Harma banaslysið og hafa uppfært verkferla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júní 2024 09:30 Mynd frá vettvangi við Reykjanesvirkjun árið 2017. Vísir/GVA Breytingar voru gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017 sem varð Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, að bana eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings. Þetta staðfestir Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Í svarinu segir að nýja verklagið sé öruggara og að sambærilegt verklag sé viðhaft við jarðvarmavinnslu hér á landi. Osowski var starfsmaður fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs og gisti í gömlu mötuneyti skammt frá virkjuninni þegar að slysið varð. Koma í veg fyrir að atvikið endurtaki sig „Breytingar voru gerðar á verkferlum fyrirtækisins strax í kjölfar slyssins. Meginbreytingin fólst í því að við niðurdælingu á köldu vatni skal í öllum tilvikum vera ker á milli vatnsveitu og niðurdælingar þannig að tryggt sé að gas geti ekki borist frá holu í vatnsveitulagnir,“ segir í svarinu. HS Orka harmar að banaslysið hafi orðið og segir að verkferlar fyrirtækisins hafi verið endurbættir gagngert til að koma í veg fyrir að slíkur atburður endurtaki sig. Gerðu samkomulag við aðstandendur Spurð hvort að HS Orka beri ábyrgð á banaslysinu á grunni vanrækslu og gáleysis segir Birna að lögreglurannsókn hafi farið fram og málið látið niður falla. „Líkt og fram kemur í skýrslu Vinnueftirlitsins frá þessum tíma varð röð atvika til þess að skapa þær aðstæður sem leiddu til slyssins,“ segir í svarinu en tryggingafélag fyrirtækisins gerði samkomulag við aðstandendur Osowski um bætur. Ekkert gert áður en það var of seint Eins og greint var frá sagði Jóhannes Helgason, fyrrum rannsakandi Vinnueftirlitsins, í samtali við Vísi að banaslysið hefði ekki þurft að eiga sér stað og að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Sambærilegt atvik átti sér stað árið 2013 með sömu borholu en þá virðist sem ekkert hafi verið gert þó að atvikið hafi verið skráð í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna. Spurð hvers vegna ekkert var aðhafst eftir upprunalega atvikið 2013 segir Birna í skriflegu svari sínu að svo virðist sem eitthvað hafi ollið því að ekki var brugðist við ábendingunni með fullnægjandi hætti á sínum tíma. Eftirlitsaðilar voru upplýstir um það. Spurð hvort eitthvað hafi verið gert í kjölfar atviksins árið 2013 segir Birna: „Ríflega áratugur er liðinn og ekki liggja fyrir haldbærar upplýsingar um til hvaða aðgerða var gripið á sínum tíma.“ Draga lærdóm frá slysinu Í svarinu kemur fram að HS Orka dragi lærdóm frá banaslysinu og að öryggismál séu í forgrunni hjá fyrirtækinu. „HS Orka harmar hið sviplega banaslys. Fyrirtækið telur það óásættanlegt að einstaklingar verði fyrir skaða vegna starfsemi eða framkvæmda fyrirtækisins. Allt kapp er því lagt á að tryggja öryggi starfsfólks, verktaka og annarra sem tengjast starfsemi fyrirtækisins. Öryggismál eiga alltaf að vera í forgrunni og því mikilvægt að dreginn sé lærdómur af atburðum sem þessum. Metnaður okkar stendur til þess að vinna ávallt eftir bestu mögulegu öryggisviðmiðum sem þekkjast. Lögreglumál Jarðhiti Reykjanesbær Vinnuslys Tengdar fréttir Röð atvika leiddi til banaslyssins í húsnæði Háteigs Rannsókn HS Orku og Vinnueftirlitsins á banaslysinu í húsnæði Háteigs á Reykjanesi í febrúar 2017 er nú lokið. 4. október 2018 20:02 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Þetta staðfestir Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Í svarinu segir að nýja verklagið sé öruggara og að sambærilegt verklag sé viðhaft við jarðvarmavinnslu hér á landi. Osowski var starfsmaður fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs og gisti í gömlu mötuneyti skammt frá virkjuninni þegar að slysið varð. Koma í veg fyrir að atvikið endurtaki sig „Breytingar voru gerðar á verkferlum fyrirtækisins strax í kjölfar slyssins. Meginbreytingin fólst í því að við niðurdælingu á köldu vatni skal í öllum tilvikum vera ker á milli vatnsveitu og niðurdælingar þannig að tryggt sé að gas geti ekki borist frá holu í vatnsveitulagnir,“ segir í svarinu. HS Orka harmar að banaslysið hafi orðið og segir að verkferlar fyrirtækisins hafi verið endurbættir gagngert til að koma í veg fyrir að slíkur atburður endurtaki sig. Gerðu samkomulag við aðstandendur Spurð hvort að HS Orka beri ábyrgð á banaslysinu á grunni vanrækslu og gáleysis segir Birna að lögreglurannsókn hafi farið fram og málið látið niður falla. „Líkt og fram kemur í skýrslu Vinnueftirlitsins frá þessum tíma varð röð atvika til þess að skapa þær aðstæður sem leiddu til slyssins,“ segir í svarinu en tryggingafélag fyrirtækisins gerði samkomulag við aðstandendur Osowski um bætur. Ekkert gert áður en það var of seint Eins og greint var frá sagði Jóhannes Helgason, fyrrum rannsakandi Vinnueftirlitsins, í samtali við Vísi að banaslysið hefði ekki þurft að eiga sér stað og að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Sambærilegt atvik átti sér stað árið 2013 með sömu borholu en þá virðist sem ekkert hafi verið gert þó að atvikið hafi verið skráð í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna. Spurð hvers vegna ekkert var aðhafst eftir upprunalega atvikið 2013 segir Birna í skriflegu svari sínu að svo virðist sem eitthvað hafi ollið því að ekki var brugðist við ábendingunni með fullnægjandi hætti á sínum tíma. Eftirlitsaðilar voru upplýstir um það. Spurð hvort eitthvað hafi verið gert í kjölfar atviksins árið 2013 segir Birna: „Ríflega áratugur er liðinn og ekki liggja fyrir haldbærar upplýsingar um til hvaða aðgerða var gripið á sínum tíma.“ Draga lærdóm frá slysinu Í svarinu kemur fram að HS Orka dragi lærdóm frá banaslysinu og að öryggismál séu í forgrunni hjá fyrirtækinu. „HS Orka harmar hið sviplega banaslys. Fyrirtækið telur það óásættanlegt að einstaklingar verði fyrir skaða vegna starfsemi eða framkvæmda fyrirtækisins. Allt kapp er því lagt á að tryggja öryggi starfsfólks, verktaka og annarra sem tengjast starfsemi fyrirtækisins. Öryggismál eiga alltaf að vera í forgrunni og því mikilvægt að dreginn sé lærdómur af atburðum sem þessum. Metnaður okkar stendur til þess að vinna ávallt eftir bestu mögulegu öryggisviðmiðum sem þekkjast.
Lögreglumál Jarðhiti Reykjanesbær Vinnuslys Tengdar fréttir Röð atvika leiddi til banaslyssins í húsnæði Háteigs Rannsókn HS Orku og Vinnueftirlitsins á banaslysinu í húsnæði Háteigs á Reykjanesi í febrúar 2017 er nú lokið. 4. október 2018 20:02 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Röð atvika leiddi til banaslyssins í húsnæði Háteigs Rannsókn HS Orku og Vinnueftirlitsins á banaslysinu í húsnæði Háteigs á Reykjanesi í febrúar 2017 er nú lokið. 4. október 2018 20:02