Bjór, bingó og bíó í Vinabæ á ný Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júní 2024 21:00 Sigurður Pétur Snorrason er eigandi Reykjavík Brewery. Vísir/Einar Búið er að opna bruggstofu í gamla Tónabíó og Vinabæ. Bráðum verður hægt að spila bingó þar á ný en eigandinn var óviss um hvort hann næði að opna staðinn allt fram á síðustu stundu. Tónabíó var reist í Skipholti árið 1962 og kvikmyndir sýndar þar allt til ársins 1990 þegar Stórstúka Íslands keypti húsið og hóf að halda þar bingó. Nafni hússins var þá breytt í Vinabær og lifði bingóið þar góðu lífi þar til árið 2022 þegar húsið var selt. Í gær opnaði Reykjavík Brewery bruggstofu þar en félagið er með brugghús í viðbyggingu hússins. Opnunin á sér langan aðdraganda. „Staðurinn hefur verið tilbúinn að miklu leyti síðan síðasta sumar. Við vorum að vonast til þess að fá öll leyfi og allt slíkt í nóvember en það er búið að taka síðan átta mánuði frá þeim tíma að klára síðasta leyfismálið,“ segir Sigurður Páll Snorrason, eigandi Reykjavík Brewery. Þessi bjór var dældur með sérstakri tékkneskri pilsner-dælu. Hún er sú eina sinnar tegundar á Íslandi.Vísir/Einar Þannig það er væntanlega mikill léttir að vera loksins búinn að opna? „Já, það er það. En maður var samt í óvissu með þetta alveg fram á síðasta dag.“ Hægt er að velja úr 22 bjórum á krana og fleirum í dós, þar á meðal bingóbjór. „Bjórinn er gerður til heiðurs þess að hér var bingóhöll. Við erum í samstarfi við frábæran náunga sem heitir Anton Illugason. Hann er grafískur hönnuður og hann kom með þessa hugmynd að gera bingódós sem er bæði innblásin af loftinu hér en dósin sem slík er líka bingóspjald. Það eru tvö þúsund mismunandi dósir í hverju upplagi svo það er hægt að spila bingó á sjálfa dósina,“ segir Sigurður. Bingóbjórinn. Allar dósirnar eru með sitthvorum tölunum.Vísir/Einar Og í gamla bingó- og bíósalnum verður horft aftur til fortíðar. Það er ekki búið að opna hann er Sigurður vonast til þess að það gerist í haust. „Ætli við séum ekki bara að fara aftur í upprunann. Fá smá skemmtilega blöndu af tónlist, bíó, bingó og öðru. Öllu mögulegu,“ segir Sigurður. Hægt er að fá 22 bjóra á dælu.Vísir/Einar Veitingastaðir Áfengi og tóbak Reykjavík Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Tónabíó var reist í Skipholti árið 1962 og kvikmyndir sýndar þar allt til ársins 1990 þegar Stórstúka Íslands keypti húsið og hóf að halda þar bingó. Nafni hússins var þá breytt í Vinabær og lifði bingóið þar góðu lífi þar til árið 2022 þegar húsið var selt. Í gær opnaði Reykjavík Brewery bruggstofu þar en félagið er með brugghús í viðbyggingu hússins. Opnunin á sér langan aðdraganda. „Staðurinn hefur verið tilbúinn að miklu leyti síðan síðasta sumar. Við vorum að vonast til þess að fá öll leyfi og allt slíkt í nóvember en það er búið að taka síðan átta mánuði frá þeim tíma að klára síðasta leyfismálið,“ segir Sigurður Páll Snorrason, eigandi Reykjavík Brewery. Þessi bjór var dældur með sérstakri tékkneskri pilsner-dælu. Hún er sú eina sinnar tegundar á Íslandi.Vísir/Einar Þannig það er væntanlega mikill léttir að vera loksins búinn að opna? „Já, það er það. En maður var samt í óvissu með þetta alveg fram á síðasta dag.“ Hægt er að velja úr 22 bjórum á krana og fleirum í dós, þar á meðal bingóbjór. „Bjórinn er gerður til heiðurs þess að hér var bingóhöll. Við erum í samstarfi við frábæran náunga sem heitir Anton Illugason. Hann er grafískur hönnuður og hann kom með þessa hugmynd að gera bingódós sem er bæði innblásin af loftinu hér en dósin sem slík er líka bingóspjald. Það eru tvö þúsund mismunandi dósir í hverju upplagi svo það er hægt að spila bingó á sjálfa dósina,“ segir Sigurður. Bingóbjórinn. Allar dósirnar eru með sitthvorum tölunum.Vísir/Einar Og í gamla bingó- og bíósalnum verður horft aftur til fortíðar. Það er ekki búið að opna hann er Sigurður vonast til þess að það gerist í haust. „Ætli við séum ekki bara að fara aftur í upprunann. Fá smá skemmtilega blöndu af tónlist, bíó, bingó og öðru. Öllu mögulegu,“ segir Sigurður. Hægt er að fá 22 bjóra á dælu.Vísir/Einar
Veitingastaðir Áfengi og tóbak Reykjavík Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira