaskipti Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Wise og Þekking hefðu sameinast, en á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Sameiningin var háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem lá fyrir síðasta haust. Í fréttatilkynningu frá Wise segir að fyrirtækin muni starfa bæði í Ofanleiti 2 í Reykjavík og Hafnarstræti 91 á Akureyri. Það sem áður var Þekking verði nú nýtt rekstrarþjónustusvið Wise, sem Gerður Björt Pálmarsdóttir muni stýra. Gerður hafi síðastliðið ár gegnt starfi forstöðumanns Customer Success hjá Wise. Þar hafi hún borið ábyrgð á þjónustustefnu Wise, mótun þjónustuferla og ýmsum breytingum til að stuðla að bættri þjónustu og tengslum við viðskiptavini. Gerður hafi síðustu tuttugu ár starfað á sviði upplýsingatækni, þjónustustjórnunar, gæða- og mannauðsmála. Hún hafi mikla reynslu á sviði verkefnastjórnunar, stefnumótunar, gerð verkferla, árangurs- og þjónustumælinga. Spennandi verkefni framundan Áður en Gerður gekk til liðs við Wise hafi hún starfað sem gæðastjóri hjá fjártæknifyrirtækinu Five Degrees og séð þar um gæðamál og úttektir á skýjalausnum félagsins ásamt því að gegna hlutverki scrum master/team lead í Matrix SaaS teymi félagsins. Árin þar á undan hafi hún starfað sem deildarstjóri viðskiptaþjónustu hjá lyfjaheildsölu Distica og borið þar ábyrgð á framlínuþjónustu félagsins, viðskiptatengslum og þróun stafrænna lausna ásamt þjónustu við viðskiptavini. Gerður sé viðskiptafræðingur að mennt, hafi lokið meistaragráðu í mannauðsstjórnun og mini MBA í stafrænni umbreytingu. „Ég er ákaflega stolt og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt og hlakka gríðarlega mikið til að takast á við öll þau spennandi verkefni sem framundan eru. Sameinað félag byggir á sterkum grunni Wise og Þekkingar og við erum á fleygiferð inn í framtíðina. Við höfum þarfir viðskiptavina að leiðarljósi og getum nú boðið heildstætt lausnaframboð á sviði upplýsingatækni til að styðja viðskiptavini okkar á stafrænni vegferð þeirra,“ er haft eftir Gerði í fréttatilkynningu. Að mörgu að hyggja Stefán Jóhannesson, fráfarandi framkvæmdastjóri Þekkingar, muni leiða sameiningarferlið sem er framundan. „Það er að mörgu að hyggja við svona sameiningu. Mitt hlutverk verður að sjá til þess að allt skili sér í hús og viðskiptavinir upplifi sig í öruggum höndum. Þegar allt verður komið saman munum við sjá verulegan ávinning fyrir alla aðila,“ er haft eftir honum.
Vistaskipti Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira