Mikilvægt að ómenningu sé ekki sýnt umburðarlyndi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. júní 2024 10:54 Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra varðandi heiðurstengt ofbeldi og umfang þess á Íslandi. Hún segir tilefnið vera ljótt mál um ofbeldi innan palestínskrar fjölskyldu á Suðurnesjum sem virðist vera heiðurstengt. Diljá segir slíkt ofbeldi vera Íslendingum sem betur fer framandi en að heiðursofbeldi tíðkist víðs vegar um heiminn og hafi meðal annars borist til Norðurlandanna með innflytjendum. „Þetta er auðvitað ofbeldi sem er okkur mjög framandi hér. Þetta er alveg hryllileg ómenning í sumum heimshlutum sem hefur borist með innflytjendum meðal annars til Norðurlandanna og hefur verið að koma upp alvarlegt heiðurstengt ofbeldi,“ segir Diljá í samtali við fréttastofu. Spyr hvort ráðherra hyggist grípa til aðgerða Hún segir Ísland mjög oft einhverjum árum á eftir Norðurlöndunum í slíkri þróun. „Við erum mjög oft á eftir Norðurlöndunum þegar kemur að ýmis konar þróun. Ég hef meðal annars verið að taka up kynfæralimlestingar sem við ákváðum að innleiða hérna í hegningarlög út af þróuninni á Norðurlöndunum til að bregðast við tilvikum sem voru þá þegar að koma upp,“ segir Diljá. Fyrirspurnin felur þrjár spurningar til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Diljá spyr hvort ráðherrann hafi upplýsingar um það hvort heiðurstengt ofbeldi hafi komið upp á Íslandi og hvert sé umfang þess. Þá spyr hún hvaða ákvæði hegningarlaga nái til heiðursofbeldis og hvort ráðherra telji að þau séu fullnægjandi. Að lokum spyr hún hvort ráðherra hyggist grípa til aðgerða til að vinna gegn heiðursofbeldi og ef svo er hvaða aðgerða. Eigum í fullu fangi með eigin ofbeldismenn Diljá óskar eftir munnlegu svari og hún segist hafa kosið það form á fyrirspurninni til þess að skapast geti umræða á þinginu um málefnið. Hún segir mikilvægt að málinu sé lyft upp og að vakin sé athygli á því. „Við eigum í fullu fangi með okkar ofbeldismenn hér og það er rosalega mikilvægt að við sendum skýr skilaboð um að sömu lög og reglur gildi um alla og að við séum ekki að fara að sýna einhverjum svona viðbjóðshefðum og ómenningu eitthvað umburðarlyndi,“ segir Diljá. Aðspurð hvort hún telji líklegt að fyrirspurnin fái umræðu á þingi segist Diljá vera vongóð. Ekki sjái fyrir endann á þessu þingi. „Maður sér fram á að eyða sumrinu hérna hvort sem er,“ segir Diljá. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30 Segir íbúa Reykjanesbæjar búa við ógn vegna fjölda hælisleitenda Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það veki óhug að lesa fréttir eins og þá sem birtist á Vísi í vikunni um átta Palestínumenn sem ákærðir hafa verið fyrir líkamsárásir gegn konu. Hann segir íbúa í Reykjanesbæ búa við ógn af hælisleitendum sem þar búa. 5. júní 2024 22:36 „Heiðurstengt ofbeldi er ekki okkar stærsta vandamál“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir mál sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. Greint var frá því fyrr í dag að átta hefðu verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. 31. maí 2024 15:05 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Sjá meira
Diljá segir slíkt ofbeldi vera Íslendingum sem betur fer framandi en að heiðursofbeldi tíðkist víðs vegar um heiminn og hafi meðal annars borist til Norðurlandanna með innflytjendum. „Þetta er auðvitað ofbeldi sem er okkur mjög framandi hér. Þetta er alveg hryllileg ómenning í sumum heimshlutum sem hefur borist með innflytjendum meðal annars til Norðurlandanna og hefur verið að koma upp alvarlegt heiðurstengt ofbeldi,“ segir Diljá í samtali við fréttastofu. Spyr hvort ráðherra hyggist grípa til aðgerða Hún segir Ísland mjög oft einhverjum árum á eftir Norðurlöndunum í slíkri þróun. „Við erum mjög oft á eftir Norðurlöndunum þegar kemur að ýmis konar þróun. Ég hef meðal annars verið að taka up kynfæralimlestingar sem við ákváðum að innleiða hérna í hegningarlög út af þróuninni á Norðurlöndunum til að bregðast við tilvikum sem voru þá þegar að koma upp,“ segir Diljá. Fyrirspurnin felur þrjár spurningar til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Diljá spyr hvort ráðherrann hafi upplýsingar um það hvort heiðurstengt ofbeldi hafi komið upp á Íslandi og hvert sé umfang þess. Þá spyr hún hvaða ákvæði hegningarlaga nái til heiðursofbeldis og hvort ráðherra telji að þau séu fullnægjandi. Að lokum spyr hún hvort ráðherra hyggist grípa til aðgerða til að vinna gegn heiðursofbeldi og ef svo er hvaða aðgerða. Eigum í fullu fangi með eigin ofbeldismenn Diljá óskar eftir munnlegu svari og hún segist hafa kosið það form á fyrirspurninni til þess að skapast geti umræða á þinginu um málefnið. Hún segir mikilvægt að málinu sé lyft upp og að vakin sé athygli á því. „Við eigum í fullu fangi með okkar ofbeldismenn hér og það er rosalega mikilvægt að við sendum skýr skilaboð um að sömu lög og reglur gildi um alla og að við séum ekki að fara að sýna einhverjum svona viðbjóðshefðum og ómenningu eitthvað umburðarlyndi,“ segir Diljá. Aðspurð hvort hún telji líklegt að fyrirspurnin fái umræðu á þingi segist Diljá vera vongóð. Ekki sjái fyrir endann á þessu þingi. „Maður sér fram á að eyða sumrinu hérna hvort sem er,“ segir Diljá.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30 Segir íbúa Reykjanesbæjar búa við ógn vegna fjölda hælisleitenda Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það veki óhug að lesa fréttir eins og þá sem birtist á Vísi í vikunni um átta Palestínumenn sem ákærðir hafa verið fyrir líkamsárásir gegn konu. Hann segir íbúa í Reykjanesbæ búa við ógn af hælisleitendum sem þar búa. 5. júní 2024 22:36 „Heiðurstengt ofbeldi er ekki okkar stærsta vandamál“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir mál sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. Greint var frá því fyrr í dag að átta hefðu verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. 31. maí 2024 15:05 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Sjá meira
„Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30
Segir íbúa Reykjanesbæjar búa við ógn vegna fjölda hælisleitenda Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það veki óhug að lesa fréttir eins og þá sem birtist á Vísi í vikunni um átta Palestínumenn sem ákærðir hafa verið fyrir líkamsárásir gegn konu. Hann segir íbúa í Reykjanesbæ búa við ógn af hælisleitendum sem þar búa. 5. júní 2024 22:36
„Heiðurstengt ofbeldi er ekki okkar stærsta vandamál“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir mál sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. Greint var frá því fyrr í dag að átta hefðu verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. 31. maí 2024 15:05