Greint var frá því í tilkynningu frá lögreglu fyrr í dag að rétt fyrir miðnætti í gær hefði lögreglu borist tilkynning um átök í heimahúsi í Súðavík. Þar kom fram að einn hafi verið stunginn.
Karlmaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun Vestfjarða, á Ísafirði og í kjölfarið með sjúkravél á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var með lífshættuleg stungusár en er úr lífshættu.