Þegar hríðinni slotar Ásta F. Flosadóttir skrifar 13. júní 2024 13:30 Júníbyrjun hefur verið bændum og búaliði erfið. Fordæmalaust vetrarveður í júní, norðan krapahríð og snjór á Norðurlandi, kuldabeljandi og rok í öðrum landshlutum. Veðurspáin var snemma orðin slæm, lægð komandi langt norðan úr höfum, trillaði sér niður kortið, dýpkaði og settist að við Melrakkasléttu. Að vetri til hefði þetta boðað norðan stórhríð upp á gamla mátann. Það versta við þessa veðurspá var að hún rættist. Ekki þarf að tíunda áhrif þessa á bændur, sem eiga allt sitt undir dutlungum veðurfarsins. Það veldur miklu álagi að hafa takmarkaða stjórn á starfsaðstæðum sínum. Við getum ekki stjórnað veðrinu, við getum bara stjórnað eigin viðbrögðum við því. Og menn eru kannski ekki í sínu besta formi til að bregðast við, rétt staðnir upp úr þeirri miklu vinnutörn sem sauðburður er. Það var harður biti að kyngja að trúa veðurspánni. Óhjákvæmilega varð tjón. Sumir urðu fyrir meira tjóni en aðrir, en heildarumfangið hjá sauðfjárbændum kemur ekki í ljós fyrr en fé kemur af fjalli í haust. Tjón á ræktarlandi og æðarvörpum verður hægt að meta fyrr. En peningar eru ekki allt. Bændasamtökin hafa staðið fyrir verkefninu „Bændageð” til að vekja bændur til meðvitundar um andlega heilsu. Í kjölfar áfalla í búrekstrinum en enn mikilvægara að huga að andlegri vellíðan. Þar eru grundvallarþættir að sofa vel, nærast vel og styrkja ástvinatengsl. Faðmlag, símtal, umhyggja. Þessir litlu hlutir eru nefnilega stórir og dýrmætir, skipta sköpum. Þetta er stuðningur sem allir eru færir um að veita. Er einhver í þínu nágrenni sem þarf á stuðningi að halda? Höfundur er sauðfjárbóndi og stjórnarmaður í deild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Veður Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Júníbyrjun hefur verið bændum og búaliði erfið. Fordæmalaust vetrarveður í júní, norðan krapahríð og snjór á Norðurlandi, kuldabeljandi og rok í öðrum landshlutum. Veðurspáin var snemma orðin slæm, lægð komandi langt norðan úr höfum, trillaði sér niður kortið, dýpkaði og settist að við Melrakkasléttu. Að vetri til hefði þetta boðað norðan stórhríð upp á gamla mátann. Það versta við þessa veðurspá var að hún rættist. Ekki þarf að tíunda áhrif þessa á bændur, sem eiga allt sitt undir dutlungum veðurfarsins. Það veldur miklu álagi að hafa takmarkaða stjórn á starfsaðstæðum sínum. Við getum ekki stjórnað veðrinu, við getum bara stjórnað eigin viðbrögðum við því. Og menn eru kannski ekki í sínu besta formi til að bregðast við, rétt staðnir upp úr þeirri miklu vinnutörn sem sauðburður er. Það var harður biti að kyngja að trúa veðurspánni. Óhjákvæmilega varð tjón. Sumir urðu fyrir meira tjóni en aðrir, en heildarumfangið hjá sauðfjárbændum kemur ekki í ljós fyrr en fé kemur af fjalli í haust. Tjón á ræktarlandi og æðarvörpum verður hægt að meta fyrr. En peningar eru ekki allt. Bændasamtökin hafa staðið fyrir verkefninu „Bændageð” til að vekja bændur til meðvitundar um andlega heilsu. Í kjölfar áfalla í búrekstrinum en enn mikilvægara að huga að andlegri vellíðan. Þar eru grundvallarþættir að sofa vel, nærast vel og styrkja ástvinatengsl. Faðmlag, símtal, umhyggja. Þessir litlu hlutir eru nefnilega stórir og dýrmætir, skipta sköpum. Þetta er stuðningur sem allir eru færir um að veita. Er einhver í þínu nágrenni sem þarf á stuðningi að halda? Höfundur er sauðfjárbóndi og stjórnarmaður í deild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar