„Vinstri vængurinn er ekki brotinn, en hann er laskaður“ Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2024 21:45 Eva Dögg er nýr þingmaður Vinstri grænna og hélt ræðu á eldhúsdagsumræðum í kvöld. Eva Dögg Davíðsdóttir þingkona Vinstri grænna sagði í ræðu sinn í eldhúsdagsumræðum á þingi í kvöld mikilvægt að verja vinstrið og koma í veg fyrir skautun. Hún ræddi tímann og mikilvægi ákvarðana sem teknar eru í nútíð fyrir framtíð. „Sonur minn er sjö mánaða. Hann var bara fimm mánaða þegar ég, nokkuð óvænt, kom inn á þing. Síðan þá hefur hann verið tíður gestur hér á göngum þingsins og í hliðarsölum. Ábyrgð okkar hér í þessum sal er mikil og hún verður áþreifanlegri þegar ég hugsa um ábyrgð mína, ábyrgð okkar til að búa vel um hnútana fyrir kynslóð sonar míns,“ sagði Eva Dögg. Hún sagði frasann um að vika væri langur tími í pólitík réttan og að tíminn frá því hún kom á þing fyrir tveimur mánuðum, óvænt, hefði liðið hratt. Eva Dögg tók við sæti Katrínar Jakobsdóttur þegar hún sagði af sér þingsetu. Eva Dögg ræddi loftslagsmálin og mannréttindi í ræðu sinni. Verði að verja innviði „Loftslagsmálin hafa sett spor sín á síðustu tíu ár og það er nokkuð ljóst að næstu 10 ár verða afgerandi, enda tíminn til aðgerða af skornum skammti. Mikilvægi sterkrar og vel uppbyggðrar löggjafar og áætlana sem fylgja eftir settum loftslagsmarkmiðum er augljóst og það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Eva og að það mætti ekki missa sjónar á markmiðunum. Hún sagði stóru verkefnin að verja og styrkja innviðina og velferðarkerfið. „Sonur minn tíðræddi er Íslendingur og Þjóðverji. Í hinu heimalandi hans er ógnvænleg hægrisveifla í gangi, eins og raunar víðar á Vesturlöndum. Öfgahægri flokkar sækja í sig veðrið, og vinstrið á víða undir högg að sækja. Líka hér á landi. Vinstri vængurinn er ekki brotinn, en hann er laskaður. Það er hlutverk okkar að standa vörð um vinstrið, og á sama tíma sporna gegn skautun. Það er erindi mitt og minna flokkssystkina á þessum vettvangi. Erindi sem ég tel mikilvægt til þess skapa þá framtíð sem sonur minn og hans kynslóð eiga skilið.“ Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sér fyrir sér 2031 án hvalveiða og sjókvíaeldis Þingmaður Pírata sagði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar komna yfir síðasta söludag og gagnrýndi hvalveiðileyfið sem matvælaráðherra tilkynni um í gær, í eldhúsræðu sinni í kvöld. Hann sagði að fyrsta verk Pírata í ríkisstjórn væri að styrkja Samkeppniseftirlitið vegna þess að kapítalismi án samkeppni kallist arðrán. 12. júní 2024 21:22 Ósanngjarnt að Íslendingar borgi íbúðina tvisvar eða þrisvar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar byrjaði ræðu sína í eldhúsdagsumræðum á því að ræða veðrið á Íslandi og það lága hitastig sem við búum við. Hann sagði á sama tíma það vera alveg sturlað að sama tala væri á stýrivöxtum mánuðum saman og meðalhitastigi á sumrin. 12. júní 2024 21:02 Yngsti þingmaðurinn vill að meira sé gert fyrir ungt fólk Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði flokkinn alltaf halda áfram að ganga í þau mál sem þarf að vinna. Þá skipti ekki máli hvort málin séu umdeild eða hvort þau fái ekki athygli. 12. júní 2024 20:24 „Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08 Ríkisstjórnin hafi sett efnahag venjulegs fólks á hvolf Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Sonur minn er sjö mánaða. Hann var bara fimm mánaða þegar ég, nokkuð óvænt, kom inn á þing. Síðan þá hefur hann verið tíður gestur hér á göngum þingsins og í hliðarsölum. Ábyrgð okkar hér í þessum sal er mikil og hún verður áþreifanlegri þegar ég hugsa um ábyrgð mína, ábyrgð okkar til að búa vel um hnútana fyrir kynslóð sonar míns,“ sagði Eva Dögg. Hún sagði frasann um að vika væri langur tími í pólitík réttan og að tíminn frá því hún kom á þing fyrir tveimur mánuðum, óvænt, hefði liðið hratt. Eva Dögg tók við sæti Katrínar Jakobsdóttur þegar hún sagði af sér þingsetu. Eva Dögg ræddi loftslagsmálin og mannréttindi í ræðu sinni. Verði að verja innviði „Loftslagsmálin hafa sett spor sín á síðustu tíu ár og það er nokkuð ljóst að næstu 10 ár verða afgerandi, enda tíminn til aðgerða af skornum skammti. Mikilvægi sterkrar og vel uppbyggðrar löggjafar og áætlana sem fylgja eftir settum loftslagsmarkmiðum er augljóst og það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Eva og að það mætti ekki missa sjónar á markmiðunum. Hún sagði stóru verkefnin að verja og styrkja innviðina og velferðarkerfið. „Sonur minn tíðræddi er Íslendingur og Þjóðverji. Í hinu heimalandi hans er ógnvænleg hægrisveifla í gangi, eins og raunar víðar á Vesturlöndum. Öfgahægri flokkar sækja í sig veðrið, og vinstrið á víða undir högg að sækja. Líka hér á landi. Vinstri vængurinn er ekki brotinn, en hann er laskaður. Það er hlutverk okkar að standa vörð um vinstrið, og á sama tíma sporna gegn skautun. Það er erindi mitt og minna flokkssystkina á þessum vettvangi. Erindi sem ég tel mikilvægt til þess skapa þá framtíð sem sonur minn og hans kynslóð eiga skilið.“
Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sér fyrir sér 2031 án hvalveiða og sjókvíaeldis Þingmaður Pírata sagði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar komna yfir síðasta söludag og gagnrýndi hvalveiðileyfið sem matvælaráðherra tilkynni um í gær, í eldhúsræðu sinni í kvöld. Hann sagði að fyrsta verk Pírata í ríkisstjórn væri að styrkja Samkeppniseftirlitið vegna þess að kapítalismi án samkeppni kallist arðrán. 12. júní 2024 21:22 Ósanngjarnt að Íslendingar borgi íbúðina tvisvar eða þrisvar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar byrjaði ræðu sína í eldhúsdagsumræðum á því að ræða veðrið á Íslandi og það lága hitastig sem við búum við. Hann sagði á sama tíma það vera alveg sturlað að sama tala væri á stýrivöxtum mánuðum saman og meðalhitastigi á sumrin. 12. júní 2024 21:02 Yngsti þingmaðurinn vill að meira sé gert fyrir ungt fólk Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði flokkinn alltaf halda áfram að ganga í þau mál sem þarf að vinna. Þá skipti ekki máli hvort málin séu umdeild eða hvort þau fái ekki athygli. 12. júní 2024 20:24 „Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08 Ríkisstjórnin hafi sett efnahag venjulegs fólks á hvolf Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Sér fyrir sér 2031 án hvalveiða og sjókvíaeldis Þingmaður Pírata sagði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar komna yfir síðasta söludag og gagnrýndi hvalveiðileyfið sem matvælaráðherra tilkynni um í gær, í eldhúsræðu sinni í kvöld. Hann sagði að fyrsta verk Pírata í ríkisstjórn væri að styrkja Samkeppniseftirlitið vegna þess að kapítalismi án samkeppni kallist arðrán. 12. júní 2024 21:22
Ósanngjarnt að Íslendingar borgi íbúðina tvisvar eða þrisvar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar byrjaði ræðu sína í eldhúsdagsumræðum á því að ræða veðrið á Íslandi og það lága hitastig sem við búum við. Hann sagði á sama tíma það vera alveg sturlað að sama tala væri á stýrivöxtum mánuðum saman og meðalhitastigi á sumrin. 12. júní 2024 21:02
Yngsti þingmaðurinn vill að meira sé gert fyrir ungt fólk Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði flokkinn alltaf halda áfram að ganga í þau mál sem þarf að vinna. Þá skipti ekki máli hvort málin séu umdeild eða hvort þau fái ekki athygli. 12. júní 2024 20:24
„Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08
Ríkisstjórnin hafi sett efnahag venjulegs fólks á hvolf Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59